Íslenskir hönnuðir flykkjast á tískuvikuna í Köben 4. ágúst 2011 11:00 Bergþóra og Jóel eru stödd með sumarlínu Farmers Market fyrir árið 2012 á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Fréttablaðið/GVA „Þetta er í þriðja sinn sem við förum hingað út. Alltaf gaman þó að auðvitað séu þetta fyrst og fremst viðskipti,“ segir Jóel Pálsson, annar eigenda fatamerkisins Farmers Market. Jóel var að lenda í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru Guðnadóttur, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Danska tískuvikan hefst í dag og er Kaupmannahöfn stútfull af innkaupafólki og fatahönnuðum víðs vegar að úr heiminum. „Við erum með bás á CPH Vision og ætlum að sýna sumarlínuna 2012 en það er í fyrsta sinn sem við erum með sérstaka sumarlínu,“ segir Jóel, en Farmers Market hefur hingað til verið þekkt fyrir lopapeysur og aðrar vetrarvörur. Fleiri íslenskir hönnuðir leggja leið sína til Kaupmannahafnar um helgina til að koma nafni sínu á framfæri. Íslandsstofa heldur uppteknum hætti og styrkti þrjú íslensk fatamerki til fararinnar í ár. Það eru merkin Lúka art & design, Kron by KronKron og Diza by Alprjón. Einnig er fatamerkið Andersen & Lauth í Kaupmannahöfn en þau eru með bás í Galleri-sýningarhöllinni. Þess má því vænta að íslensk tíska veki verðskuldaða athygli í Kaupmannahöfn yfir helgina. -áp Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Þetta er í þriðja sinn sem við förum hingað út. Alltaf gaman þó að auðvitað séu þetta fyrst og fremst viðskipti,“ segir Jóel Pálsson, annar eigenda fatamerkisins Farmers Market. Jóel var að lenda í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru Guðnadóttur, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Danska tískuvikan hefst í dag og er Kaupmannahöfn stútfull af innkaupafólki og fatahönnuðum víðs vegar að úr heiminum. „Við erum með bás á CPH Vision og ætlum að sýna sumarlínuna 2012 en það er í fyrsta sinn sem við erum með sérstaka sumarlínu,“ segir Jóel, en Farmers Market hefur hingað til verið þekkt fyrir lopapeysur og aðrar vetrarvörur. Fleiri íslenskir hönnuðir leggja leið sína til Kaupmannahafnar um helgina til að koma nafni sínu á framfæri. Íslandsstofa heldur uppteknum hætti og styrkti þrjú íslensk fatamerki til fararinnar í ár. Það eru merkin Lúka art & design, Kron by KronKron og Diza by Alprjón. Einnig er fatamerkið Andersen & Lauth í Kaupmannahöfn en þau eru með bás í Galleri-sýningarhöllinni. Þess má því vænta að íslensk tíska veki verðskuldaða athygli í Kaupmannahöfn yfir helgina. -áp
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira