Clarins notar íslenskt kál 11. mars 2011 00:00 Margit Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins. Fréttablaðið/GVA Íslenskt skarfakál eða Cochlearia er ein þriggja jurta sem ný andlitskrem frá franska snyrtivörurisanum Clarins, innihalda. Sérfræðingar Clarins leita uppi harðgerar plöntur um allan heim til að nýta eiginleika þeirra í snyrtivörur, þar á meðal á Íslandi. Skarfakálið er sagt hægja á öldrun húðarinnar en kremin eru ætluð 50 ára og eldri. „Lionel de Benetti, framkvæmdastjóri rannsóknastofa og vörustjórnunar Clarins, rakst á jurtina við göngustíg á ferð sinni um Ísland. Hann komst að því að skarfakálið var ein af fyrstu jurtunum til að nema land í Surtsey, árið 1965 og þar með skapa nýtt líf," útskýrir Benjamin Vouard, framkvæmdastjóri þjálfunar hjá Clarins. Lionel heillaðist af þeim eiginleikum skarfakálsins að þrífast í harðgerum jarðvegi og loftslagi og efnagreindi jurtina. „Við komumst að því að skarfakál örvar virkni prótínsameinda og hamlar bindingu prótína við sykursameindir og hamlar þannig öldrun fruma. Clarins fékk einkaleyfi á notkun skarfakálsins og ræktar það á rannsóknastofu í Frakklandi," segir Benjamin enn fremur. Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins. Íslendingar hafa notað skarfakál um aldir sér til heilsubótar, meðal annars við skyrbjúg en jurtin er rík af C-vítamíni. „Skarfakál er einnig talið gott við ýmsum kvillum eins og gigt, bjúg, og ýmsum húðsjúkdómum," segir á Vísindavef Háskóla Íslands. „Við Íslendingar þekkjum þessa jurt vel," segir Margit Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins á Íslandi. „Nú hefur Clarins sýnt fram á að það hjálpar til við að endurheimta ljóma húðarinnar. Nýjustu kannanir sýna að sjáanlegur munur er á húðinni eftir 10 daga notkun kremsins," segir Margit og líkir húðinni við tennisspaða til að útskýra virknina.Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins.„Þegar húðin er ung er hún stinn og þétt eins og nýr tennisspaði. Við notkun slakna þræðirnir í spaðanum og eins er með húðina hún tapar þéttleika með aldrinum. Efnin í skarfakálinu ásamt hinum jurtunum í kreminu, Waltheria og Spergularia, þétta innra lag húðarinnar og hrukkur grynnka." Vital Light-kremin eru ný á markaðnum hér á landi. Benjamin tekur fram að rannsóknastofa Clarins hafi vottun franska heilbrigðiseftirlitsins fyrir gott starf. „Clarins hefur verið óumdeilanlegur leiðtogi í snyrtivöruheiminum í Evrópu í yfir 20 ár sér í lagi í þróun snyrtivara sem vinna gegn öldrun húðarinnar," segir hann einnig. heida@frettabladid.is Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslenskt skarfakál eða Cochlearia er ein þriggja jurta sem ný andlitskrem frá franska snyrtivörurisanum Clarins, innihalda. Sérfræðingar Clarins leita uppi harðgerar plöntur um allan heim til að nýta eiginleika þeirra í snyrtivörur, þar á meðal á Íslandi. Skarfakálið er sagt hægja á öldrun húðarinnar en kremin eru ætluð 50 ára og eldri. „Lionel de Benetti, framkvæmdastjóri rannsóknastofa og vörustjórnunar Clarins, rakst á jurtina við göngustíg á ferð sinni um Ísland. Hann komst að því að skarfakálið var ein af fyrstu jurtunum til að nema land í Surtsey, árið 1965 og þar með skapa nýtt líf," útskýrir Benjamin Vouard, framkvæmdastjóri þjálfunar hjá Clarins. Lionel heillaðist af þeim eiginleikum skarfakálsins að þrífast í harðgerum jarðvegi og loftslagi og efnagreindi jurtina. „Við komumst að því að skarfakál örvar virkni prótínsameinda og hamlar bindingu prótína við sykursameindir og hamlar þannig öldrun fruma. Clarins fékk einkaleyfi á notkun skarfakálsins og ræktar það á rannsóknastofu í Frakklandi," segir Benjamin enn fremur. Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins. Íslendingar hafa notað skarfakál um aldir sér til heilsubótar, meðal annars við skyrbjúg en jurtin er rík af C-vítamíni. „Skarfakál er einnig talið gott við ýmsum kvillum eins og gigt, bjúg, og ýmsum húðsjúkdómum," segir á Vísindavef Háskóla Íslands. „Við Íslendingar þekkjum þessa jurt vel," segir Margit Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins á Íslandi. „Nú hefur Clarins sýnt fram á að það hjálpar til við að endurheimta ljóma húðarinnar. Nýjustu kannanir sýna að sjáanlegur munur er á húðinni eftir 10 daga notkun kremsins," segir Margit og líkir húðinni við tennisspaða til að útskýra virknina.Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins.„Þegar húðin er ung er hún stinn og þétt eins og nýr tennisspaði. Við notkun slakna þræðirnir í spaðanum og eins er með húðina hún tapar þéttleika með aldrinum. Efnin í skarfakálinu ásamt hinum jurtunum í kreminu, Waltheria og Spergularia, þétta innra lag húðarinnar og hrukkur grynnka." Vital Light-kremin eru ný á markaðnum hér á landi. Benjamin tekur fram að rannsóknastofa Clarins hafi vottun franska heilbrigðiseftirlitsins fyrir gott starf. „Clarins hefur verið óumdeilanlegur leiðtogi í snyrtivöruheiminum í Evrópu í yfir 20 ár sér í lagi í þróun snyrtivara sem vinna gegn öldrun húðarinnar," segir hann einnig. heida@frettabladid.is
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira