Kjötkatli lokað Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. júní 2011 09:00 Alþingismenn tóku rétta ákvörðun þegar þeir urðu sammála um að hætta að úthluta sjálfir alls konar smástyrkjum til góðra mála, eins og venjan hefur verið lengi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur fjárlaganefnd nú ákveðið að færa þessa úthlutun frá þinginu og í hendur sjóða, sveitarfélaga og ráðuneyta. Sjálfsagt hafa mörg verkefni sem Alþingi hefur styrkt með nokkur hundruð þúsund krónum eða jafnvel fáeinum milljónum verið þjóðþrifaverk. Á lista þessa árs kennir margra grasa; það er verið að gera upp gamla eikarbáta, útrýma lúpínu og skógarkerfli, gera byggða- og sögusöfnum til góða, styrkja lista- og menningarstarfsemi, vernda landnámshænuna og hjálpa heimilislausum köttum svo dæmi séu nefnd. Hins vegar er alveg ástæðulaust að alþingismenn séu sjálfir að vasast í þessari styrkjastarfsemi. Í fyrsta lagi er tíma þingsins betur varið í að leggja hinar stóru línur í fjárlagavinnunni. Fjárlaganefnd, og í sumum tilvikum málefnanefndir þingsins, hefur varið allt of löngum tíma í að hitta umsækjendur um styrki og fara yfir umsóknir. Í öðru lagi eru þingmenn ekki endilega þeir sem hafa bezta þekkingu á viðkomandi málaflokki og geta metið hvar peninganna er mest þörf. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði í umræðum á þingi síðastliðinn vetur að hún og aðrir í þingsalnum hefðu „engin efnisleg rök til að skipta þessum fjármunum á milli margra verðugra". Mun líklegra er að stjórnir lögbundinna sjóða, menningarráð sveitarfélaga og starfsmenn ráðuneyta hafi faglegar forsendur til að meta umsóknirnar. Í þriðja lagi er með þessari breytingu tekin sú freisting af þingmönnum að nýta þennan kjötketil upp á nokkur hundruð milljónir til kjördæmapots og atkvæðakaupa. Oddný Harðardóttir segir í Fréttablaðinu í gær að uppi hafi verið „orðrómur" um að „þingmenn noti þetta til að hygla sínu kjördæmi og vinum sínum jafnvel". Þetta er kurteislega orðað. Þeir sem fylgjast náið með pólitík vita að þetta er meira en orðrómur. Með þessari breytingu mun það loks eiga við, eins og Oddný bendir á, að stjórnsýslulög munu eiga við um þau stjórnvöld sem úthluta styrkjunum og þau geta þar af leiðandi þurft að rökstyðja úthlutanirnar. Alþingi er undanþegið stjórnsýslulögum og þarf ekki að skýra ákvarðanir sínar. Jafnframt verða væntanlega gerðar meiri kröfur til þess að styrkþegarnir sýni fram á að styrkjunum hafi verið varið eins og til var ætlazt. Allt er þetta þess vegna í þágu gegnsæis og betri meðferðar á almannafé. Kannski sparast meira að segja einhverjar krónur, af því að Alþingi verður nízkara á „safnliðina" þegar það getur ekki lengur úthlutað þeim sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun
Alþingismenn tóku rétta ákvörðun þegar þeir urðu sammála um að hætta að úthluta sjálfir alls konar smástyrkjum til góðra mála, eins og venjan hefur verið lengi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur fjárlaganefnd nú ákveðið að færa þessa úthlutun frá þinginu og í hendur sjóða, sveitarfélaga og ráðuneyta. Sjálfsagt hafa mörg verkefni sem Alþingi hefur styrkt með nokkur hundruð þúsund krónum eða jafnvel fáeinum milljónum verið þjóðþrifaverk. Á lista þessa árs kennir margra grasa; það er verið að gera upp gamla eikarbáta, útrýma lúpínu og skógarkerfli, gera byggða- og sögusöfnum til góða, styrkja lista- og menningarstarfsemi, vernda landnámshænuna og hjálpa heimilislausum köttum svo dæmi séu nefnd. Hins vegar er alveg ástæðulaust að alþingismenn séu sjálfir að vasast í þessari styrkjastarfsemi. Í fyrsta lagi er tíma þingsins betur varið í að leggja hinar stóru línur í fjárlagavinnunni. Fjárlaganefnd, og í sumum tilvikum málefnanefndir þingsins, hefur varið allt of löngum tíma í að hitta umsækjendur um styrki og fara yfir umsóknir. Í öðru lagi eru þingmenn ekki endilega þeir sem hafa bezta þekkingu á viðkomandi málaflokki og geta metið hvar peninganna er mest þörf. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði í umræðum á þingi síðastliðinn vetur að hún og aðrir í þingsalnum hefðu „engin efnisleg rök til að skipta þessum fjármunum á milli margra verðugra". Mun líklegra er að stjórnir lögbundinna sjóða, menningarráð sveitarfélaga og starfsmenn ráðuneyta hafi faglegar forsendur til að meta umsóknirnar. Í þriðja lagi er með þessari breytingu tekin sú freisting af þingmönnum að nýta þennan kjötketil upp á nokkur hundruð milljónir til kjördæmapots og atkvæðakaupa. Oddný Harðardóttir segir í Fréttablaðinu í gær að uppi hafi verið „orðrómur" um að „þingmenn noti þetta til að hygla sínu kjördæmi og vinum sínum jafnvel". Þetta er kurteislega orðað. Þeir sem fylgjast náið með pólitík vita að þetta er meira en orðrómur. Með þessari breytingu mun það loks eiga við, eins og Oddný bendir á, að stjórnsýslulög munu eiga við um þau stjórnvöld sem úthluta styrkjunum og þau geta þar af leiðandi þurft að rökstyðja úthlutanirnar. Alþingi er undanþegið stjórnsýslulögum og þarf ekki að skýra ákvarðanir sínar. Jafnframt verða væntanlega gerðar meiri kröfur til þess að styrkþegarnir sýni fram á að styrkjunum hafi verið varið eins og til var ætlazt. Allt er þetta þess vegna í þágu gegnsæis og betri meðferðar á almannafé. Kannski sparast meira að segja einhverjar krónur, af því að Alþingi verður nízkara á „safnliðina" þegar það getur ekki lengur úthlutað þeim sjálft.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun