Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segist vera of gamall fyrir alla þá ástarfundi sem hann er sakaður um að hafa átt.
Berlusconi stendur nú í málaferlum vegna ákæru sem hann fékk eftir að hafa keypt kynlíf af ungri marokkóskri stúlku.
Í dómskjölum koma fram upplýsingar um þrjátíu og þrjár konur sem eiga að hafa tekið þátt í veislum Berlusconis en hann vísar þeim á bug.
Silvio Berlusconi, sem verður sjötíu og fimm ára gamall í september, sagði blaðamanni ítalska dagblaðsins La Repubblica að þótt hann væri óþekkur væru þrjátíu og þrjár stelpur á tveimur mánuðum meira að segja of mikið fyrir þrítugan mann.- eeh
