Plúton hefur fundist í jarðvegi utan ofna 29. mars 2011 01:00 mótmæli í Þýskalandi Fyrir utan kanslarahöllina í Berlín hafa hópar mætt til að mótmæla kjarnorku.nordicphotos/AFP Kjarnorkuver í smíðum Í Finnlandi er verið að reisa eitt öruggasta kjarnorkuver heims í bænum Olkiluoto við strönd Eystrasalts.nordicphotos/AFP Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna, sem bendir til þess að alvarleg bráðnun hafi orðið í kjarna eins eða fleiri þeirra. Magnið er reyndar sagt lítið og enn er vonast til að brátt muni takast að kæla niður ofnkjarnana svo þeir verði viðráðanlegir. Hættuleg geislun hefur enn ekki dreifst að ráði út fyrir nánasta nágrenni ofnanna. Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan hefur hins vegar blásið nýju lífi í alla andstöðu við nýtingu kjarnorku víða um heim. Á Vesturlöndum og víðar hafa kjarnorkuandstæðingar haldið í mótmælagöngur og krafist þess að stjórnvöld leggi niður öll kjarnorkuver og hætti við áform um frekari uppbyggingu kjarnorkunýtingar. Stjórnvöld víða um heim hafa einnig brugðist við með ýmsum hætti, jafnvel frestað áformum um frekari uppbyggingu eða hraðað áformum um að leggja niður kjarnorkuver. Andstaðan hefur verið einna hörðust í Þýskalandi og nú um helgina kostaði það Kristilega demókrata, stjórnarflokk Angelu Merkel kanslara, þingmeirihluta í sambandslandinu Baden-Württemberg, þar sem flokkurinn hefur verið samfleytt við völd í nærri sextíu ár. Sitt sýnist þó hverjum og margir hafa bent á að kjarnorkan er, þrátt fyrir þau skelfilegu áhrif sem kjarnorkuslys getur haft, samt sá orkugjafi sem einna umhverfisvænstur hlýtur að teljast. Margir fara einnig ekki ofan af því að kjarnorkuvinnsla geti sömuleiðis verið nánast hættulaus ef rétt er að staðið. Þannig halda Finnar ótrauðir áfram að reisa nýtt kjarnorkuver í Olkiluoto við strönd Eystrasalts. Reyndar eru það Frakkar sem tóku að sér að reisa kjarnorkuverið, sem sagt er verða það fullkomnasta og öruggasta sem risið hefur. Veggirnir eru sagðir nógu þykkir til að þola flughrap, tækjabúnaðurinn á að þola finnska vetrarkuldann og eru öryggisráðstafanir byggðar á áratuga reynslu og tækniþróun. „Við erum með svo mikið af varakerfum að slys á borð við það sem varð í Japan gæti ekki gerst," segir Juoni Silvennoinen, yfirmaður byggingarframkvæmdanna. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Kjarnorkuver í smíðum Í Finnlandi er verið að reisa eitt öruggasta kjarnorkuver heims í bænum Olkiluoto við strönd Eystrasalts.nordicphotos/AFP Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna, sem bendir til þess að alvarleg bráðnun hafi orðið í kjarna eins eða fleiri þeirra. Magnið er reyndar sagt lítið og enn er vonast til að brátt muni takast að kæla niður ofnkjarnana svo þeir verði viðráðanlegir. Hættuleg geislun hefur enn ekki dreifst að ráði út fyrir nánasta nágrenni ofnanna. Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan hefur hins vegar blásið nýju lífi í alla andstöðu við nýtingu kjarnorku víða um heim. Á Vesturlöndum og víðar hafa kjarnorkuandstæðingar haldið í mótmælagöngur og krafist þess að stjórnvöld leggi niður öll kjarnorkuver og hætti við áform um frekari uppbyggingu kjarnorkunýtingar. Stjórnvöld víða um heim hafa einnig brugðist við með ýmsum hætti, jafnvel frestað áformum um frekari uppbyggingu eða hraðað áformum um að leggja niður kjarnorkuver. Andstaðan hefur verið einna hörðust í Þýskalandi og nú um helgina kostaði það Kristilega demókrata, stjórnarflokk Angelu Merkel kanslara, þingmeirihluta í sambandslandinu Baden-Württemberg, þar sem flokkurinn hefur verið samfleytt við völd í nærri sextíu ár. Sitt sýnist þó hverjum og margir hafa bent á að kjarnorkan er, þrátt fyrir þau skelfilegu áhrif sem kjarnorkuslys getur haft, samt sá orkugjafi sem einna umhverfisvænstur hlýtur að teljast. Margir fara einnig ekki ofan af því að kjarnorkuvinnsla geti sömuleiðis verið nánast hættulaus ef rétt er að staðið. Þannig halda Finnar ótrauðir áfram að reisa nýtt kjarnorkuver í Olkiluoto við strönd Eystrasalts. Reyndar eru það Frakkar sem tóku að sér að reisa kjarnorkuverið, sem sagt er verða það fullkomnasta og öruggasta sem risið hefur. Veggirnir eru sagðir nógu þykkir til að þola flughrap, tækjabúnaðurinn á að þola finnska vetrarkuldann og eru öryggisráðstafanir byggðar á áratuga reynslu og tækniþróun. „Við erum með svo mikið af varakerfum að slys á borð við það sem varð í Japan gæti ekki gerst," segir Juoni Silvennoinen, yfirmaður byggingarframkvæmdanna. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira