Aldrei að víkja? Þröstur Ólafsson skrifar 19. apríl 2011 09:56 Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu. Hér heima voru þeir Gunnar á Hlíðarenda og Grettir sterki fyrirmynd okkar strákanna í leik og Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sumarhúsum drjúgir við að leggja til mergjaðar setningar og afstöðufyrirmyndir sem höfðu áhrif á skoðanir þjóðarinnar. Sá sem þetta skrifar hefur iðulega nýtt sér snilld Halldórs ef vanda hefur þurft texta. Sama má segja um kveðskap. Enginn einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á tilfinningar þjóðarinnar sem Jónas Hallgrímsson. Við syngjum ljóð sem móta afstöðu okkar og hugarfar til samtíma og sögu. Það vakti því athygli mína þegar stjórnarskrárráðið hið nýja ákvað að hefja störf sín á því að syngja Öxar við ána. Þetta er eitt þeirra ljóða sem fylgt hafa þjóðinni í heila öld og gjarnan er gripið til þegar þétta skal raðirnar gegn útlendum andskota. Barnabarn mitt er látið læra þetta í leikskóla sínum löngu áður en það gerir sér grein fyrir merkingu þess. Ef kvæðið er skoðað án væmni er ljóst að það inniheldur afar umdeilanleg skilaboð sem eiga að hafa hughrif, ekki vekja til umhugsunar. Þetta er tilfinningalegt baráttukvæði fullt af predikun. Kjarnaboðskapur kvæðisins er þessi þekkta ljóðlína: „Fram, fram aldrei að víkja." Steingrímur orti ljóðið, fyrir liðlega öld, til að styrkja kröfuna um afdráttarlaust sjálfstæði. Kvæðið dugði vel til þess. En er þetta sá boðskapur sem er gagnlegt veganesti lítilli þjóð í hnattvæddum heimi, þar sem allt gengur úr á málamiðlanir milli þjóða og menningarheima? Endurspeglar þetta þann hugsunarhátt sem hentar best í glímu okkar við hrunið? Má ekki einmitt segja að einstrengingsleg þjóðremba hafi verið verið ein af orsökum hrunsins. „…aldrei að víkja" var líka hugsunarháttur Bjarts í Sumarhúsum, sem leiddi til þess að hann missti allt sitt. Þetta hljómar vel í einrödduðum söng en er afleitt til eftirbreytni í heimi nútímans. Leiðarvísirinn gæti trauðla verið óhentugri. Fá kvæði á íslenska tungu eru óheppilegri sem tákn fyrir störf að nýrri stjórnarskrá, sem umfram allt verður að byggja á skýrri hugsun í stað tilfinningamoðs. Réttsýn málamiðlun komi í stað einsýni. Það var miður að Ómar skyldi vígja störf ráðsins með þessum boðskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu. Hér heima voru þeir Gunnar á Hlíðarenda og Grettir sterki fyrirmynd okkar strákanna í leik og Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sumarhúsum drjúgir við að leggja til mergjaðar setningar og afstöðufyrirmyndir sem höfðu áhrif á skoðanir þjóðarinnar. Sá sem þetta skrifar hefur iðulega nýtt sér snilld Halldórs ef vanda hefur þurft texta. Sama má segja um kveðskap. Enginn einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á tilfinningar þjóðarinnar sem Jónas Hallgrímsson. Við syngjum ljóð sem móta afstöðu okkar og hugarfar til samtíma og sögu. Það vakti því athygli mína þegar stjórnarskrárráðið hið nýja ákvað að hefja störf sín á því að syngja Öxar við ána. Þetta er eitt þeirra ljóða sem fylgt hafa þjóðinni í heila öld og gjarnan er gripið til þegar þétta skal raðirnar gegn útlendum andskota. Barnabarn mitt er látið læra þetta í leikskóla sínum löngu áður en það gerir sér grein fyrir merkingu þess. Ef kvæðið er skoðað án væmni er ljóst að það inniheldur afar umdeilanleg skilaboð sem eiga að hafa hughrif, ekki vekja til umhugsunar. Þetta er tilfinningalegt baráttukvæði fullt af predikun. Kjarnaboðskapur kvæðisins er þessi þekkta ljóðlína: „Fram, fram aldrei að víkja." Steingrímur orti ljóðið, fyrir liðlega öld, til að styrkja kröfuna um afdráttarlaust sjálfstæði. Kvæðið dugði vel til þess. En er þetta sá boðskapur sem er gagnlegt veganesti lítilli þjóð í hnattvæddum heimi, þar sem allt gengur úr á málamiðlanir milli þjóða og menningarheima? Endurspeglar þetta þann hugsunarhátt sem hentar best í glímu okkar við hrunið? Má ekki einmitt segja að einstrengingsleg þjóðremba hafi verið verið ein af orsökum hrunsins. „…aldrei að víkja" var líka hugsunarháttur Bjarts í Sumarhúsum, sem leiddi til þess að hann missti allt sitt. Þetta hljómar vel í einrödduðum söng en er afleitt til eftirbreytni í heimi nútímans. Leiðarvísirinn gæti trauðla verið óhentugri. Fá kvæði á íslenska tungu eru óheppilegri sem tákn fyrir störf að nýrri stjórnarskrá, sem umfram allt verður að byggja á skýrri hugsun í stað tilfinningamoðs. Réttsýn málamiðlun komi í stað einsýni. Það var miður að Ómar skyldi vígja störf ráðsins með þessum boðskap.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun