Sama áhættan tapist dómsmál 1. apríl 2011 04:15 Lárus Blöndal Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans. „Frá því í apríl 2009 hefur áætlað mat eigna búsins hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverjum ársfjórðungi. Það eru um 160 milljarðar frá apríl 2009 til síðustu áramóta. Það segir manni að þetta er að þróast í rétta átt,“ segir Lárus. Einnig þarf að horfa til samsetningar eignasafns þrotabús Landsbankans. Þar eru nú um 400 milljarðar í peningum og fer vaxandi. Þá er verðtryggt skuldabréf Nýja Landsbankans milli 300 og 400 milljarðar. „Það er orðinn býsna stór hluti af kökunni sem er í algerlega tryggum eignum sem allir geta lagt mat á,“ segir Lárus. „Ég met það þannig að það sé alls ekki mikil áhætta í eignasafninu sjálfu.“ Ein af stærstu eignum þrotabúsins er verslanakeðjan Iceland Foods. Lárus bendir á að skilanefndin sé mjög varfærin í mati á verðmæti keðjunnar. Verði hún seld á því verði sem nú sé fullyrt að verið sé að bjóða í hana muni Icesave-skuldin hverfa algerlega. „Núna er staðan önnur en hún var fyrir hrun. Þá snerist allt um að blása sem mestu lofti í blöðruna en núna snýst allt um hið gagnstæða. Það hentar skilanefndinni betur að meta eignirnar á lægra verði og koma óvænt með betri niðurstöðu en að meta eignirnar á hærra verði og koma svo með verri niðurstöðu. Það er ákveðin varkárni byggð inn í þetta kerfi,“ segir Lárus. Þróunin á gengi íslensku krónunnar getur haft veruleg áhrif á kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave. „Gengið er í raun eini stóri áhættuþátturinn að mínu mati,“ segir Lárus. Frá því kröfum var lýst í þrotabúið hefur krónan styrkst, en hrapi hún getur það haft mikil áhrif á kostnaðinn. Það þyrfti þó að vera mikið, og því fyrr sem það myndi gerast þeim mun verra væri það, segir Lárus. Gjaldeyrishöftin leiða þó að hans mati til þess að hættan á miklu falli krónunnar sé afar lítil. Allir þeir áhættuþættir sem eiga við um Icesave-samninginn eiga ekki síður við um það sem gerist verði samningnum hafnað og Ísland tapi dómsmáli í kjölfarið, segir Lárus. „Það skiptir ekki máli hvort borgað er samkvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif. Við losnum ekki við áhættuna þó að samningurinn verði felldur, nema auðvitað ef dómsmál vinnst.“ Fréttir Icesave Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans. „Frá því í apríl 2009 hefur áætlað mat eigna búsins hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverjum ársfjórðungi. Það eru um 160 milljarðar frá apríl 2009 til síðustu áramóta. Það segir manni að þetta er að þróast í rétta átt,“ segir Lárus. Einnig þarf að horfa til samsetningar eignasafns þrotabús Landsbankans. Þar eru nú um 400 milljarðar í peningum og fer vaxandi. Þá er verðtryggt skuldabréf Nýja Landsbankans milli 300 og 400 milljarðar. „Það er orðinn býsna stór hluti af kökunni sem er í algerlega tryggum eignum sem allir geta lagt mat á,“ segir Lárus. „Ég met það þannig að það sé alls ekki mikil áhætta í eignasafninu sjálfu.“ Ein af stærstu eignum þrotabúsins er verslanakeðjan Iceland Foods. Lárus bendir á að skilanefndin sé mjög varfærin í mati á verðmæti keðjunnar. Verði hún seld á því verði sem nú sé fullyrt að verið sé að bjóða í hana muni Icesave-skuldin hverfa algerlega. „Núna er staðan önnur en hún var fyrir hrun. Þá snerist allt um að blása sem mestu lofti í blöðruna en núna snýst allt um hið gagnstæða. Það hentar skilanefndinni betur að meta eignirnar á lægra verði og koma óvænt með betri niðurstöðu en að meta eignirnar á hærra verði og koma svo með verri niðurstöðu. Það er ákveðin varkárni byggð inn í þetta kerfi,“ segir Lárus. Þróunin á gengi íslensku krónunnar getur haft veruleg áhrif á kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave. „Gengið er í raun eini stóri áhættuþátturinn að mínu mati,“ segir Lárus. Frá því kröfum var lýst í þrotabúið hefur krónan styrkst, en hrapi hún getur það haft mikil áhrif á kostnaðinn. Það þyrfti þó að vera mikið, og því fyrr sem það myndi gerast þeim mun verra væri það, segir Lárus. Gjaldeyrishöftin leiða þó að hans mati til þess að hættan á miklu falli krónunnar sé afar lítil. Allir þeir áhættuþættir sem eiga við um Icesave-samninginn eiga ekki síður við um það sem gerist verði samningnum hafnað og Ísland tapi dómsmáli í kjölfarið, segir Lárus. „Það skiptir ekki máli hvort borgað er samkvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif. Við losnum ekki við áhættuna þó að samningurinn verði felldur, nema auðvitað ef dómsmál vinnst.“
Fréttir Icesave Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira