Líbískir ráðamenn flýja 1. apríl 2011 00:30 Berjast gegn ofurefli Þrátt fyrir loftárásir á herbúnað Gaddafístjórnarinnar hafa uppreisnarmenn verið á undanhaldi síðustu daga.nordicphotos/AFP Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. Þetta fullyrðir Ibrahim Dabbashi, aðstoðarsendiherra Líbíu hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann hefur sjálfur gengið til liðs við stjórnarandstöðuna. Í gær tókst Ali Abdessalem Treki, fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu, að komast úr landi. Gaddafí hafði ákveðið að gera hann að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Á miðvikudag flúði Mússa Kússa, utanríkisráðherra landsins, til Bretlands, þar sem skosk yfirvöld vilja yfirheyra hann vegna Lockerbie-árásarinnar. Bretar segjast ekki hafa lofað honum friðhelgi af neinu tagi, svo hann má búast við málaferlum og jafnvel fangelsi. Dabbasi segist hafa vitað af flótta Trekis í tíu daga og fengið vitneskju um flótta Kússas með tveggja daga fyrirvara. Fleiri háttsettir embættismenn hafa flúið Líbíu á síðustu vikum, þar á meðal Júsef Savani, aðstoðarmaður Saífs al-Islam, sonar Gaddafís, og Abdel Fattah Júnes al-Abidi innanríkisráðherra. „Við vitum að flestir háttsettir embættismenn Líbíu eru að reyna að flýja,“ segir Dabbashi en vill þó ekki nefna neina með nafni. Charles Bouchard, kanadíski herforinginn sem stjórnar aðgerðum Atlantshafsbandalagsins, sagðist í gær ætla að kanna fréttir um að loftárásir Vesturlanda hefðu kostað fjörutíu almenna borgara í Trípolí lífið. Hann varaði hins vegar liðsmenn Gaddafís við því að ráðast á almenna borgara, sem NATO hefur tekið að sér að verja. NATO tók í gær við yfirstjórn aðgerðanna af Bandaríkjunum. Liðsmenn Gaddafís héldu hins vegar áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum í gær, þriðja daginn í röð. Þeir hafa nú aftur náð á vald sitt mestu af því svæði sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald eftir að loftárásir Vesturlanda hófust, sem var hinn 19. mars. Fréttir af flótta ráðamanna kættu hins vegar uppreisnarmennina: „Við teljum að stjórnin sé að molna innan frá,“ sagði Mustafa Gheriani, talsmaður uppreisnarmanna í Bengasí. Hann líkti Gaddafí við sært dýr. „Særður úlfur er hættulegri en heilbrigður úlfur. En við vonum að flóttinn úr röðum hans haldi áfram og ég held að hann standi eftir einn á báti.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. Þetta fullyrðir Ibrahim Dabbashi, aðstoðarsendiherra Líbíu hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann hefur sjálfur gengið til liðs við stjórnarandstöðuna. Í gær tókst Ali Abdessalem Treki, fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu, að komast úr landi. Gaddafí hafði ákveðið að gera hann að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Á miðvikudag flúði Mússa Kússa, utanríkisráðherra landsins, til Bretlands, þar sem skosk yfirvöld vilja yfirheyra hann vegna Lockerbie-árásarinnar. Bretar segjast ekki hafa lofað honum friðhelgi af neinu tagi, svo hann má búast við málaferlum og jafnvel fangelsi. Dabbasi segist hafa vitað af flótta Trekis í tíu daga og fengið vitneskju um flótta Kússas með tveggja daga fyrirvara. Fleiri háttsettir embættismenn hafa flúið Líbíu á síðustu vikum, þar á meðal Júsef Savani, aðstoðarmaður Saífs al-Islam, sonar Gaddafís, og Abdel Fattah Júnes al-Abidi innanríkisráðherra. „Við vitum að flestir háttsettir embættismenn Líbíu eru að reyna að flýja,“ segir Dabbashi en vill þó ekki nefna neina með nafni. Charles Bouchard, kanadíski herforinginn sem stjórnar aðgerðum Atlantshafsbandalagsins, sagðist í gær ætla að kanna fréttir um að loftárásir Vesturlanda hefðu kostað fjörutíu almenna borgara í Trípolí lífið. Hann varaði hins vegar liðsmenn Gaddafís við því að ráðast á almenna borgara, sem NATO hefur tekið að sér að verja. NATO tók í gær við yfirstjórn aðgerðanna af Bandaríkjunum. Liðsmenn Gaddafís héldu hins vegar áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum í gær, þriðja daginn í röð. Þeir hafa nú aftur náð á vald sitt mestu af því svæði sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald eftir að loftárásir Vesturlanda hófust, sem var hinn 19. mars. Fréttir af flótta ráðamanna kættu hins vegar uppreisnarmennina: „Við teljum að stjórnin sé að molna innan frá,“ sagði Mustafa Gheriani, talsmaður uppreisnarmanna í Bengasí. Hann líkti Gaddafí við sært dýr. „Særður úlfur er hættulegri en heilbrigður úlfur. En við vonum að flóttinn úr röðum hans haldi áfram og ég held að hann standi eftir einn á báti.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira