Fjórir ofnar teknir úr notkun 31. mars 2011 00:00 Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið. Í gær mældist geislavirkni í sjó við ströndina meiri en nokkru sinni. Baneitrað plútón hefur einnig fundist í jarðvegi við verið, sem staðfestir grun um að geislavirkt vatn frá skemmdum eldsneytisstöfum hafi lekið úr verinu. Geislamengun hefur mælst í matvælum og kranavatni, jafnvel í höfuðborginni Tókýó sem er í 220 kílómetra fjarlægð. Erfiðlega hefur gengið að koma kælikerfi ofnanna í gang á ný, þótt rafmagn sé komið á. Kælikerfin sjálf hafa greinilega skemmst það mikið að rafmagnstengingin dugir ekki til að koma þeim af stað. Í gær fréttist af því að Masataka Shmizu, forstjóri TEPCO, japanska orkuveitufyrirtækisins sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, hefði verið fluttur á sjúkrahús. Hann var mjög áberandi persóna í Japan fyrir jarðskjálftann en hefur lítið sem ekkert sést opinberlega síðasta hálfa mánuðinn. Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður fyrirtækisins, viðurkenndi í fyrsta sinn í gær að ekki yrði framar hægt að starfrækja í það minnsta fjóra af sex kjarnaofnum versins. „Eftir að hafa dælt sjó á ofnana tel ég að við getum ekki notað þá meir,“ sagði hann. Fyrirtækið sagði að ákvarðanir um framtíð hinna ofnanna tveggja, sem ekki hafa verið til vandræða, yrðu teknar síðar og þá í samráði við íbúa í nágrenninu. Japönsk stjórnvöld hafa þó haldið því fram í tíu daga að leggja þurfi niður alla starfsemi í verinu. Öryggisráðstafanir í verinu voru miðaðar við að það þyldi jarðskjálfta upp á sjö stig, en skjálftinn mikli sem reið yfir föstudaginn 1. mars mældist 9 stig. Í kjölfarið kom hamfaraflóð sem var öflugra og meira en nokkur hafði gert ráð fyrir þegar öryggisbúnaður versins var hannaður. Opinberar tölur um staðfest mannfall segja að hamfarirnar hafi kostað á tólfta þúsund manns lífið, en að auki er meira en sextán þúsund manns saknað. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið. Í gær mældist geislavirkni í sjó við ströndina meiri en nokkru sinni. Baneitrað plútón hefur einnig fundist í jarðvegi við verið, sem staðfestir grun um að geislavirkt vatn frá skemmdum eldsneytisstöfum hafi lekið úr verinu. Geislamengun hefur mælst í matvælum og kranavatni, jafnvel í höfuðborginni Tókýó sem er í 220 kílómetra fjarlægð. Erfiðlega hefur gengið að koma kælikerfi ofnanna í gang á ný, þótt rafmagn sé komið á. Kælikerfin sjálf hafa greinilega skemmst það mikið að rafmagnstengingin dugir ekki til að koma þeim af stað. Í gær fréttist af því að Masataka Shmizu, forstjóri TEPCO, japanska orkuveitufyrirtækisins sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, hefði verið fluttur á sjúkrahús. Hann var mjög áberandi persóna í Japan fyrir jarðskjálftann en hefur lítið sem ekkert sést opinberlega síðasta hálfa mánuðinn. Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður fyrirtækisins, viðurkenndi í fyrsta sinn í gær að ekki yrði framar hægt að starfrækja í það minnsta fjóra af sex kjarnaofnum versins. „Eftir að hafa dælt sjó á ofnana tel ég að við getum ekki notað þá meir,“ sagði hann. Fyrirtækið sagði að ákvarðanir um framtíð hinna ofnanna tveggja, sem ekki hafa verið til vandræða, yrðu teknar síðar og þá í samráði við íbúa í nágrenninu. Japönsk stjórnvöld hafa þó haldið því fram í tíu daga að leggja þurfi niður alla starfsemi í verinu. Öryggisráðstafanir í verinu voru miðaðar við að það þyldi jarðskjálfta upp á sjö stig, en skjálftinn mikli sem reið yfir föstudaginn 1. mars mældist 9 stig. Í kjölfarið kom hamfaraflóð sem var öflugra og meira en nokkur hafði gert ráð fyrir þegar öryggisbúnaður versins var hannaður. Opinberar tölur um staðfest mannfall segja að hamfarirnar hafi kostað á tólfta þúsund manns lífið, en að auki er meira en sextán þúsund manns saknað. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira