Flottur kjóll, leggings og einstakur jakki frá Barböru í Gongini. Mynd/Copenhagen Fashion Festival
Hönnunarmerkið bARBARA í gONGINI var á meðal þeirra skandinavísku tískumerkja sem sýndu línur sínar á nýyfirstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn. Merkið er upprunalega frá Færeyjum en hefur aðsetur í Kaupmannahöfn og þykir hönnun þess dökk og framúrstefnuleg.
Sýning bARBARA í gONGINI fór fram í Det kongelige danske musikkonservatorium og var líkari listagjörningi en tískusýningu. Tónlistin var drungaleg og fyrirsæturnar gengu eins og í leiðslu um sviðið með hvítmáluð andlit og kolsvart hár. Fatnaðurinn var framúrstefnulegur og var sýningin því einstök upplifun frá upphafi til enda.- sm
Sérstaklega flottur leðurjakki frá færeyska hönnuðinum.
Svart og flott. Fallegur, hálf gegnsær kjóll frá Barbara í Gongini.
Hönnun Barböru í Gongini þykir dökk og framúrstefnuleg.
Draugaleg. Svartur kjóll og skósítt vesti ásamt síðri silfurhálskeðju.