Gengur vel innan um þekkta tískuhönnuði 23. ágúst 2011 14:30 Marta Jonsson býr úti í London og merki hennar gengur vel þar í borg. „Hönnun mín fór inn á heimasíðu Debenhams á föstudegi fyrr í sumar og þeir hringdu í mig á þriðjudegi og vildu fá vörurnar beint inn í búðirnar því þær seldust strax svo vel," segir Marta Jonsson hönnuður. Hún er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem selur vörur sínar í Debenhams erlendis en Debenhams rekur yfir tvö hundruð verslanir í um 25 löndum. Vor- og sumarlína Mörtu árið 2012 verður fyrsta línan sem verður til sölu í verslunum Debenhams og kemur líklega í verslanir í lok þessa árs. Marta stofnaði tískumerki sitt, Marta Jonsson, árið 2009. Hún hannar skó, töskur og belti í stíl. Hún hafði þó hannað skó undir merkjum Logo69 frá árinu 1996. Lína Mörtu, Marta Jonsson, hefur slegið í gegn í London þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Rekur hún þrjár verslanir þar í borg, meðal annars á Kings Road, í Westfield, stærstu verslunarmiðstöð í Evrópu og Guldford. Marta selur vörur sínar auk þess á netinu, bæði á heimasiðu sinni og á hinni vinsælu skó- og fylgihlutaverslun VivaLaDiva.com. „Þegar við byrjuðum á þeirri síðu höfðu aðstandendur síðunnar ekki séð svona nýtt tískumerki ganga jafn vel. Við vorum strax komin í topp fimm í sölu hjá þeim," upplýsir Marta ánægð en á síðunni VivaLaDiva selur hún vörur sínar innan um marga þekkta hönnuði og má þar nefna, Armani, Dr. Martens, Dolce & Gabbana og Rayban. Á síðunni eru vörur frá yfir 180 tískuhönnuðum. Marta er enginn nýgræðingur í hönnunarheiminum því frá 1996 hefur hún hannað, framleitt og selt skó sína til stórra verslana, meðal annars til Office og Kirk Aigner. „Ég er ennþá að gera það. Ég hanna og framleiði ofan í þær keðjur," segir Marta og heldur glaðlega áfram: „Svo er Marta Jonsson, nýja litla búgreinin, bara að verða svo stór. Þetta er rosalega fljótt að breytast. Við viljum halda áfram að stækka og leggja undir okkur heiminn. Þýðir nokkuð annað?"martaf@frettabladid.is Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Hönnun mín fór inn á heimasíðu Debenhams á föstudegi fyrr í sumar og þeir hringdu í mig á þriðjudegi og vildu fá vörurnar beint inn í búðirnar því þær seldust strax svo vel," segir Marta Jonsson hönnuður. Hún er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem selur vörur sínar í Debenhams erlendis en Debenhams rekur yfir tvö hundruð verslanir í um 25 löndum. Vor- og sumarlína Mörtu árið 2012 verður fyrsta línan sem verður til sölu í verslunum Debenhams og kemur líklega í verslanir í lok þessa árs. Marta stofnaði tískumerki sitt, Marta Jonsson, árið 2009. Hún hannar skó, töskur og belti í stíl. Hún hafði þó hannað skó undir merkjum Logo69 frá árinu 1996. Lína Mörtu, Marta Jonsson, hefur slegið í gegn í London þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Rekur hún þrjár verslanir þar í borg, meðal annars á Kings Road, í Westfield, stærstu verslunarmiðstöð í Evrópu og Guldford. Marta selur vörur sínar auk þess á netinu, bæði á heimasiðu sinni og á hinni vinsælu skó- og fylgihlutaverslun VivaLaDiva.com. „Þegar við byrjuðum á þeirri síðu höfðu aðstandendur síðunnar ekki séð svona nýtt tískumerki ganga jafn vel. Við vorum strax komin í topp fimm í sölu hjá þeim," upplýsir Marta ánægð en á síðunni VivaLaDiva selur hún vörur sínar innan um marga þekkta hönnuði og má þar nefna, Armani, Dr. Martens, Dolce & Gabbana og Rayban. Á síðunni eru vörur frá yfir 180 tískuhönnuðum. Marta er enginn nýgræðingur í hönnunarheiminum því frá 1996 hefur hún hannað, framleitt og selt skó sína til stórra verslana, meðal annars til Office og Kirk Aigner. „Ég er ennþá að gera það. Ég hanna og framleiði ofan í þær keðjur," segir Marta og heldur glaðlega áfram: „Svo er Marta Jonsson, nýja litla búgreinin, bara að verða svo stór. Þetta er rosalega fljótt að breytast. Við viljum halda áfram að stækka og leggja undir okkur heiminn. Þýðir nokkuð annað?"martaf@frettabladid.is
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira