Fréttaskýring: Í verri stöðu ef málið tapast fyrir dómi 21. febrúar 2011 16:00 Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið. Stefán Már var einn fjögurra lögfræðinga sem skiluðu álitsgerð um Icesave-samninginn í byrjun janúar á þessu ári að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Lögfræðingarnir fjórir voru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Í álitsgerðinni kemur fram að ef Icesave-deilunni verði ekki lokið með samkomulagi er mögulegt að Bretar og Hollendingar muni höfða mál gegn Íslendingum. Þeir muni þá meðal annars halda því fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Þessi málsókn yrði sennilega reist á því að íslenska ríkið hafi ekki fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt Evróputilskipun og að þeir hefðu mismunað innstæðueigendum. Bretar og Hollendingar myndu að öllum líkindum miða mál sitt við alla þá fjárhæð sem þeir innleystu en ekki einungis við rúmlega 20 þúsund evrur á hvern innstæðueiganda. Fram kemur í álitinu að nái ítrustu kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga fyrir dómstólum er núverandi Icesave-samningur mun hagstæðari. Að sögn Stefáns Más munu Bretar og Hollendingar þurfa að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Ekki sé þó hægt að útiloka að þeir muni reyna að sækja málið ytra. Í álitinu er talið að ESA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Stefán Már segir það slæmt fyrir Íslendinga ef ESA vinni málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hafi Íslendingar í stað þess að vera með samning í höndunum verið dæmdir fyrir brot á öðrum samningi. Í álitinu er jafnframt talið líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel aðrar þjóðir, muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hafi birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Óljóst sé hversu umfangsmiklar aðgerðirnar geta orðið eða hve lengi þær munu standa. Þetta gæti valdið Íslandi tjóni þótt ekki sé lagt mat á eðli eða umfang þess. Í álitsgerðinni segir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu þeir að þá fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dómsmálið gæti dregist á langinn með samsvarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Það geti einnig haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem eiga í hlut. Stefán Már hefur ítrekað bent á að hann telji að Íslendingar geti unnið málið fyrir dómstólum. Óvissa fylgi því hins vegar að fara með málið þangað. „Það eru betri lögfræðingar en ég sem telja að við getum tapað málinu," segir hann. Stefán Már bendir þó einnig á að ákveðin óvissa fylgi núverandi Icesave-samningi – eitthvað sem hann hefði viljað vera laus við. kristjan@frettabladid.is Icesave Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið. Stefán Már var einn fjögurra lögfræðinga sem skiluðu álitsgerð um Icesave-samninginn í byrjun janúar á þessu ári að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Lögfræðingarnir fjórir voru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Í álitsgerðinni kemur fram að ef Icesave-deilunni verði ekki lokið með samkomulagi er mögulegt að Bretar og Hollendingar muni höfða mál gegn Íslendingum. Þeir muni þá meðal annars halda því fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Þessi málsókn yrði sennilega reist á því að íslenska ríkið hafi ekki fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt Evróputilskipun og að þeir hefðu mismunað innstæðueigendum. Bretar og Hollendingar myndu að öllum líkindum miða mál sitt við alla þá fjárhæð sem þeir innleystu en ekki einungis við rúmlega 20 þúsund evrur á hvern innstæðueiganda. Fram kemur í álitinu að nái ítrustu kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga fyrir dómstólum er núverandi Icesave-samningur mun hagstæðari. Að sögn Stefáns Más munu Bretar og Hollendingar þurfa að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Ekki sé þó hægt að útiloka að þeir muni reyna að sækja málið ytra. Í álitinu er talið að ESA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Stefán Már segir það slæmt fyrir Íslendinga ef ESA vinni málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hafi Íslendingar í stað þess að vera með samning í höndunum verið dæmdir fyrir brot á öðrum samningi. Í álitinu er jafnframt talið líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel aðrar þjóðir, muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hafi birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Óljóst sé hversu umfangsmiklar aðgerðirnar geta orðið eða hve lengi þær munu standa. Þetta gæti valdið Íslandi tjóni þótt ekki sé lagt mat á eðli eða umfang þess. Í álitsgerðinni segir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu þeir að þá fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dómsmálið gæti dregist á langinn með samsvarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Það geti einnig haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem eiga í hlut. Stefán Már hefur ítrekað bent á að hann telji að Íslendingar geti unnið málið fyrir dómstólum. Óvissa fylgi því hins vegar að fara með málið þangað. „Það eru betri lögfræðingar en ég sem telja að við getum tapað málinu," segir hann. Stefán Már bendir þó einnig á að ákveðin óvissa fylgi núverandi Icesave-samningi – eitthvað sem hann hefði viljað vera laus við. kristjan@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira