Sama áhættan tapist dómsmál 1. apríl 2011 04:15 Lárus Blöndal Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans. „Frá því í apríl 2009 hefur áætlað mat eigna búsins hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverjum ársfjórðungi. Það eru um 160 milljarðar frá apríl 2009 til síðustu áramóta. Það segir manni að þetta er að þróast í rétta átt,“ segir Lárus. Einnig þarf að horfa til samsetningar eignasafns þrotabús Landsbankans. Þar eru nú um 400 milljarðar í peningum og fer vaxandi. Þá er verðtryggt skuldabréf Nýja Landsbankans milli 300 og 400 milljarðar. „Það er orðinn býsna stór hluti af kökunni sem er í algerlega tryggum eignum sem allir geta lagt mat á,“ segir Lárus. „Ég met það þannig að það sé alls ekki mikil áhætta í eignasafninu sjálfu.“ Ein af stærstu eignum þrotabúsins er verslanakeðjan Iceland Foods. Lárus bendir á að skilanefndin sé mjög varfærin í mati á verðmæti keðjunnar. Verði hún seld á því verði sem nú sé fullyrt að verið sé að bjóða í hana muni Icesave-skuldin hverfa algerlega. „Núna er staðan önnur en hún var fyrir hrun. Þá snerist allt um að blása sem mestu lofti í blöðruna en núna snýst allt um hið gagnstæða. Það hentar skilanefndinni betur að meta eignirnar á lægra verði og koma óvænt með betri niðurstöðu en að meta eignirnar á hærra verði og koma svo með verri niðurstöðu. Það er ákveðin varkárni byggð inn í þetta kerfi,“ segir Lárus. Þróunin á gengi íslensku krónunnar getur haft veruleg áhrif á kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave. „Gengið er í raun eini stóri áhættuþátturinn að mínu mati,“ segir Lárus. Frá því kröfum var lýst í þrotabúið hefur krónan styrkst, en hrapi hún getur það haft mikil áhrif á kostnaðinn. Það þyrfti þó að vera mikið, og því fyrr sem það myndi gerast þeim mun verra væri það, segir Lárus. Gjaldeyrishöftin leiða þó að hans mati til þess að hættan á miklu falli krónunnar sé afar lítil. Allir þeir áhættuþættir sem eiga við um Icesave-samninginn eiga ekki síður við um það sem gerist verði samningnum hafnað og Ísland tapi dómsmáli í kjölfarið, segir Lárus. „Það skiptir ekki máli hvort borgað er samkvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif. Við losnum ekki við áhættuna þó að samningurinn verði felldur, nema auðvitað ef dómsmál vinnst.“ Fréttir Icesave Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans. „Frá því í apríl 2009 hefur áætlað mat eigna búsins hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverjum ársfjórðungi. Það eru um 160 milljarðar frá apríl 2009 til síðustu áramóta. Það segir manni að þetta er að þróast í rétta átt,“ segir Lárus. Einnig þarf að horfa til samsetningar eignasafns þrotabús Landsbankans. Þar eru nú um 400 milljarðar í peningum og fer vaxandi. Þá er verðtryggt skuldabréf Nýja Landsbankans milli 300 og 400 milljarðar. „Það er orðinn býsna stór hluti af kökunni sem er í algerlega tryggum eignum sem allir geta lagt mat á,“ segir Lárus. „Ég met það þannig að það sé alls ekki mikil áhætta í eignasafninu sjálfu.“ Ein af stærstu eignum þrotabúsins er verslanakeðjan Iceland Foods. Lárus bendir á að skilanefndin sé mjög varfærin í mati á verðmæti keðjunnar. Verði hún seld á því verði sem nú sé fullyrt að verið sé að bjóða í hana muni Icesave-skuldin hverfa algerlega. „Núna er staðan önnur en hún var fyrir hrun. Þá snerist allt um að blása sem mestu lofti í blöðruna en núna snýst allt um hið gagnstæða. Það hentar skilanefndinni betur að meta eignirnar á lægra verði og koma óvænt með betri niðurstöðu en að meta eignirnar á hærra verði og koma svo með verri niðurstöðu. Það er ákveðin varkárni byggð inn í þetta kerfi,“ segir Lárus. Þróunin á gengi íslensku krónunnar getur haft veruleg áhrif á kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave. „Gengið er í raun eini stóri áhættuþátturinn að mínu mati,“ segir Lárus. Frá því kröfum var lýst í þrotabúið hefur krónan styrkst, en hrapi hún getur það haft mikil áhrif á kostnaðinn. Það þyrfti þó að vera mikið, og því fyrr sem það myndi gerast þeim mun verra væri það, segir Lárus. Gjaldeyrishöftin leiða þó að hans mati til þess að hættan á miklu falli krónunnar sé afar lítil. Allir þeir áhættuþættir sem eiga við um Icesave-samninginn eiga ekki síður við um það sem gerist verði samningnum hafnað og Ísland tapi dómsmáli í kjölfarið, segir Lárus. „Það skiptir ekki máli hvort borgað er samkvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif. Við losnum ekki við áhættuna þó að samningurinn verði felldur, nema auðvitað ef dómsmál vinnst.“
Fréttir Icesave Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira