Uppskipting fyrirtækja Andrés Magnússon og Orri Hauksson skrifar 28. apríl 2011 06:30 Sú breyting á samkeppnislögum sem Alþingi samþykkti á dögunum felur í sér gífurlega breytingu á núgildandi lagaumhverfi. Með umræddri breytingu er Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til þess að grípa inn í starfsemi fyrirtækja án þess fyrir liggi með skýrum hætti að um brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða. Samkeppniseftirlitið mun því geta skipt upp fyrirtækjum eða fyrirskipað „breytingar á atferli og skipulagi" þeirra eins og það er kallað. Heimild þessi er bæði matskennd og óskýr og því órafjarri þeim skýrleika sem gera verður til löggjafar samkeppnismála. Fá ef nokkur dæmi eru til um sambærilegt framsal valds af hálfu löggjafans. Fremstu fræðimenn okkar á sviði samkeppnisréttar bentu á með sterkum rökum að hið nýja lagaákvæði samrýmist ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um vernd eignarréttar. Þeir bentu einnig á að Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar víðtækar heimildir til aðgerða og auknar heimildir væru því óþarfar. Svo virðist sem Alþingi hafi virt skoðanir þeirra að vettugi. Sama á við um sjónarmið fjölmargra annarra s.s. hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Erfitt er að una við það að lagaákvæði sem vega að stjórnarskrárbundnum réttindum séu lögfest án skýringa hvernig löggjafinn telji umrætt ákvæði samrýmast stjórnarskránni. Slík vinnubrögð löggjafans eru vart til þess fallin að auka tiltrú og traust meðal hins almenna borgara. Að búa við sæmilegt réttaröryggi er grundvallarkrafa sem almenningur gerir til Alþingis. Sú heimild til uppskiptingar fyrirtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og matskennd. Þar sem slík heimild er til staðar án þess að um skýrt brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða, verður útilokað fyrir stjórnendur fyrirtækja að gera sér grein fyrir hvort samkeppnisyfirvöld séu líkleg til að grípa inn í rekstur þeirra. Réttaröryggi þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri er þannig stórlega skert með lögunum. Atvinnulífið og samtök þess gera ekki aðrar kröfur en að samkeppnislöggjöf sé skýr og fyrirsjáanleg rétt eins og gerðar eru kröfur til fyrirtækja um skýra og gegnsæja starfshætti, greinargóða upplýsingaöflun og gott samstarf við samkeppnisyfirvöld. Óskýr lagaákvæði um mögulega uppskiptingu fyrirtækja kunna ennfremur að leiða til þess að stjórnun og rekstur fyrirtækja verði óskilvirkari. Síðast en ekki síst eykst tortryggni milli fyrirtækja og samkeppnisyfirvalda sem er afar óheppilegt miðað við atburði síðustu missera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Sú breyting á samkeppnislögum sem Alþingi samþykkti á dögunum felur í sér gífurlega breytingu á núgildandi lagaumhverfi. Með umræddri breytingu er Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til þess að grípa inn í starfsemi fyrirtækja án þess fyrir liggi með skýrum hætti að um brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða. Samkeppniseftirlitið mun því geta skipt upp fyrirtækjum eða fyrirskipað „breytingar á atferli og skipulagi" þeirra eins og það er kallað. Heimild þessi er bæði matskennd og óskýr og því órafjarri þeim skýrleika sem gera verður til löggjafar samkeppnismála. Fá ef nokkur dæmi eru til um sambærilegt framsal valds af hálfu löggjafans. Fremstu fræðimenn okkar á sviði samkeppnisréttar bentu á með sterkum rökum að hið nýja lagaákvæði samrýmist ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um vernd eignarréttar. Þeir bentu einnig á að Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar víðtækar heimildir til aðgerða og auknar heimildir væru því óþarfar. Svo virðist sem Alþingi hafi virt skoðanir þeirra að vettugi. Sama á við um sjónarmið fjölmargra annarra s.s. hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Erfitt er að una við það að lagaákvæði sem vega að stjórnarskrárbundnum réttindum séu lögfest án skýringa hvernig löggjafinn telji umrætt ákvæði samrýmast stjórnarskránni. Slík vinnubrögð löggjafans eru vart til þess fallin að auka tiltrú og traust meðal hins almenna borgara. Að búa við sæmilegt réttaröryggi er grundvallarkrafa sem almenningur gerir til Alþingis. Sú heimild til uppskiptingar fyrirtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og matskennd. Þar sem slík heimild er til staðar án þess að um skýrt brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða, verður útilokað fyrir stjórnendur fyrirtækja að gera sér grein fyrir hvort samkeppnisyfirvöld séu líkleg til að grípa inn í rekstur þeirra. Réttaröryggi þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri er þannig stórlega skert með lögunum. Atvinnulífið og samtök þess gera ekki aðrar kröfur en að samkeppnislöggjöf sé skýr og fyrirsjáanleg rétt eins og gerðar eru kröfur til fyrirtækja um skýra og gegnsæja starfshætti, greinargóða upplýsingaöflun og gott samstarf við samkeppnisyfirvöld. Óskýr lagaákvæði um mögulega uppskiptingu fyrirtækja kunna ennfremur að leiða til þess að stjórnun og rekstur fyrirtækja verði óskilvirkari. Síðast en ekki síst eykst tortryggni milli fyrirtækja og samkeppnisyfirvalda sem er afar óheppilegt miðað við atburði síðustu missera.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun