Lífskjarasóknin er hafin 7. maí 2011 08:00 Þáttaskil hafa nú orðið í endurreisnarferli íslensks efnahagslífs. Tveggja ára samdráttarskeiði, eftir eitt alvarlegasta efnahagshrun hagsögunnar, er lokið og hagur landsmanna vænkast nú á ný. Vextir og verðbólga hafa ekki verið lægri í áraraðir og gengi krónunnar er stöðugt. Með undirritun kjarasamninga til þriggja ára á almennum vinnumarkaði hafa skapast mikilvægar forsendur til verja þennan góða árangur og hefja kraftmikla lífskjarasókn fyrir landsmenn. Með kjarasamningunum, og þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hét að beita sér fyrir á grundvelli þeirra, eru launafólki, lífeyrisþegum og atvinnulausum tryggðar verulegar kjarabætur og stigið er stórt skref í að bæta kaupmátt almennings eftir þá erfiðleika sem á dundu í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Samhliða auknum kjarabótum fela samningarnir í sér skuldbindingu ríkissjóðs um að fara í verulegar aðgerðir til stóreflingar velferðarkerfisins og örvunar í hagkerfinu. Góður árangur ríkisstjórnarinnar við stjórn ríkisfjármála og árangursríkar aðgerðir síðastliðin tvö og hálft ár sem dregið hafa stórlega úr hallarekstri ríkissjóðs gerir það að verkum að hann er í stöðu til að standa að baki launamönnum og atvinnulífi með umfangsmiklum aðgerðum. Með því skapast góð hagvaxtarskilyrði, bætt lífskjör og betra samfélag. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamningana er viðamikil en helstu atriðin eru þessi: Betri kjör – aukin menntun – meiri velferðSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.Bætur almannatrygginga verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir. Atvinnuleysisbætur verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir. Fjármögnun fæðingarorlofssjóðs verður tryggð og staða sjóðsins styrkt. Persónuafsláttur verður hækkaður og verðbættur frá og með 2012. Tekju– og eignatengingar barna- og vaxtabóta verða endurskoðaðar. Árleg framlög til menntakerfisins alls verða aukin um tæpa tvo og hálfan milljarð króna. Heildstætt nám í fjarkennslu verður í boði á framhaldsskólastigi. Sköpuð verða námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og í framhaldsfræðslu. Starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur verður fjölgað um allt að 1.500 árið 2011 þannig að heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem njóta slíkra úrræða tvöfaldist. Lögum um vinnumarkaðsaðgerðir verður breytt á þann hátt að bótatímabil einstaklinga í starfstengdum úrræðum verður ekki skert. Stofnaður verður þróunarsjóður til að efla starfstengt nám á framhaldsskóla- og háskólastigi og þróa styttri námsbrautir. Í hann verða lagðar 300 milljónir króna á ári næstu þrjú árin. Gerðar verða breytingar á lögum til að tryggja réttindi launafólks við aðilaskipti á fyrirtækjum er varða launakjör, starfsskilyrði og vernd gegn uppsögnum. Lögum um opinber innkaup verður breytt til þess að tryggja betur réttindi starfsmanna þeirra sem selja vöru og þjónustu til ríkissjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður verður efldur. Nýtt húsnæðisbótakerfi útfært. Til viðbótar þessum kjarabótum hefur þegar verið ákveðið að greiða 18 milljarða króna í vaxtabætur fyrir árin 2011 og 2012 sem gerir í heild 36 milljarða króna. Aðgerðum vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja verður fylgt eftir af festu. Örvun atvinnulífsins – sókn í atvinnumálumStöðugleiki á vinnumarkaði og í efnahagslífi verður tryggður með kjarasamningum til þriggja ára. Atvinnuleysi á að lækka í 4-5% á samningstímanum. Útgjöld vegna opinberra framkvæmda verða aukin um 13 milljarða til ársloka 2012. Á fjárlögum 2011 er gert ráð fyrir 21 milljarði króna í opinberar framkvæmdir. Atvinnutryggingagjald fyrirtækja verður lækkað úr 3,81% niður í allt að 2,15% á samningstímabilinu í takt við þróun atvinnuleysis. Fjármálaráðherra mun leggja fram tillögur til lagabreytingar á vorþingi sem miðar að einfaldara og bættu skattaumhverfi fyrirtækja og einstaklinga í rekstri. Ný fjárfestingaráætlun miðar að því að auka fjárfestingar úr 13% af landsframleiðslu í 20% á tímabilinu. 300 milljónum króna verður varið árlega næstu þrjú árin til markaðssetningar erlendis á Íslandi sem eftirsóknarverðum ferðamannastað. Rammaáætlun og vatnalög verða afgreidd fyrir næsta vetur. Stefnt að a.m.k tveimur umfangsmiklum fjárfestingaverkefnum í orkufrekum iðnaði. Átakið allir vinna framlengt, a.m.k út árið 2012. Efnt til klasasamstarfs og samkeppnissjóðir á sviði menntamála, heilbrigðis- og velferðarmála, orku- og umhverfismála efldir. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins efldur til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum og Tækniþróunarsjóði gert kleift að aðstoða fyrirtæki í hugbúnaðar- og hátækni til að auka útflutning. Nýtum sóknarfærinHér er aðeins drepið á helstu sóknarfærin sem nýgerðir kjarasamningar og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar fela í sér fyrir land og þjóð. Stóra tækifærið fyrir Ísland, bæði fyrirtækin, heimilin og okkur öll sem þjóð, liggur hins vegar í því að nýta þau þáttaskil sem nú eru orðin í þróun efnahagslífins og í endurreisnarstarfinu frá hruni til að sækja sameiginlega fram. Segjum nú skilið við hugarfar kreppu og hruns, horfum bjartsýnum augum á þá óþrjótandi möguleika sem Ísland býður upp á og tökum til hendinni við uppbyggingarstarfið. Nú eru sóknarfærin svo sannarlega til staðar og okkar allra er að nýta þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þáttaskil hafa nú orðið í endurreisnarferli íslensks efnahagslífs. Tveggja ára samdráttarskeiði, eftir eitt alvarlegasta efnahagshrun hagsögunnar, er lokið og hagur landsmanna vænkast nú á ný. Vextir og verðbólga hafa ekki verið lægri í áraraðir og gengi krónunnar er stöðugt. Með undirritun kjarasamninga til þriggja ára á almennum vinnumarkaði hafa skapast mikilvægar forsendur til verja þennan góða árangur og hefja kraftmikla lífskjarasókn fyrir landsmenn. Með kjarasamningunum, og þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hét að beita sér fyrir á grundvelli þeirra, eru launafólki, lífeyrisþegum og atvinnulausum tryggðar verulegar kjarabætur og stigið er stórt skref í að bæta kaupmátt almennings eftir þá erfiðleika sem á dundu í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Samhliða auknum kjarabótum fela samningarnir í sér skuldbindingu ríkissjóðs um að fara í verulegar aðgerðir til stóreflingar velferðarkerfisins og örvunar í hagkerfinu. Góður árangur ríkisstjórnarinnar við stjórn ríkisfjármála og árangursríkar aðgerðir síðastliðin tvö og hálft ár sem dregið hafa stórlega úr hallarekstri ríkissjóðs gerir það að verkum að hann er í stöðu til að standa að baki launamönnum og atvinnulífi með umfangsmiklum aðgerðum. Með því skapast góð hagvaxtarskilyrði, bætt lífskjör og betra samfélag. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamningana er viðamikil en helstu atriðin eru þessi: Betri kjör – aukin menntun – meiri velferðSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.Bætur almannatrygginga verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir. Atvinnuleysisbætur verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir. Fjármögnun fæðingarorlofssjóðs verður tryggð og staða sjóðsins styrkt. Persónuafsláttur verður hækkaður og verðbættur frá og með 2012. Tekju– og eignatengingar barna- og vaxtabóta verða endurskoðaðar. Árleg framlög til menntakerfisins alls verða aukin um tæpa tvo og hálfan milljarð króna. Heildstætt nám í fjarkennslu verður í boði á framhaldsskólastigi. Sköpuð verða námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og í framhaldsfræðslu. Starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur verður fjölgað um allt að 1.500 árið 2011 þannig að heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem njóta slíkra úrræða tvöfaldist. Lögum um vinnumarkaðsaðgerðir verður breytt á þann hátt að bótatímabil einstaklinga í starfstengdum úrræðum verður ekki skert. Stofnaður verður þróunarsjóður til að efla starfstengt nám á framhaldsskóla- og háskólastigi og þróa styttri námsbrautir. Í hann verða lagðar 300 milljónir króna á ári næstu þrjú árin. Gerðar verða breytingar á lögum til að tryggja réttindi launafólks við aðilaskipti á fyrirtækjum er varða launakjör, starfsskilyrði og vernd gegn uppsögnum. Lögum um opinber innkaup verður breytt til þess að tryggja betur réttindi starfsmanna þeirra sem selja vöru og þjónustu til ríkissjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður verður efldur. Nýtt húsnæðisbótakerfi útfært. Til viðbótar þessum kjarabótum hefur þegar verið ákveðið að greiða 18 milljarða króna í vaxtabætur fyrir árin 2011 og 2012 sem gerir í heild 36 milljarða króna. Aðgerðum vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja verður fylgt eftir af festu. Örvun atvinnulífsins – sókn í atvinnumálumStöðugleiki á vinnumarkaði og í efnahagslífi verður tryggður með kjarasamningum til þriggja ára. Atvinnuleysi á að lækka í 4-5% á samningstímanum. Útgjöld vegna opinberra framkvæmda verða aukin um 13 milljarða til ársloka 2012. Á fjárlögum 2011 er gert ráð fyrir 21 milljarði króna í opinberar framkvæmdir. Atvinnutryggingagjald fyrirtækja verður lækkað úr 3,81% niður í allt að 2,15% á samningstímabilinu í takt við þróun atvinnuleysis. Fjármálaráðherra mun leggja fram tillögur til lagabreytingar á vorþingi sem miðar að einfaldara og bættu skattaumhverfi fyrirtækja og einstaklinga í rekstri. Ný fjárfestingaráætlun miðar að því að auka fjárfestingar úr 13% af landsframleiðslu í 20% á tímabilinu. 300 milljónum króna verður varið árlega næstu þrjú árin til markaðssetningar erlendis á Íslandi sem eftirsóknarverðum ferðamannastað. Rammaáætlun og vatnalög verða afgreidd fyrir næsta vetur. Stefnt að a.m.k tveimur umfangsmiklum fjárfestingaverkefnum í orkufrekum iðnaði. Átakið allir vinna framlengt, a.m.k út árið 2012. Efnt til klasasamstarfs og samkeppnissjóðir á sviði menntamála, heilbrigðis- og velferðarmála, orku- og umhverfismála efldir. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins efldur til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum og Tækniþróunarsjóði gert kleift að aðstoða fyrirtæki í hugbúnaðar- og hátækni til að auka útflutning. Nýtum sóknarfærinHér er aðeins drepið á helstu sóknarfærin sem nýgerðir kjarasamningar og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar fela í sér fyrir land og þjóð. Stóra tækifærið fyrir Ísland, bæði fyrirtækin, heimilin og okkur öll sem þjóð, liggur hins vegar í því að nýta þau þáttaskil sem nú eru orðin í þróun efnahagslífins og í endurreisnarstarfinu frá hruni til að sækja sameiginlega fram. Segjum nú skilið við hugarfar kreppu og hruns, horfum bjartsýnum augum á þá óþrjótandi möguleika sem Ísland býður upp á og tökum til hendinni við uppbyggingarstarfið. Nú eru sóknarfærin svo sannarlega til staðar og okkar allra er að nýta þau.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun