Dómarar eru Jeff Tunks frá Washington DC. Veitingahúsin DC Coast, Ceiba, Acadiana, Tenh Penh, Passion Fish. Einn af þekktustu kokkum Bandaríkjanna. Hann hefur verið með í Food & Fun frá upphafi og undanfarin fimm ár verið formaður dómnefndar.
Robert Wiedmaier frá Washington DC. Veitingahúsin Marcel's, sem undanfarin ár hefur verið valið besta hágæðaveitingahús í höfuðborginni, og Becks sem er brasserí í flæmskum stíl. Margoft valinn kokkur ársins í Washington-borg.

Michael Ginor frá New York. Eigandi og stofnandi Hudson Valley Foie Gras, eins stærsta framleiðanda andalifrar (foie gras) i heimi, eigandi og yfirkokkur veitingahússins LOLA á Long Island og TLV á Long Island. Verðlaunaður kokkkur og metsöluhöfundur kokkabóka. Hann er einnig með eigin ferðakokkaþátt á spennandi slóðum.

Erwin Peters frá Moskvu. Austurríkisbúi sem hefur sest að í Moskvu og búið þar undanfarin tuttugu ár. Einn fyrsti sjónvarpskokkur í Rússlandi. Stjórnar nokkrum stórum veitingastöðum.
Í stuttu máli fer dómgæslan þannig fram að dómararnir skiptast í þrjá flokka og veitingastaðirnir í þrjá riðla. Dómararaflokkur dregst síðan saman við veitingahúsariðil og fer á staðina og bragðar á matseðlum gestakokkanna á hverjum stað fyrir sig.

Michael Schlow frá Boston. Veitingahúsið Radius sem er talið meðal þeirra fremstu í hágæðamatreiðslu í Boston. Einnig Via Matti sem er í ítölskum stíl. Hann er þekktur um öll Bandaríkin.
Sven Erik Renaa frá Noregi. Fyrirliði norska kokkalandsliðsins og verðlaunahafi á Bocuse d'Or fyrir fjórum árum. Mjög virtur á Norðurlöndunum og rekur veitingahús undir eigin nafni í Stavanger.

Þetta er nýtt fyrirkomulag þar sem veitingahúsin taka meiri þátt í keppninni um hverjir vinna riðillinn.
