Nýju bankarnir voru eina raunhæfa leiðin 20. apríl 2011 07:00 landsbankinn Ríkið lagði bankanum til 122 milljarða króna. Framtíðarstefna um eignarhald bankans hefur ekki verið mótuð.fréttablaðið/arnþór Þegar stjórnvöld stóðu frammi fyrir falli viðskiptabankanna þriggja haustið 2008 mátu þau fimm leiðir til að tryggja áframhaldandi bankastarfsemi í landinu. Auk þeirrar leiðar sem varð ofan á var skoðað að: (i) gefa út heildartryggingu á allar innstæður, (ii) færa allar erlendar innstæður yfir í nýju bankana, (iii) færa aðeins innstæður upp að ákveðinni fjárhæð eða að ákveðnu hlutfalli af innstæðum yfir í nýju bankana eða (iv) skipta bönkunum í góða banka og lélega. Sem kunnugt er varð ofan á að stofna nýja innlenda banka og færa innlendar innstæður og innlendar eignir til þeirra. Hinar lausnirnar voru taldar leiða til hruns á öllu efnahagskerfinu. Þetta kemur fram í skýrslu um endurreisn bankanna sem fjármálaráðherra lagði nýverið fyrir þingið. Um hið fyrstnefnda segir í skýrslunni að ríkissjóður hafi ekki haft fjárhagslega burði til að tryggja allar innstæður og því hefði yfirlýsing þar um aldrei orðið trúverðug. Úttektir innstæðueigenda hefðu samstundis skapað vandamál. Færsla innstæðna í erlendum útibúum yfir í nýju bankana var talin ófær með öllu enda ekki til gjaldeyrir til að mæta þeim gríðarlegu innstæðuskuldbindingum sem Kaupþing og Landsbankinn höfðu stofnað til erlendis. Ekki var heldur talið fýsilegt að millifæra allar innstæður upp að vissri fjárhæð eða prósentu. Er á það bent að fjölmörg fyrirtæki hafi geymt laust fé í bönkunum. Skerðing á því hefði getað kostað greiðsluvandræði sem hefðu getað leitt til keðjuverkandi vandræða sem hefði getað kostað mun meira tjón en þó varð vegna bankahrunsins. Skipting bankanna í góða og lélega var að sama skapi ómöguleg leið þar sem fjármögnun var vandamál íslensku bankanna og því ólíklegt að góðu bankarnir hefðu getað aflað nægilegs fjár til að fjármagna rekstur sinn. Rekstur lélegu bankanna hefði að auki útheimt meiri háttar eiginfjárframlag frá ríkinu. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Þegar stjórnvöld stóðu frammi fyrir falli viðskiptabankanna þriggja haustið 2008 mátu þau fimm leiðir til að tryggja áframhaldandi bankastarfsemi í landinu. Auk þeirrar leiðar sem varð ofan á var skoðað að: (i) gefa út heildartryggingu á allar innstæður, (ii) færa allar erlendar innstæður yfir í nýju bankana, (iii) færa aðeins innstæður upp að ákveðinni fjárhæð eða að ákveðnu hlutfalli af innstæðum yfir í nýju bankana eða (iv) skipta bönkunum í góða banka og lélega. Sem kunnugt er varð ofan á að stofna nýja innlenda banka og færa innlendar innstæður og innlendar eignir til þeirra. Hinar lausnirnar voru taldar leiða til hruns á öllu efnahagskerfinu. Þetta kemur fram í skýrslu um endurreisn bankanna sem fjármálaráðherra lagði nýverið fyrir þingið. Um hið fyrstnefnda segir í skýrslunni að ríkissjóður hafi ekki haft fjárhagslega burði til að tryggja allar innstæður og því hefði yfirlýsing þar um aldrei orðið trúverðug. Úttektir innstæðueigenda hefðu samstundis skapað vandamál. Færsla innstæðna í erlendum útibúum yfir í nýju bankana var talin ófær með öllu enda ekki til gjaldeyrir til að mæta þeim gríðarlegu innstæðuskuldbindingum sem Kaupþing og Landsbankinn höfðu stofnað til erlendis. Ekki var heldur talið fýsilegt að millifæra allar innstæður upp að vissri fjárhæð eða prósentu. Er á það bent að fjölmörg fyrirtæki hafi geymt laust fé í bönkunum. Skerðing á því hefði getað kostað greiðsluvandræði sem hefðu getað leitt til keðjuverkandi vandræða sem hefði getað kostað mun meira tjón en þó varð vegna bankahrunsins. Skipting bankanna í góða og lélega var að sama skapi ómöguleg leið þar sem fjármögnun var vandamál íslensku bankanna og því ólíklegt að góðu bankarnir hefðu getað aflað nægilegs fjár til að fjármagna rekstur sinn. Rekstur lélegu bankanna hefði að auki útheimt meiri háttar eiginfjárframlag frá ríkinu. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira