Frystur skötuselur með grásleppuhrognum 14. maí 2011 00:01 Örþunnar skötuselssneiðarnar og gljáandi grásleppuhrognin harmónera vel við grænan selleríkarapísinn. Skötuselsþynnur með grásleppuhrognum frá Borgarfirði eystri, grænu selleríi og íslensku vori.Skötuselsþynnur Fáið ferskan og flottan skötusel, snyrtið og frystið, og skerið í eins þunnar sneiðar og mögulegt er. Kryddið með salti.Grásleppuhrogn Best er að rúnta niður að höfn og sjá hvort þið fáið góðhjartaðan grásleppusjómann til að gefa ykkur fersk hrogn. Þegar heim er komið eru þau tekin úr hrognasekknum, skoluð og söltuð með 20 g af salti á móti 1 kg af hrognum. Yndislegt alveg hreint!Selleríkrapís1 kg skrælt og maukað sellerí2 l vatn200 g glúkósasíróp200 g sykur8 blöð matarlím Leggið matarlím í bleyti. Sjóðið saman vatn, sykur og glúkósasíróp, bætið matarlími saman við og kælið niður. Blandið sellerímauki og sykurlegi saman og smakkið til með örlitlum sítrónusafa og salti.Annað Tínið til jurtir og blóm sem finnast í garðinum og næsta nágrenni. Ég notaði skessujurt, hvönn, morgunfrú, skjaldfléttu og sólberjabrum. Gætið þess þó að skola jurtirnar vel áður en þær eru bornar fram. Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Skötuselsþynnur með grásleppuhrognum frá Borgarfirði eystri, grænu selleríi og íslensku vori.Skötuselsþynnur Fáið ferskan og flottan skötusel, snyrtið og frystið, og skerið í eins þunnar sneiðar og mögulegt er. Kryddið með salti.Grásleppuhrogn Best er að rúnta niður að höfn og sjá hvort þið fáið góðhjartaðan grásleppusjómann til að gefa ykkur fersk hrogn. Þegar heim er komið eru þau tekin úr hrognasekknum, skoluð og söltuð með 20 g af salti á móti 1 kg af hrognum. Yndislegt alveg hreint!Selleríkrapís1 kg skrælt og maukað sellerí2 l vatn200 g glúkósasíróp200 g sykur8 blöð matarlím Leggið matarlím í bleyti. Sjóðið saman vatn, sykur og glúkósasíróp, bætið matarlími saman við og kælið niður. Blandið sellerímauki og sykurlegi saman og smakkið til með örlitlum sítrónusafa og salti.Annað Tínið til jurtir og blóm sem finnast í garðinum og næsta nágrenni. Ég notaði skessujurt, hvönn, morgunfrú, skjaldfléttu og sólberjabrum. Gætið þess þó að skola jurtirnar vel áður en þær eru bornar fram.
Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira