Aðgengilegra hjá Arctic 2. júní 2011 04:00 Nýjasta plata Alex Turner og félaga í Arctic Monkeys kemur út eftir helgi. nordicphotos/afp Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síðasta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er heldur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveitin naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódíurnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara. Arctic Monkeys var stofnuð árið 2002 af sextán og sautján ára unglingum frá borginni Sheffield, þeim Alex Turner, James Cook, Nick O’Malley og Matt Helders. Strákarnir vöktu fljótt mikla athygli á netinu, þar á meðal á Myspace. Fjölmiðlar tóku við sér og fóru að hefja þá upp til skýjana sem næstu rokkstjörnur Bretlandseyja. Útgáfufyrirtækið Domino samdi við sveitina og gaf árið 2005 út fyrstu smáskífuna, I Bet You Look Good on the Dancefloor, sem fór beint á topp breska smáskífulistans. Það gerði einnig næsta smáskífa, When the Sun Goes Down. Væntingarnar voru því miklar fyrir fyrstu plötuna en salan fór fram úr björtustu vonum. Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not setti met með því að seljast hraðast allra frumburða í breskri útgáfusögu, í yfir 350 þúsund eintökum á fyrstu vikunni. Sló hún þar með út fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe. Í Bandaríkjunum fékk platan ágætar viðtökur. Lofið var þó ekki jafnmikið og hjá bresku pressunni, sem stundum fer offari í að hefja nýjar hljómsveitir upp til skýjanna. Næsta plata, Favourite Worst Nightmare, fór á topp breska listans eins og sú fyrri og styrkti stöðu Arctic Monkeys sem einn besta unga sveit Bretlands. Bresku blöðin voru yfir sig hrifin og til að mynda fékk platan fullt hús stiga hjá tímaritinu Q. Sömuleiðis var hún tilnefnd til bresku Mercury-verðlaunanna. Humbug, sem kom út 2009, var töluvert öðruvísi en fyrri verk sveitarinnar. Hljómurinn var eilítið myrkari en áður þar sem gítaráhrif Josh Homme voru áberandi. Gagnrýnendur voru engu að síður sáttir og gáfu strákunum plús í kladdann fyrir að víkka sjóndeildarhringinn og þroskast aðeins í leiðinni. Arctic Monkeys fylgir Suck It and See eftir með spilamennsku á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar, þar á meðal á Benicassim á Spáni, á Rock Werchter í Belgíu og á Lollapalooza í Bandaríkjunum. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síðasta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er heldur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveitin naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódíurnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara. Arctic Monkeys var stofnuð árið 2002 af sextán og sautján ára unglingum frá borginni Sheffield, þeim Alex Turner, James Cook, Nick O’Malley og Matt Helders. Strákarnir vöktu fljótt mikla athygli á netinu, þar á meðal á Myspace. Fjölmiðlar tóku við sér og fóru að hefja þá upp til skýjana sem næstu rokkstjörnur Bretlandseyja. Útgáfufyrirtækið Domino samdi við sveitina og gaf árið 2005 út fyrstu smáskífuna, I Bet You Look Good on the Dancefloor, sem fór beint á topp breska smáskífulistans. Það gerði einnig næsta smáskífa, When the Sun Goes Down. Væntingarnar voru því miklar fyrir fyrstu plötuna en salan fór fram úr björtustu vonum. Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not setti met með því að seljast hraðast allra frumburða í breskri útgáfusögu, í yfir 350 þúsund eintökum á fyrstu vikunni. Sló hún þar með út fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe. Í Bandaríkjunum fékk platan ágætar viðtökur. Lofið var þó ekki jafnmikið og hjá bresku pressunni, sem stundum fer offari í að hefja nýjar hljómsveitir upp til skýjanna. Næsta plata, Favourite Worst Nightmare, fór á topp breska listans eins og sú fyrri og styrkti stöðu Arctic Monkeys sem einn besta unga sveit Bretlands. Bresku blöðin voru yfir sig hrifin og til að mynda fékk platan fullt hús stiga hjá tímaritinu Q. Sömuleiðis var hún tilnefnd til bresku Mercury-verðlaunanna. Humbug, sem kom út 2009, var töluvert öðruvísi en fyrri verk sveitarinnar. Hljómurinn var eilítið myrkari en áður þar sem gítaráhrif Josh Homme voru áberandi. Gagnrýnendur voru engu að síður sáttir og gáfu strákunum plús í kladdann fyrir að víkka sjóndeildarhringinn og þroskast aðeins í leiðinni. Arctic Monkeys fylgir Suck It and See eftir með spilamennsku á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar, þar á meðal á Benicassim á Spáni, á Rock Werchter í Belgíu og á Lollapalooza í Bandaríkjunum. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira