Fljótlegt að hoppa í kjól 5. júlí 2011 20:00 Hanna Rún. Fréttablaðið/GVA Ég er mikil kjólamanneskja og finnst það afar þægilegur klæðnaður, það er svo fljótlegt að hoppa í þá," segir Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum. Hanna Rún hefur nýlega blómi á sig bætt en hún varð í fjórða sæti í latneskum dönsum í danskeppninni í Blackpool á Englandi. „Jú, ég á nokkuð marga danskjóla, átta stykki, en það er alls ekki óalgengt að stelpurnar sem eru að keppa eigi bara einn kjól. Mér finnst þægilegt að geta átt kjóla til skiptanna og þeir eru afar mismunandi. Nýjasti kjóllinn minn er mjög klassískur, lokaður í bakið og nær alveg upp í háls og svo á ég annan sem er í raun bara brjóstahaldari og pils," segir Hanna en G. Elsa Ásgeirsdóttir saumar alla hennar kjóla. Dagsdaglega er Hanna Rún annað hvort í blómakjólum eða svörtum fatnaði og hún er hrifin af tígrismynstri. Kjólinn sem hún klæðist á myndinni keypti hún fyrir tveimur árum erlendis. „Ég er alltaf á hælaskóm og á endalaust mikið af beltum. Mér finnst mjög gaman að hafa mig til." juliam@frettabladid.is Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Ég er mikil kjólamanneskja og finnst það afar þægilegur klæðnaður, það er svo fljótlegt að hoppa í þá," segir Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum. Hanna Rún hefur nýlega blómi á sig bætt en hún varð í fjórða sæti í latneskum dönsum í danskeppninni í Blackpool á Englandi. „Jú, ég á nokkuð marga danskjóla, átta stykki, en það er alls ekki óalgengt að stelpurnar sem eru að keppa eigi bara einn kjól. Mér finnst þægilegt að geta átt kjóla til skiptanna og þeir eru afar mismunandi. Nýjasti kjóllinn minn er mjög klassískur, lokaður í bakið og nær alveg upp í háls og svo á ég annan sem er í raun bara brjóstahaldari og pils," segir Hanna en G. Elsa Ásgeirsdóttir saumar alla hennar kjóla. Dagsdaglega er Hanna Rún annað hvort í blómakjólum eða svörtum fatnaði og hún er hrifin af tígrismynstri. Kjólinn sem hún klæðist á myndinni keypti hún fyrir tveimur árum erlendis. „Ég er alltaf á hælaskóm og á endalaust mikið af beltum. Mér finnst mjög gaman að hafa mig til." juliam@frettabladid.is
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira