Hvað kostar heilsufarið? Guðjón S. Brjánsson skrifar 26. júlí 2011 09:00 Á undanförnum vikum hefur talsverð umræða verið í samfélaginu um lyfjanotkun landsmanna og meinta misnotkun tiltekinna lyfjaflokka. Látið hefur verið liggja að því að læknar ávísi með óvarlegum hætti lyfjum til ógæfufólks sem nýti sér þau ekki með tilætluðum eða uppbyggilegum hætti. Hér verður ekki kveðinn upp neinn sleggjudómur í því efni en hlutskipti lækna er ekki öfundsvert í þessu sambandi. Viðbrögð hins opinbera, Landlæknisembættis og ráðuneytis hafa vitaskuld verið þau að nauðsynlegt sé að setja undir alla mögulega leka, skoða og kanna, rýna í gögn, fylgja betur eftir verklagsreglum, nýta betur gagnagrunna og jafnvel að smíða nýja. Opinber yfirvöld bera ábyrgð á málaflokknum og hafa gríðarlegan kostnað af lyfjaumsýslu. Í allri orðræðu um þessi mál að undanförnu hefur verið skautað af mikilli fimi framhjá þeirri staðreynd að heilbrigðisyfirvöld hafa yfir að ráða rafrænu sjúkraskrárkerfi sem er í notkun á öllum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum landsins. Að vísu er kerfið í eigu einkahlutafélags sem leigir stofnunum aðgang fyrir há gjöld en það er önnur saga og sérstakt athugunarefni. Kerfið er ekki gallalaust en hefur verið lagfært á síðustu misserum og ólíklegt að annað verði í boði um sinn. Fullkomin sjúkraskrárkerfi eru auk þess ekki til, ekki heldur í útlöndum. Hin alvarlega hlið málsins er sú að rafrænt sjúkraskrárkerfi á Íslandi er þannig búið að heilbrigðisstarfsmenn sem heimildar njóta skv. lögum hafa ekki möguleika til samskipta í rauntíma um hagsmunamál skjólstæðinga sinna og miðla á milli sín upplýsingum sem í einhverjum tilvikum geta verið lífsnauðsynlegar. Aðgengi takmarkast nær eingöngu við stofnun eða starfsstöð. Þetta snertir nákvæmlega umræðuna um lyfjaneyslu og meinta misnotkun, en miklu meira. Ef íslenska sjúkraskrárkerfið væri tengt saman í heild, þá lægju allar upplýsingar sem að þessu lúta fyrir og alvarlegt vandamál leyst með þeirri einu aðgerð. Nú kann einhver að spyrja hvort það eitt og sér sé dýrt og flókið ferli. Fátt er algjörlega vandalaust þegar um rafræn kerfi er að ræða og flækjustig ýmisleg. Hinsvegar hefur verið unnið mikið og gott undirbúningsstarf á undanförnum árum, m.a. í starfshópi á vegum heilbrigðisráðuneytis. Aðgerðatillögur liggja fyrir. Tæknilega er þetta einföld aðgerð, reynsla er komin á öryggisvörslu gagna og lagaramminn á þessu sviði er ekki til trafala. Mögulegt er að hrinda breytingum í framkvæmd á fáum mánuðum. Á undanförnum árum hefur sömuleiðis verið unnið að sameiningu heilbrigðisstofnana. Með því hefur samræmingar verið leitað á stórum landssvæðum, m.a. varðandi sjúkraskrá. Nú er svo komið að í raun þarf einungis að tengja saman örfáa stóra og samræmda sjúkraskrárgrunna. Þannig mun kerfið þjóna tilgangi sínum til fullnustu og skila faglegum og fjárhagslegum ábata, því hagræði og öryggi sem vonir hafa alla tíð verið bundnar við. Í húfi eru miklir hagsmunir. Þeir stærstu lúta að sjálfsögðu að markvissari og betri þjónustu gagnvart sjúklingum. Sameining af þessu tagi mun líka óhjákvæmilega knýja notendur til agaðri skráningar. Þetta er t.d. brýnt í tölfræðilegri úrvinnslu gagna en augljós brotalöm er á því sviði. Eitt sjúkraskrárkerfi mun jafnframt draga úr óþarfa endurtekningum rannsókna, bæði á sviði blóðmeinafræða og myndgreiningar og leiða þegar í stað til stórfellds sparnaðar. Raunalegar og stöðugar endurtekningar á sömu persónuupplýsingum úr sjúkrasögu ættu algjörlega að verða úr sögunni til aukinna þæginda fyrir viðkomandi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur lotið niðurskurði síðustu ár og býr nú við rýran kost. Því eru væntingar þeirra sem starfa í málaflokknum og bera nokkra ábyrgð á veittri þjónustu skýrar. Hvatt er til þess að þeir sem véla um síðir með ráðstöfun fjár og faglegra þátta vinni markvisst og í eina átt. Aðgerð sem hér hefur verið tæpt á leysir aðkallandi vanda og eykur gæði heilbrigðisþjónustu og er beinlínis í þágu sjúklinga. Allt á sitt gjald. Mörg dæmi um lausatök í heilbrigðisþjónustu eru kostnaðarsöm. Samtenging sjúkraskrárkerfa hjá þessari 320.000 manna þjóð kostar nokkra tugi milljóna. Án efa er hægt að stilla upp tölfræðilegu líkani sem sýnir hversu langan tíma það taki að ná þeim varanlega ábata sem umbreyting þessi gefur. Faglegur ávinningur er augljós. Leiða má líkur að því að telja megi fjárhagslegan ávinning í mánuðum en ekki árum. Hafa menn t.d. gefið því gaum í þessu samhengi hvað blóðrannsóknir, myndgreining og lyfjaumsýsla í landinu kostar hið opinbera á ári? Muna landsmenn upphæðirnar sem til umræðu voru fyrir fáum vikum um meintar, ómarkvissar lyfjaávísanir? Eftir hverju er beðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur talsverð umræða verið í samfélaginu um lyfjanotkun landsmanna og meinta misnotkun tiltekinna lyfjaflokka. Látið hefur verið liggja að því að læknar ávísi með óvarlegum hætti lyfjum til ógæfufólks sem nýti sér þau ekki með tilætluðum eða uppbyggilegum hætti. Hér verður ekki kveðinn upp neinn sleggjudómur í því efni en hlutskipti lækna er ekki öfundsvert í þessu sambandi. Viðbrögð hins opinbera, Landlæknisembættis og ráðuneytis hafa vitaskuld verið þau að nauðsynlegt sé að setja undir alla mögulega leka, skoða og kanna, rýna í gögn, fylgja betur eftir verklagsreglum, nýta betur gagnagrunna og jafnvel að smíða nýja. Opinber yfirvöld bera ábyrgð á málaflokknum og hafa gríðarlegan kostnað af lyfjaumsýslu. Í allri orðræðu um þessi mál að undanförnu hefur verið skautað af mikilli fimi framhjá þeirri staðreynd að heilbrigðisyfirvöld hafa yfir að ráða rafrænu sjúkraskrárkerfi sem er í notkun á öllum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum landsins. Að vísu er kerfið í eigu einkahlutafélags sem leigir stofnunum aðgang fyrir há gjöld en það er önnur saga og sérstakt athugunarefni. Kerfið er ekki gallalaust en hefur verið lagfært á síðustu misserum og ólíklegt að annað verði í boði um sinn. Fullkomin sjúkraskrárkerfi eru auk þess ekki til, ekki heldur í útlöndum. Hin alvarlega hlið málsins er sú að rafrænt sjúkraskrárkerfi á Íslandi er þannig búið að heilbrigðisstarfsmenn sem heimildar njóta skv. lögum hafa ekki möguleika til samskipta í rauntíma um hagsmunamál skjólstæðinga sinna og miðla á milli sín upplýsingum sem í einhverjum tilvikum geta verið lífsnauðsynlegar. Aðgengi takmarkast nær eingöngu við stofnun eða starfsstöð. Þetta snertir nákvæmlega umræðuna um lyfjaneyslu og meinta misnotkun, en miklu meira. Ef íslenska sjúkraskrárkerfið væri tengt saman í heild, þá lægju allar upplýsingar sem að þessu lúta fyrir og alvarlegt vandamál leyst með þeirri einu aðgerð. Nú kann einhver að spyrja hvort það eitt og sér sé dýrt og flókið ferli. Fátt er algjörlega vandalaust þegar um rafræn kerfi er að ræða og flækjustig ýmisleg. Hinsvegar hefur verið unnið mikið og gott undirbúningsstarf á undanförnum árum, m.a. í starfshópi á vegum heilbrigðisráðuneytis. Aðgerðatillögur liggja fyrir. Tæknilega er þetta einföld aðgerð, reynsla er komin á öryggisvörslu gagna og lagaramminn á þessu sviði er ekki til trafala. Mögulegt er að hrinda breytingum í framkvæmd á fáum mánuðum. Á undanförnum árum hefur sömuleiðis verið unnið að sameiningu heilbrigðisstofnana. Með því hefur samræmingar verið leitað á stórum landssvæðum, m.a. varðandi sjúkraskrá. Nú er svo komið að í raun þarf einungis að tengja saman örfáa stóra og samræmda sjúkraskrárgrunna. Þannig mun kerfið þjóna tilgangi sínum til fullnustu og skila faglegum og fjárhagslegum ábata, því hagræði og öryggi sem vonir hafa alla tíð verið bundnar við. Í húfi eru miklir hagsmunir. Þeir stærstu lúta að sjálfsögðu að markvissari og betri þjónustu gagnvart sjúklingum. Sameining af þessu tagi mun líka óhjákvæmilega knýja notendur til agaðri skráningar. Þetta er t.d. brýnt í tölfræðilegri úrvinnslu gagna en augljós brotalöm er á því sviði. Eitt sjúkraskrárkerfi mun jafnframt draga úr óþarfa endurtekningum rannsókna, bæði á sviði blóðmeinafræða og myndgreiningar og leiða þegar í stað til stórfellds sparnaðar. Raunalegar og stöðugar endurtekningar á sömu persónuupplýsingum úr sjúkrasögu ættu algjörlega að verða úr sögunni til aukinna þæginda fyrir viðkomandi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur lotið niðurskurði síðustu ár og býr nú við rýran kost. Því eru væntingar þeirra sem starfa í málaflokknum og bera nokkra ábyrgð á veittri þjónustu skýrar. Hvatt er til þess að þeir sem véla um síðir með ráðstöfun fjár og faglegra þátta vinni markvisst og í eina átt. Aðgerð sem hér hefur verið tæpt á leysir aðkallandi vanda og eykur gæði heilbrigðisþjónustu og er beinlínis í þágu sjúklinga. Allt á sitt gjald. Mörg dæmi um lausatök í heilbrigðisþjónustu eru kostnaðarsöm. Samtenging sjúkraskrárkerfa hjá þessari 320.000 manna þjóð kostar nokkra tugi milljóna. Án efa er hægt að stilla upp tölfræðilegu líkani sem sýnir hversu langan tíma það taki að ná þeim varanlega ábata sem umbreyting þessi gefur. Faglegur ávinningur er augljós. Leiða má líkur að því að telja megi fjárhagslegan ávinning í mánuðum en ekki árum. Hafa menn t.d. gefið því gaum í þessu samhengi hvað blóðrannsóknir, myndgreining og lyfjaumsýsla í landinu kostar hið opinbera á ári? Muna landsmenn upphæðirnar sem til umræðu voru fyrir fáum vikum um meintar, ómarkvissar lyfjaávísanir? Eftir hverju er beðið?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun