Hákarlinn sló í gegn 7. júlí 2011 14:30 Fjórtán ár kallast þessi frumlegi jakki. Mynd/Marino Thorlacius Ný herralína frá Sruli Recht hlaut frábærar viðtökur þegar hún var frumsýnd á tískusýningu í París á dögunum. Troðið var út að dyrum meðan á henni stóð og vöktu ljósmyndir Marinós Thorlacius af línunni sérstaka athygli sýningargesta. Á meðal þeirra var enginn annar en tónlistarmaðurinn heimskunni Lenny Kravitz, sem heillaðist svo af hönnun Sruli að hann gerði sér lítið fyrir og keypti heilu bílfarmana af munum úr línunni, jakka, leðurskyrtur, skartgripi og fleira. Kravitz hyggst klæðast þeim á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu í ár, í kjölfar útgáfu á níundu hljóðversplötu sinni Black and White America. Tónleikaferðalagið verður því án efa ein besta kynning sem starfandi hönnuður á Íslandi hefur fengið. Nýstárlegar nálganir við notkun á efnivið hafa vakið athygli á hönnun Sruli og er nýja línan þar engin undantekning. Þannig er leður úr hákarlaskrápi eitt af þeim hráefnum sem notuð eru í tískulínuna en línan samanstendur af hvorki meira né minna en hundrað hlutum og er innblástur sóttur í íslenska náttúru. Hún er því ein sú stærsta sem hefur verð gerð hérlendis og heilmikil vinna sem liggur að baki henni. „Við vorum hálft ár að ganga frá línunni en ef öll forvinna, það er hugmyndavinnna og fleira er tekin með í reikninginn spannar ferlið fjórtán ár," útskýrir Sruli, en til gamans má geta að einn jakkinn kallast Fjórtán ár og á heiti hans að endurspegla fjórtán ára reynslu hönnuðarins sjálfs af mynsturgerð. Við tekur nú mikil vinna við að ganga frá pöntunum og segist Sruli reikna með að þurfa að fjölga starfsfólki til að anna eftirspurn. „Satt best að segja sárvantar mig fleira saumafólk á vinnustofuna mína og er að leita að menntuðum reynsluboltum til að aðstoða mig." roald@frettabladid.is Tengdar fréttir Kravitz féll í stafi yfir Sruli Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz féll fyrir hönnun Sruli Recht þegar ný herralína hans var frumsýnd í París fyrir skemmstu. 7. júlí 2011 08:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Ný herralína frá Sruli Recht hlaut frábærar viðtökur þegar hún var frumsýnd á tískusýningu í París á dögunum. Troðið var út að dyrum meðan á henni stóð og vöktu ljósmyndir Marinós Thorlacius af línunni sérstaka athygli sýningargesta. Á meðal þeirra var enginn annar en tónlistarmaðurinn heimskunni Lenny Kravitz, sem heillaðist svo af hönnun Sruli að hann gerði sér lítið fyrir og keypti heilu bílfarmana af munum úr línunni, jakka, leðurskyrtur, skartgripi og fleira. Kravitz hyggst klæðast þeim á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu í ár, í kjölfar útgáfu á níundu hljóðversplötu sinni Black and White America. Tónleikaferðalagið verður því án efa ein besta kynning sem starfandi hönnuður á Íslandi hefur fengið. Nýstárlegar nálganir við notkun á efnivið hafa vakið athygli á hönnun Sruli og er nýja línan þar engin undantekning. Þannig er leður úr hákarlaskrápi eitt af þeim hráefnum sem notuð eru í tískulínuna en línan samanstendur af hvorki meira né minna en hundrað hlutum og er innblástur sóttur í íslenska náttúru. Hún er því ein sú stærsta sem hefur verð gerð hérlendis og heilmikil vinna sem liggur að baki henni. „Við vorum hálft ár að ganga frá línunni en ef öll forvinna, það er hugmyndavinnna og fleira er tekin með í reikninginn spannar ferlið fjórtán ár," útskýrir Sruli, en til gamans má geta að einn jakkinn kallast Fjórtán ár og á heiti hans að endurspegla fjórtán ára reynslu hönnuðarins sjálfs af mynsturgerð. Við tekur nú mikil vinna við að ganga frá pöntunum og segist Sruli reikna með að þurfa að fjölga starfsfólki til að anna eftirspurn. „Satt best að segja sárvantar mig fleira saumafólk á vinnustofuna mína og er að leita að menntuðum reynsluboltum til að aðstoða mig." roald@frettabladid.is
Tengdar fréttir Kravitz féll í stafi yfir Sruli Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz féll fyrir hönnun Sruli Recht þegar ný herralína hans var frumsýnd í París fyrir skemmstu. 7. júlí 2011 08:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Kravitz féll í stafi yfir Sruli Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz féll fyrir hönnun Sruli Recht þegar ný herralína hans var frumsýnd í París fyrir skemmstu. 7. júlí 2011 08:00