Sáttaleiðin Ólafur Stephensen skrifar 22. júní 2011 06:00 Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur nú sagt sitt álit á hugmyndum ríkisstjórnarinnar um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er mjög samhljóða skýrslu innlendra hagfræðinga, sem sjávarútvegsráðherra fékk til að rýna frumvarp sitt til breytinga á fiskveiðistjórnunarlögunum. Hagfræðingar OECD vara þannig eindregið við breytingum á kvótakerfinu í þágu byggða- og félagslegra sjónarmiða, sem dragi úr hagkvæmni kerfisins. Þeir eru jafnframt sammála hagfræðinganefnd sjávarútvegsráðherra um þá óhagkvæmni og sóun sem þegar á sér stað vegna byggðakvóta og strandveiða. OECD bendir réttilega á að nú sé orðið of seint að gera nokkuð við hinu upphaflega ranglæti kvótakerfisins, þegar útgerðarmönnum voru afhent mikil verðmæti án þess að nokkurt gjald kæmi fyrir. Yrði sú leið farin að fyrna núverandi veiðiheimildir, sem flestar útgerðir keyptu á markaðsverði, væri afleiðingin nýtt óréttlæti. OECD hvetur hins vegar til þess að auðlindagjaldið verði hækkað, þó ekki svo mikið að útgerðarfyrirtækin standi ekki undir því. Þetta er sömuleiðis í takt við niðurstöður hagfræðinganefndarinnar, sem sagði hækkun veiðigjaldsins í frumvarpi sjávarútvegsráðherra hóflega eina og sér, ef ekki kæmu líka til allar þær breytingar sem augljóslega munu bitna á hagkvæmni í atvinnugreininni. Hagfræðingar OECD benda á að hækkun veiðigjaldsins sé leið til að auka sátt um fiskveiðistjórnarkerfið. Atvinnugreinin tæki á sig aukna skattlagningu, en fengi á móti meiri vissu um að hún héldi veiðiréttindunum. Út úr áliti hagfræðinganna, bæði þeirra sem unnu álitsgerðina fyrir sjávarútvegsráðherra og þeirra sem starfa fyrir OECD, má lesa að skynsamlega leiðin til sátta í sjávarútveginum er að hækka veiðileyfagjaldið en hreyfa sem minnst við öðrum þáttum kvótakerfisins. Þannig er komið til móts við það sjálfsagða réttlætissjónarmið að útgerðin greiði þjóðinni fyrir afnotarétt sinn af auðlindinni. Þannig er sömuleiðis tryggt að sjávarútvegurinn sé áfram arðbær atvinnugrein sem stendur undir slíkri gjaldtöku. Í stjórnarliðinu er farið að örla á skilningi á því að þessar hugmyndir eru skynsamlegri en þær sem lentu inni í frumvarpi sjávarútvegsráðherra og geta stórskaðað eina af undirstöðuatvinnugreinum landsmanna. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur þannig talað fyrir því að byrjað verði á málinu upp á nýtt og tryggt að hér starfi arðbær sjávarútvegur sem standi undir hagsæld þjóðarinnar. Því verður satt að segja ekki trúað að enn sé meirihluti fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra á Alþingi eftir að jafnýtarleg og vel rökstudd gagnrýni hefur komið fram um efnahagslegar afleiðingar þess. Þeim sem vilja halda málinu til streitu getur ekki verið alvara þegar þeir segjast vilja bæta lífskjörin á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur nú sagt sitt álit á hugmyndum ríkisstjórnarinnar um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er mjög samhljóða skýrslu innlendra hagfræðinga, sem sjávarútvegsráðherra fékk til að rýna frumvarp sitt til breytinga á fiskveiðistjórnunarlögunum. Hagfræðingar OECD vara þannig eindregið við breytingum á kvótakerfinu í þágu byggða- og félagslegra sjónarmiða, sem dragi úr hagkvæmni kerfisins. Þeir eru jafnframt sammála hagfræðinganefnd sjávarútvegsráðherra um þá óhagkvæmni og sóun sem þegar á sér stað vegna byggðakvóta og strandveiða. OECD bendir réttilega á að nú sé orðið of seint að gera nokkuð við hinu upphaflega ranglæti kvótakerfisins, þegar útgerðarmönnum voru afhent mikil verðmæti án þess að nokkurt gjald kæmi fyrir. Yrði sú leið farin að fyrna núverandi veiðiheimildir, sem flestar útgerðir keyptu á markaðsverði, væri afleiðingin nýtt óréttlæti. OECD hvetur hins vegar til þess að auðlindagjaldið verði hækkað, þó ekki svo mikið að útgerðarfyrirtækin standi ekki undir því. Þetta er sömuleiðis í takt við niðurstöður hagfræðinganefndarinnar, sem sagði hækkun veiðigjaldsins í frumvarpi sjávarútvegsráðherra hóflega eina og sér, ef ekki kæmu líka til allar þær breytingar sem augljóslega munu bitna á hagkvæmni í atvinnugreininni. Hagfræðingar OECD benda á að hækkun veiðigjaldsins sé leið til að auka sátt um fiskveiðistjórnarkerfið. Atvinnugreinin tæki á sig aukna skattlagningu, en fengi á móti meiri vissu um að hún héldi veiðiréttindunum. Út úr áliti hagfræðinganna, bæði þeirra sem unnu álitsgerðina fyrir sjávarútvegsráðherra og þeirra sem starfa fyrir OECD, má lesa að skynsamlega leiðin til sátta í sjávarútveginum er að hækka veiðileyfagjaldið en hreyfa sem minnst við öðrum þáttum kvótakerfisins. Þannig er komið til móts við það sjálfsagða réttlætissjónarmið að útgerðin greiði þjóðinni fyrir afnotarétt sinn af auðlindinni. Þannig er sömuleiðis tryggt að sjávarútvegurinn sé áfram arðbær atvinnugrein sem stendur undir slíkri gjaldtöku. Í stjórnarliðinu er farið að örla á skilningi á því að þessar hugmyndir eru skynsamlegri en þær sem lentu inni í frumvarpi sjávarútvegsráðherra og geta stórskaðað eina af undirstöðuatvinnugreinum landsmanna. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur þannig talað fyrir því að byrjað verði á málinu upp á nýtt og tryggt að hér starfi arðbær sjávarútvegur sem standi undir hagsæld þjóðarinnar. Því verður satt að segja ekki trúað að enn sé meirihluti fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra á Alþingi eftir að jafnýtarleg og vel rökstudd gagnrýni hefur komið fram um efnahagslegar afleiðingar þess. Þeim sem vilja halda málinu til streitu getur ekki verið alvara þegar þeir segjast vilja bæta lífskjörin á Íslandi.