„Mjög sláandi“ Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. júlí 2011 08:00 Fréttablaðið greindi frá því í gær að ríkistjórnin væri tæplega hálfnuð með áform sín um að fækka ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent. Þegar hefur þeim fækkað um 30, sem samsvarar um 15 prósentum, en ríkisstofnanirnar voru 200. Fyrir lok næsta árs á að vera búið að fækka þeim um 30-50 í viðbót. Þetta er mikilsverður árangur í því verkefni að vinda ofan af þeirri gífurlegu útþenslu ríkisins sem átti sér stað á áratugnum fyrir hrun. Í hinu þægilega starfsumhverfi stjórnmálamannanna, þar sem skattpeningarnir ultu inn, var auðvelt að segja já við tillögum um nýjar stofnanir og fleiri störf hjá ríkinu, án þess að hugsa út í afleiðingarnar ef tekjurnar brysti skyndilega. Fjöldi stofnananna segir ekki alla söguna um árangurinn í þessu nauðsynlega verki. Sameining verður að hafa í för með sér hagræðingu og gerir það vafalaust með fækkun stjórnenda, en það dugir ekki til. Ætli menn að vinda ofan af vitleysu góðæristímans er óhjákvæmilegt að fækka störfum hjá ríkinu. Það er að sjálfsögðu aldrei auðvelt verkefni að fækka starfsfólki, sérstaklega ef grípa þarf til uppsagna. En tölurnar setja málið í samhengi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fjölgaði stöðugildum hjá ríkinu, þar með talið hjá opinberum hlutafélögum, um 38% á árunum 1999 til 2008. Hvar eru menn staddir í að vinda ofan af þeirri fjölgun? Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á þingi í desember síðastliðnum hefur stöðugildum hjá ríkinu fækkað um tæp 5% frá 2008. Sums staðar hefur raunar verið óhjákvæmilegt að fjölga ríkisstarfsmönnum eftir hrun, t.d. hjá nýjum embættum sérstaks saksóknara og umboðsmanns skuldara, og hjá stofnun á borð við Íbúðalánasjóð, sem þarf mannskap til að takast á við endurskipulagningu lána. Fjölgun hjá þessum stofnunum er væntanlega tímabundin og hægt að draga saman seglin á nýjan leik þegar frá líður. Þótt allir sæmilega ábyrgir stjórnmálamenn ættu að geta verið sammála um að fækkun ríkisstarfsmanna sé óhjákvæmileg, stökkva stjórnmálamenn í vörn þegar sparnaðurinn snertir atvinnugrein, hóp eða landsvæði sem þeir bera fyrir brjósti. Landsbyggðarþingmönnum fannst til dæmis ákaflega óréttlátt hvernig hagræðing í heilbrigðiskerfinu og víðar í ríkisrekstrinum kom niður á kjördæmunum þeirra. Þegar Steingrímur fjármálaráðherra upplýsti á þingi að af 545 stöðugildum sem hurfu hjá ríkinu væru 300 á landsbyggðinni sagði Ásbjörn Óttarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, það „mjög sláandi“. Hann kemur reyndar úr Norðvesturkjördæmi, þar sem ríkisstarfsmönnum fjölgaði um 162% á árunum 1999-2008, jafnmikið og í Norðausturkjördæmi og svolítið meira en í Suðurkjördæmi. Á sama tíma fjölgaði ríkisstarfsmönnum í Reykjavík um tæpan fjórðung og í Suðvesturkjördæmi um 12%. Hluti af hinu þægilega starfsumhverfi stjórnmálamannanna var nefnilega að reka „byggðastefnu“ með því að fjölga störfum á landsbyggðinni á kostnað skattgreiðenda með fullkomlega óforsvaranlegum hætti. Engum fannst það víst þá „mjög sláandi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Fréttablaðið greindi frá því í gær að ríkistjórnin væri tæplega hálfnuð með áform sín um að fækka ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent. Þegar hefur þeim fækkað um 30, sem samsvarar um 15 prósentum, en ríkisstofnanirnar voru 200. Fyrir lok næsta árs á að vera búið að fækka þeim um 30-50 í viðbót. Þetta er mikilsverður árangur í því verkefni að vinda ofan af þeirri gífurlegu útþenslu ríkisins sem átti sér stað á áratugnum fyrir hrun. Í hinu þægilega starfsumhverfi stjórnmálamannanna, þar sem skattpeningarnir ultu inn, var auðvelt að segja já við tillögum um nýjar stofnanir og fleiri störf hjá ríkinu, án þess að hugsa út í afleiðingarnar ef tekjurnar brysti skyndilega. Fjöldi stofnananna segir ekki alla söguna um árangurinn í þessu nauðsynlega verki. Sameining verður að hafa í för með sér hagræðingu og gerir það vafalaust með fækkun stjórnenda, en það dugir ekki til. Ætli menn að vinda ofan af vitleysu góðæristímans er óhjákvæmilegt að fækka störfum hjá ríkinu. Það er að sjálfsögðu aldrei auðvelt verkefni að fækka starfsfólki, sérstaklega ef grípa þarf til uppsagna. En tölurnar setja málið í samhengi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fjölgaði stöðugildum hjá ríkinu, þar með talið hjá opinberum hlutafélögum, um 38% á árunum 1999 til 2008. Hvar eru menn staddir í að vinda ofan af þeirri fjölgun? Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á þingi í desember síðastliðnum hefur stöðugildum hjá ríkinu fækkað um tæp 5% frá 2008. Sums staðar hefur raunar verið óhjákvæmilegt að fjölga ríkisstarfsmönnum eftir hrun, t.d. hjá nýjum embættum sérstaks saksóknara og umboðsmanns skuldara, og hjá stofnun á borð við Íbúðalánasjóð, sem þarf mannskap til að takast á við endurskipulagningu lána. Fjölgun hjá þessum stofnunum er væntanlega tímabundin og hægt að draga saman seglin á nýjan leik þegar frá líður. Þótt allir sæmilega ábyrgir stjórnmálamenn ættu að geta verið sammála um að fækkun ríkisstarfsmanna sé óhjákvæmileg, stökkva stjórnmálamenn í vörn þegar sparnaðurinn snertir atvinnugrein, hóp eða landsvæði sem þeir bera fyrir brjósti. Landsbyggðarþingmönnum fannst til dæmis ákaflega óréttlátt hvernig hagræðing í heilbrigðiskerfinu og víðar í ríkisrekstrinum kom niður á kjördæmunum þeirra. Þegar Steingrímur fjármálaráðherra upplýsti á þingi að af 545 stöðugildum sem hurfu hjá ríkinu væru 300 á landsbyggðinni sagði Ásbjörn Óttarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, það „mjög sláandi“. Hann kemur reyndar úr Norðvesturkjördæmi, þar sem ríkisstarfsmönnum fjölgaði um 162% á árunum 1999-2008, jafnmikið og í Norðausturkjördæmi og svolítið meira en í Suðurkjördæmi. Á sama tíma fjölgaði ríkisstarfsmönnum í Reykjavík um tæpan fjórðung og í Suðvesturkjördæmi um 12%. Hluti af hinu þægilega starfsumhverfi stjórnmálamannanna var nefnilega að reka „byggðastefnu“ með því að fjölga störfum á landsbyggðinni á kostnað skattgreiðenda með fullkomlega óforsvaranlegum hætti. Engum fannst það víst þá „mjög sláandi“.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun