Sýnir í einu stærsta hönnunarsafni heims 7. júlí 2011 13:30 Þórunn Árnadóttir hannaði kjól með QR-kóðum fyrir Svölu í Steed Lord. Fréttablaðið/Stefán Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Power of Making í Victoriu & Albert safninu í London, sem er eitt stærsta hönnunar- og listasafni heims. Þórunn er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í sýningunni með útskriftarverkefni sitt frá Royal College of Arts í London, QR U? Þórunn útskrifaðist með MA-gráðu í vöruhönnun frá skólanum í vor. Útskriftarverk hennar var meðal annars kjóll með QR-kóðum sem hægt er að skanna á snjallsíma. Mynstur QR-kóðanna var perlað á kjólinn. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni og senda ákveðin skilaboð um einstaklinginn," segir Þórunn og bætir við að hún hafi viljað athuga hvernig nota mætti perluverkið í nútímalegu samhengi. Þórunn gerði kjólinn fyrir Svölu Björgvinsdóttur í Steed Lord og segir að séu kóðarnir á kjólnum skannaðir birtist tónlist hljómsveitarinnar eða tónlistarmyndbönd. „Mér datt Svala í hug þegar ég ákvað að gera þetta verkefni. Mig langaði að vinna með hversu auðvelt er að kynna sig á netinu og nota samfélagsmiðla, eins og Facebook og Twitter, til að koma sér á framfæri. Steed Lord er dugleg að nota þessa miðla og Svölu leist vel á þetta," segir Þórunn, en Svala hefur þó enn ekki komið fram í kjólnum. „Hún er í rauninni að kynna sig í London með kjólnum." Nýlega lauk útskriftarsýningu Royal College of Arts þar sem kjóllinn var til sýnis en í september fer hann á V&A safnið þar sem hann verður til sýnis fram í janúar á næsta ári. Auk þess verður gríma með QR-kóðum til sýnis. „Á sýningunni verður samansafn af hönnun eftir fræga hönnuði og minna þekkta. Það er verið að safna saman handverki sem notað er á sérstakan hátt í nútímanum," útskýrir Þórunn og bætir við að sýningin sé sett upp í samstarfi V&A safnsins og breska handverksráðsins. Þórunn var einnig fengin til að hanna kynningarefni fyrir sýninguna og er eini þátttakandi sýningarinnar sem gerði það. „Ég gerði grímu með QR-kóða sem verður á plakati og útprentuðu efni fyrir sýninguna. Þegar fólk skannar grímuna fær það upplýsingar um sýninguna." martaf@frettabladid.is Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Power of Making í Victoriu & Albert safninu í London, sem er eitt stærsta hönnunar- og listasafni heims. Þórunn er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í sýningunni með útskriftarverkefni sitt frá Royal College of Arts í London, QR U? Þórunn útskrifaðist með MA-gráðu í vöruhönnun frá skólanum í vor. Útskriftarverk hennar var meðal annars kjóll með QR-kóðum sem hægt er að skanna á snjallsíma. Mynstur QR-kóðanna var perlað á kjólinn. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni og senda ákveðin skilaboð um einstaklinginn," segir Þórunn og bætir við að hún hafi viljað athuga hvernig nota mætti perluverkið í nútímalegu samhengi. Þórunn gerði kjólinn fyrir Svölu Björgvinsdóttur í Steed Lord og segir að séu kóðarnir á kjólnum skannaðir birtist tónlist hljómsveitarinnar eða tónlistarmyndbönd. „Mér datt Svala í hug þegar ég ákvað að gera þetta verkefni. Mig langaði að vinna með hversu auðvelt er að kynna sig á netinu og nota samfélagsmiðla, eins og Facebook og Twitter, til að koma sér á framfæri. Steed Lord er dugleg að nota þessa miðla og Svölu leist vel á þetta," segir Þórunn, en Svala hefur þó enn ekki komið fram í kjólnum. „Hún er í rauninni að kynna sig í London með kjólnum." Nýlega lauk útskriftarsýningu Royal College of Arts þar sem kjóllinn var til sýnis en í september fer hann á V&A safnið þar sem hann verður til sýnis fram í janúar á næsta ári. Auk þess verður gríma með QR-kóðum til sýnis. „Á sýningunni verður samansafn af hönnun eftir fræga hönnuði og minna þekkta. Það er verið að safna saman handverki sem notað er á sérstakan hátt í nútímanum," útskýrir Þórunn og bætir við að sýningin sé sett upp í samstarfi V&A safnsins og breska handverksráðsins. Þórunn var einnig fengin til að hanna kynningarefni fyrir sýninguna og er eini þátttakandi sýningarinnar sem gerði það. „Ég gerði grímu með QR-kóða sem verður á plakati og útprentuðu efni fyrir sýninguna. Þegar fólk skannar grímuna fær það upplýsingar um sýninguna." martaf@frettabladid.is
Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira