Uppnám í skóla- og frístundastarfi Kjartan Magnússon skrifar 20. apríl 2011 09:00 Borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins hefur mistekist að standa með farsælum hætti að hagræðingu í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Ríkir uppnám í mörgum skólum og frístundaheimilum vegna óvandaðra tillagna meirihlutans um samrekstur og sameiningu þessara stofnana. Þessi vinnubrögð koma fram með flausturslegum vinnubrögðum, miklum flýti og ónógu samráði við hagsmunaaðila. Fyrir liggur fjöldi umsagna frá skólum, foreldrum, skólastjórnendum, starfsmönnum og fleiri aðilum vegna þessara tillagna. Í 90% tilvika er eindregin afstaða tekin gegn vinnubrögðum meirihlutans auk þess sem 12 þúsund foreldrar hafa mótmælt þessum áformum með undirskriftasöfnun. Ljóst er að margvísleg tækifæri liggja í auknu samstarfi og/eða samrekstri skóla og frístundaheimila en mikilvægt er að vandað sé til þeirrar vinnu og tryggt að ekki sé slakað á faglegum kröfum. Áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um breytingar á fyrirkomulagi skóla- og frístundastarfs yngstu barnanna, er nauðsynlegt að fram fari samráð og stefnumótunarvinna með aðkomu allra hagsmunaaðila. Vanhugsaðar tillögurSama dag og menntaráð og íþrótta- og tómstundaráð skiluðu umsögnum sínum vegna umræddra tillagna í síðustu viku, var meirihlutinn tilbúinn með nýjar breytingartillögur á yfirstjórn menntasviðs, leikskólasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs. Meirihlutinn kaus að leyna tillögunum fyrir þessum ráðum og taldi enga ástæðu til að fá þær í lýðræðislega umræðu. Tillögurnar voru síðan fluttar fyrirvaralaust í borgarráði daginn eftir (fimmtudag) og aukafundur boðaður í borgarráði á mánudagsmorgni svo hægt væri að samþykkja þær á methraða. Það er í takt við annað að stjórnkerfisnefnd borgarinnar, sem á að fjalla um allar slíkar breytingar, hefur ekki fundað í tvo mánuði. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur með illa unnum og vanhugsuðum tillögum valdið uppnámi í skóla- og frístundastarfi í borginni. Það er ótækt að meirihlutinn beiti svo óvönduðum vinnubrögðum í þessum mikilvæga málaflokki, sem snýr beint að þjónustu við börn og ungmenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins hefur mistekist að standa með farsælum hætti að hagræðingu í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Ríkir uppnám í mörgum skólum og frístundaheimilum vegna óvandaðra tillagna meirihlutans um samrekstur og sameiningu þessara stofnana. Þessi vinnubrögð koma fram með flausturslegum vinnubrögðum, miklum flýti og ónógu samráði við hagsmunaaðila. Fyrir liggur fjöldi umsagna frá skólum, foreldrum, skólastjórnendum, starfsmönnum og fleiri aðilum vegna þessara tillagna. Í 90% tilvika er eindregin afstaða tekin gegn vinnubrögðum meirihlutans auk þess sem 12 þúsund foreldrar hafa mótmælt þessum áformum með undirskriftasöfnun. Ljóst er að margvísleg tækifæri liggja í auknu samstarfi og/eða samrekstri skóla og frístundaheimila en mikilvægt er að vandað sé til þeirrar vinnu og tryggt að ekki sé slakað á faglegum kröfum. Áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um breytingar á fyrirkomulagi skóla- og frístundastarfs yngstu barnanna, er nauðsynlegt að fram fari samráð og stefnumótunarvinna með aðkomu allra hagsmunaaðila. Vanhugsaðar tillögurSama dag og menntaráð og íþrótta- og tómstundaráð skiluðu umsögnum sínum vegna umræddra tillagna í síðustu viku, var meirihlutinn tilbúinn með nýjar breytingartillögur á yfirstjórn menntasviðs, leikskólasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs. Meirihlutinn kaus að leyna tillögunum fyrir þessum ráðum og taldi enga ástæðu til að fá þær í lýðræðislega umræðu. Tillögurnar voru síðan fluttar fyrirvaralaust í borgarráði daginn eftir (fimmtudag) og aukafundur boðaður í borgarráði á mánudagsmorgni svo hægt væri að samþykkja þær á methraða. Það er í takt við annað að stjórnkerfisnefnd borgarinnar, sem á að fjalla um allar slíkar breytingar, hefur ekki fundað í tvo mánuði. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur með illa unnum og vanhugsuðum tillögum valdið uppnámi í skóla- og frístundastarfi í borginni. Það er ótækt að meirihlutinn beiti svo óvönduðum vinnubrögðum í þessum mikilvæga málaflokki, sem snýr beint að þjónustu við börn og ungmenni.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar