Opnar vefsíðu fyrir hármódel 21. mars 2011 20:00 Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður. Fréttablaðið/Anton Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður hefur komið á laggirnar fyrstu íslensku vefsíðunni þar sem hárgreiðslufólk getur á auðveldan og fljótlegan hátt fundið fyrirsætur fyrir ýmis verkefni. „Hugmyndin að síðunni kom til þegar ég var að vinna að eigin hárlínu í fyrra og ein fyrirsætan forfallaðist á síðustu stundu. Það er ekkert hlaupið að því að finna nýja fyrirsætu með svipað hár með engum fyrirvara og ég fór að spá í því af hverju það væri ekki til síða sem þessi til að auðvelda manni lífið og spara tíma og fyrirhöfn," útskýrir Anna Sigríður, eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð. Vefsíðan, Hármódel.is, er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en svipuðum síðum er haldið úti bæði í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Að sögn Önnu Siggu verða fyrirsæturnar að hafa náð átján ára aldri en þess utan sé öllum frjálst að skrá sig. „Fólk skráir sig í gegnum síðuna og svo kemur það til mín og ég skrái niður ýmsar upplýsingar, til dæmis hárgerð og hversu opið fólk er fyrir breytingum. Það eru ekki allir sem vilja láta lita á sér hárið eða klippa það mjög stutt." Síðan er tiltölulega nýkomin í loftið og því er lítil reynsla komin á starfsemi hennar en Anna Sigga telur að það breytist í lok mánaðarins þegar fagmenn fara að kynna nýjar vor- og sumarlínur. „Það er mikið um stórar hársýningar núna í lok mars og þá kemur betur í ljós hvernig vefurinn leggst í menn. Hingað til hefur þó verið tiltölulega auðvelt að fá fyrirsætur á skrá," segir hún að lokum. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á netfangið harmodel@harmodel.is. - sm Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður hefur komið á laggirnar fyrstu íslensku vefsíðunni þar sem hárgreiðslufólk getur á auðveldan og fljótlegan hátt fundið fyrirsætur fyrir ýmis verkefni. „Hugmyndin að síðunni kom til þegar ég var að vinna að eigin hárlínu í fyrra og ein fyrirsætan forfallaðist á síðustu stundu. Það er ekkert hlaupið að því að finna nýja fyrirsætu með svipað hár með engum fyrirvara og ég fór að spá í því af hverju það væri ekki til síða sem þessi til að auðvelda manni lífið og spara tíma og fyrirhöfn," útskýrir Anna Sigríður, eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð. Vefsíðan, Hármódel.is, er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en svipuðum síðum er haldið úti bæði í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Að sögn Önnu Siggu verða fyrirsæturnar að hafa náð átján ára aldri en þess utan sé öllum frjálst að skrá sig. „Fólk skráir sig í gegnum síðuna og svo kemur það til mín og ég skrái niður ýmsar upplýsingar, til dæmis hárgerð og hversu opið fólk er fyrir breytingum. Það eru ekki allir sem vilja láta lita á sér hárið eða klippa það mjög stutt." Síðan er tiltölulega nýkomin í loftið og því er lítil reynsla komin á starfsemi hennar en Anna Sigga telur að það breytist í lok mánaðarins þegar fagmenn fara að kynna nýjar vor- og sumarlínur. „Það er mikið um stórar hársýningar núna í lok mars og þá kemur betur í ljós hvernig vefurinn leggst í menn. Hingað til hefur þó verið tiltölulega auðvelt að fá fyrirsætur á skrá," segir hún að lokum. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á netfangið harmodel@harmodel.is. - sm
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira