Tilnefndir til tveggja tölvuleikjaverðlauna 26. apríl 2011 07:00 Fancy Pants Global stækkar hratt, en fyrsti leikur fyrirtækisins var tilnefndur til tveggja norrænna tölvuleikjaverðlauna. „Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur," segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. Leikurinn er tilnefndur í flokkunum besti norræni barnaleikurinn og besti norræni „handheld"-leikurinn. Í seinni flokknum eru leikir sem eru hannaðir fyrir ýmiss konar smátölvur og síma, eins og iPhone- og Android-síma. Viggó segir að Fancy Pants Global ætli að sjálfsögðu að senda fulltrúa á hátíðina, en íslenski leikjaiðnaðurinn verður þar með bás. Hann segir mikla samstöðu vera á meðal íslenskra leikjaframleiðenda. „Þetta verður ógeðslega gaman og að vera með tilnefningu gerir þetta ennþá meira spennandi," segir Viggó. Fancy Pants Global vinnur nú að nýjum leik sem kallast Zorblobs og er væntanlegur síðar í sumar. „Heiladauðar geimverur ráðast á jörðina og þú þarft að bjarga heiminum," segir Viggó um leikinn. „Ef ég ætti að líka leiknum við aðra leiki myndi ég segja að hann væri eins og blanda Plants vs. Zombies og Angry Birds."- afb Leikjavísir Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
„Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur," segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. Leikurinn er tilnefndur í flokkunum besti norræni barnaleikurinn og besti norræni „handheld"-leikurinn. Í seinni flokknum eru leikir sem eru hannaðir fyrir ýmiss konar smátölvur og síma, eins og iPhone- og Android-síma. Viggó segir að Fancy Pants Global ætli að sjálfsögðu að senda fulltrúa á hátíðina, en íslenski leikjaiðnaðurinn verður þar með bás. Hann segir mikla samstöðu vera á meðal íslenskra leikjaframleiðenda. „Þetta verður ógeðslega gaman og að vera með tilnefningu gerir þetta ennþá meira spennandi," segir Viggó. Fancy Pants Global vinnur nú að nýjum leik sem kallast Zorblobs og er væntanlegur síðar í sumar. „Heiladauðar geimverur ráðast á jörðina og þú þarft að bjarga heiminum," segir Viggó um leikinn. „Ef ég ætti að líka leiknum við aðra leiki myndi ég segja að hann væri eins og blanda Plants vs. Zombies og Angry Birds."- afb
Leikjavísir Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira