37 ára gamall karlmaður var handtekinn í miðborg Óðinsvéa í gær, grunaður um morð á hjónum í skóglendi í nágrenni borgarinnar fyrir tæpum mánuði.
Morðin vöktu mikinn óhug um land allt, en rannsóknin gekk hægt framan af. Eftir að munir úr eigu fórnarlambanna fundust fór hringurinn hins vegar að þrengjast og gaf lögregla út lýsingu á manni fyrr í vikunni, sem leiddi til handtökunnar í gær.
Hinn handtekni er kunnur lögreglu fyrir smáglæpi, en ekkert hefur verið gefið út um mögulega ástæðu fyrir verknaðinum.- þj
Grunaður um morð á hjónum
