Diplómati rappar um ömmu sína og Smáralind 14. júlí 2011 10:00 Jónas Haraldsson hefur gefið út plötuna Collective Works vol.2. Á henni er að finna sjö hip-hop lög og þrjú rapplög, en textarnir fjalla ekki um eiturlyf og bíla. fréttablaðið/stefán „Þessi diskur hefur blundað í mér í mörg ár,“ segir Jónas Haraldsson, tónlistarmaður, starfsmaður utanríkisráðuneytisins og stundakennari við Háskóla Íslands. Jónas hefur gefið út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu The Adventures. Plata Jónasar heitir Collected Works Vol. 2 en á henni eru sjö hip-hop og þrjú rapplög. „Ég hef lengi verið að gera tónlist en á síðustu árum hef ég náð að gera lög sem mér finnst í lagi, svo ég ákvað bara að láta á þetta reyna og hafa gaman af,“ segir Jónas. „Platan er í raun safndiskur. Ég hef verið að safna lögum undanfarin ár, en fyrsta lagið á disknum er frá 2004 og það síðasta frá 2011.“ Spurður hvort hann hafi áður gefið út disk sem ber nafnið Collected Works Vol. 1, svarar Jónas því neitandi. „Sá diskur er ekki ennþá kominn út. Ég ákvað að vinda mér bara beint í Vol. 2,“ segir Jónas í léttum dúr. Collected Work Vol. 2 er hins vegar í boði á vef Gogoyoko og þar er bæði hægt að hlusta og kaupa, en sjálfur geisladiskurinn kemur út á næstunni. Jónas vinnur hjá þróunarsviði Utanríkisráðuneytisins ásamt því að kenna valfag í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Það er því vert að spyrja Jónas hvernig hann tvinni þessi störf við lagasmíðarnar og rappið. „Þetta tvinnast nú ekkert sérstaklega saman. Tónlistin er eitthvað sem ég geri á kvöldin þegar ég kem heim. Það er oft ekki mikið að gera þegar maður býr einn. Þá er fínt að setjast við tölvuna og gera tónlist,“ segir Jónas. Textasmíðarnar eru þó ekkert í líkingu við það sem maður heyrir hinn almenna rappara fjalla um. Í laginu „Atvinnukærasti“ rappar Jónas um að honum finnist gaman í Smáralind, hann hringi reglulega í ömmu sína og að hann eigi engar sögur af eiturlyfjum eða bílum. „Ég hringi í alvöru reglulega í ömmu mína og mér finnst gaman í Smáralind. Ég á heldur ekki bíl,“ segir Jónas, sem segist þó ekki sjálfur vera atvinnukærasti. „Ég er bara venjulegur strákur í venjulegri vinnu. Mér finnst alveg óþarfi að búa til einhverja glansímynd af einhverju sem er ekki, enda getur þetta verið fyndið og skemmtilegt líka.“ kristjana@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þessi diskur hefur blundað í mér í mörg ár,“ segir Jónas Haraldsson, tónlistarmaður, starfsmaður utanríkisráðuneytisins og stundakennari við Háskóla Íslands. Jónas hefur gefið út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu The Adventures. Plata Jónasar heitir Collected Works Vol. 2 en á henni eru sjö hip-hop og þrjú rapplög. „Ég hef lengi verið að gera tónlist en á síðustu árum hef ég náð að gera lög sem mér finnst í lagi, svo ég ákvað bara að láta á þetta reyna og hafa gaman af,“ segir Jónas. „Platan er í raun safndiskur. Ég hef verið að safna lögum undanfarin ár, en fyrsta lagið á disknum er frá 2004 og það síðasta frá 2011.“ Spurður hvort hann hafi áður gefið út disk sem ber nafnið Collected Works Vol. 1, svarar Jónas því neitandi. „Sá diskur er ekki ennþá kominn út. Ég ákvað að vinda mér bara beint í Vol. 2,“ segir Jónas í léttum dúr. Collected Work Vol. 2 er hins vegar í boði á vef Gogoyoko og þar er bæði hægt að hlusta og kaupa, en sjálfur geisladiskurinn kemur út á næstunni. Jónas vinnur hjá þróunarsviði Utanríkisráðuneytisins ásamt því að kenna valfag í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Það er því vert að spyrja Jónas hvernig hann tvinni þessi störf við lagasmíðarnar og rappið. „Þetta tvinnast nú ekkert sérstaklega saman. Tónlistin er eitthvað sem ég geri á kvöldin þegar ég kem heim. Það er oft ekki mikið að gera þegar maður býr einn. Þá er fínt að setjast við tölvuna og gera tónlist,“ segir Jónas. Textasmíðarnar eru þó ekkert í líkingu við það sem maður heyrir hinn almenna rappara fjalla um. Í laginu „Atvinnukærasti“ rappar Jónas um að honum finnist gaman í Smáralind, hann hringi reglulega í ömmu sína og að hann eigi engar sögur af eiturlyfjum eða bílum. „Ég hringi í alvöru reglulega í ömmu mína og mér finnst gaman í Smáralind. Ég á heldur ekki bíl,“ segir Jónas, sem segist þó ekki sjálfur vera atvinnukærasti. „Ég er bara venjulegur strákur í venjulegri vinnu. Mér finnst alveg óþarfi að búa til einhverja glansímynd af einhverju sem er ekki, enda getur þetta verið fyndið og skemmtilegt líka.“ kristjana@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira