Færri gjaldþrot voru í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni.
95 hlutafélög og einkahlutafélög urðu gjaldþrota en þau voru 103 í janúar á síðasta ári og er það um átta prósent fækkun milli ára. Flest félög voru í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Á sama tíma voru 140 nýskráð félög í janúar miðað við 157 árið áður. Þetta er ellefu prósenta fækkun milli ára. - jtó
