Ísland árið 2020 Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2011 06:00 Á vormánuðum 2009 efndi Ríkisstjórn Íslands til víðtæks samráðs undir forystu forsætisráðuneytisins um sóknaráætlanir fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar undir yfirskriftinni Sóknaráætlun 20/20. Markmið verkefnisins var meðal annars að kalla fram sameiginlega framtíðarsýn, móta atvinnustefnu, kortleggja samkeppnishæfni landsins og samþætta áættlanagerð innan stjórnsýslunnar. Sóknaráætlunarferlið var viðamikið og alls tóku um 1000 manns þátt í því víða um land; almennir þátttakendur á átta landshlutafundum, aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar í Vísinda og tækniráði, í sérfræðiráðum, verkefnahópum og innan stjórnsýslunnar auk kjörinna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum. Sambærileg stefnumörkun hefur verið unnin víða erlendis, meðal annars í Danmörku og á Írlandi. Hugmyndir að leiðarljósum og framtíðarsýn, við upphaf verkefnisins, tóku breytingum á þeim tíma sem sóknaráætlunarferlið stóð yfir. Að mínu viti sýnir það styrk og mikilvægi vinnuferlisins. Við stöndum eftir með sterkt stefnumarkandi skjal, 20 skýr og mælanleg markmið í mikilvægum málaflokkum, grunn að atvinnustefnu, kafla um samkeppnishæfni, niðurstöður þjóðfunda og gríðarlegt magn grunnupplýsinga um landshluta sem aldrei hafa verið teknar saman á slíkan hátt áður.Niðurstöður Sóknaráætlunar 20/20. Niðurstöðurnar hvað varðar stjórnsýsluna er Ísland 2020, stefnumarkandi skjal sem inniheldur 20 mælanleg víðtæk markmið á sviði efnahags-, þróunar-, þekkingar-, sjálfbærni- og velferðarmála til næstu tíu ára. Markmið Íslands 2020 gegna því tvíþætta hlutverki að bæta hér velferð, þekkingu, efnahag, sjálfbærni og stuðla að jákvæðri þróun ásamt því að nýtast stjórnsýslunni til að sameina krafta sína og vinna saman að sameiginlegum mælanlegum markmiðum. Á hverju ári verður svo staða markmiðana opinberuð. Markmiðin eru eftirtalin: Að skuldir ríkissjóðs verði ekki hærri en 60% af landsframleiðslu árið 2020. Verðbólga verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram verðbólgu í þeim þremur ríkjum ESB þar sem hún er lægst. Vextir (skammtímavextir) verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram vexti í þeim þremur ríkjum Evrópu þar sem vextir eru lægstir. Þróunarstuðull Sameinuðu þjóðanna (HDI) fyrir Ísland verði sambærilegur við stuðul fimm efstu þjóða. Að vöxtur framfarastuðulsins (GPI) haldist ætið sá hinn sami og vöxtur þjóðarframleiðslu. Að minnka hlutfall örorkulífeyrisþega af íbúafjölda úr 8,4% í 7,0% árið 2020. Að lækka hlutfall atvinnulausra (> 12 mán.) niður fyrir 3% árið 2020. Að auka jöfnuð á Ísland með lækkun Gini stuðuls fyrir ráðstöfunartekjur í um 25 árið 2020. Að bæta stöðu jafnréttismála þannig að gildi jafnréttisvísitölunnar global gender gap index verði nálægt 0,9 árið 2020. Að auka vellíðan og góða andlega heilsu þannig að meðaltal mælinga, samkvæmt WHO 5 kvarðanum hækki úr 64 árið 2009 í 72 árið 2020. Að hlutfall íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki haf a hlotið formlega framhaldsmenntun fari úr 30% niður í 10% árið 2020. Að 4% af landsframleiðslu sé varið til rannsókna, þróunar og nýsköpunar og að hlutfall framlags fyrirtækja í samkeppnissjóði og markáætlanir sé 70% á móti 30% framlagi ríkisins. Að Ísland verði meðal 10 efstu þjóða árið 2020 í rafrænni stjórnsýsluvísitölu og rafrænni þátttökuvísitölu sem mæld er af Sameinuðu þjóðunum. Að hátækniiðnaður skapi 10% af landsframleiðslu og 15% af útflutningsverðmætum árið 2020. Að notkun vistvæns eldsneytis í sjávarútvegi verði a.m.k 20% árið 2020 og að 20% alls eldsneytis í samgöngum verði vistvænt. Að Ísland taki á sig sambærilegar skuldbindingar og ríki Evrópu gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna árið 2020. Að vistvæn nýsköpun og afurðir hennar verði helsta vaxtargreinin næsta áratug, með 20% árlegan vöxt í veltu sem tvöfaldist fyrir 2015, miðað við 2011. Að árið 2020 gangi 75% nýrra bifreiða, undir fimm tonnum að þyngd, fyrir vistvænu eldsneyti. Að hlutfall innlendrar matvöru í neyslu landsmanna aukist um 10% fyrir árið 2020. Árið 2020 verði færni íslenskra grunnskólanemenda sambærileg við 10 efstu þjóðir samkvæmt OECD PISA rannsókninni á lesskilningi og læsi á stærðfræði og raungreinar.Skýr markmið og samhæfð eftirfylgni Stefnumörkunin Ísland 2020 var samþykkt í ríkisstjórn þriðjudaginn 21. desember 2010. Ísland 2020 endurspeglar viðleitni stjórnvalda til þess að horfa fram á veginn og setja mælanleg langtímamarkmið sem unnið verður að með breyttu og endurskoðuðu skipulagi við stefnumótun og áætlanagerð. Alltof lengi hefur stefnumótun og áætlanagerð setið hjá garði innan stjórnsýslunnar. Við höfum ekki stuðst nægilega við þær stefnur og áætlanir sem við höfum þó gert. Vægi stefnumótunar og áætlanagerðar þarf að aukast. Við þurfum að sameinast um gerð þeirra, einfalda vinnulag og skipulag í kringum ferlið, fækka aðgerðum og fylgja þeim betur eftir. Mikilvægt er að fækka og samþætta vinnu við lögbundnar áætlanir stjórnsýslunnar, t.d. samgönguáætlun, samskiptaáætlun, byggðaáætlun, ferðamálaáætlun, heilbrigðisáætlun ofl.. Við munum tengja þær fjárlögum í auknum mæli og framkvæma það sem við setjum okkur út frá aðgerðaáætlunum, með notkun mælikvarða og ábyrgðar- og framkvæmdaaðila einstakra verkefna og aðgerða. Ísland 2020 er stefnumörkun sem stjórnsýslan mun sameinast um að vinna með. Grunnlína markmiðanna tuttugu hefur nú verið dregin í upphafi ársins 2011. Markmiðin hafa verið sett og það er von mín og trú að á grunni stefnumörkunarinnar geti stjórnsýslan unnið sem ein heild út þennan áratug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2009 efndi Ríkisstjórn Íslands til víðtæks samráðs undir forystu forsætisráðuneytisins um sóknaráætlanir fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar undir yfirskriftinni Sóknaráætlun 20/20. Markmið verkefnisins var meðal annars að kalla fram sameiginlega framtíðarsýn, móta atvinnustefnu, kortleggja samkeppnishæfni landsins og samþætta áættlanagerð innan stjórnsýslunnar. Sóknaráætlunarferlið var viðamikið og alls tóku um 1000 manns þátt í því víða um land; almennir þátttakendur á átta landshlutafundum, aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar í Vísinda og tækniráði, í sérfræðiráðum, verkefnahópum og innan stjórnsýslunnar auk kjörinna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum. Sambærileg stefnumörkun hefur verið unnin víða erlendis, meðal annars í Danmörku og á Írlandi. Hugmyndir að leiðarljósum og framtíðarsýn, við upphaf verkefnisins, tóku breytingum á þeim tíma sem sóknaráætlunarferlið stóð yfir. Að mínu viti sýnir það styrk og mikilvægi vinnuferlisins. Við stöndum eftir með sterkt stefnumarkandi skjal, 20 skýr og mælanleg markmið í mikilvægum málaflokkum, grunn að atvinnustefnu, kafla um samkeppnishæfni, niðurstöður þjóðfunda og gríðarlegt magn grunnupplýsinga um landshluta sem aldrei hafa verið teknar saman á slíkan hátt áður.Niðurstöður Sóknaráætlunar 20/20. Niðurstöðurnar hvað varðar stjórnsýsluna er Ísland 2020, stefnumarkandi skjal sem inniheldur 20 mælanleg víðtæk markmið á sviði efnahags-, þróunar-, þekkingar-, sjálfbærni- og velferðarmála til næstu tíu ára. Markmið Íslands 2020 gegna því tvíþætta hlutverki að bæta hér velferð, þekkingu, efnahag, sjálfbærni og stuðla að jákvæðri þróun ásamt því að nýtast stjórnsýslunni til að sameina krafta sína og vinna saman að sameiginlegum mælanlegum markmiðum. Á hverju ári verður svo staða markmiðana opinberuð. Markmiðin eru eftirtalin: Að skuldir ríkissjóðs verði ekki hærri en 60% af landsframleiðslu árið 2020. Verðbólga verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram verðbólgu í þeim þremur ríkjum ESB þar sem hún er lægst. Vextir (skammtímavextir) verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram vexti í þeim þremur ríkjum Evrópu þar sem vextir eru lægstir. Þróunarstuðull Sameinuðu þjóðanna (HDI) fyrir Ísland verði sambærilegur við stuðul fimm efstu þjóða. Að vöxtur framfarastuðulsins (GPI) haldist ætið sá hinn sami og vöxtur þjóðarframleiðslu. Að minnka hlutfall örorkulífeyrisþega af íbúafjölda úr 8,4% í 7,0% árið 2020. Að lækka hlutfall atvinnulausra (> 12 mán.) niður fyrir 3% árið 2020. Að auka jöfnuð á Ísland með lækkun Gini stuðuls fyrir ráðstöfunartekjur í um 25 árið 2020. Að bæta stöðu jafnréttismála þannig að gildi jafnréttisvísitölunnar global gender gap index verði nálægt 0,9 árið 2020. Að auka vellíðan og góða andlega heilsu þannig að meðaltal mælinga, samkvæmt WHO 5 kvarðanum hækki úr 64 árið 2009 í 72 árið 2020. Að hlutfall íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki haf a hlotið formlega framhaldsmenntun fari úr 30% niður í 10% árið 2020. Að 4% af landsframleiðslu sé varið til rannsókna, þróunar og nýsköpunar og að hlutfall framlags fyrirtækja í samkeppnissjóði og markáætlanir sé 70% á móti 30% framlagi ríkisins. Að Ísland verði meðal 10 efstu þjóða árið 2020 í rafrænni stjórnsýsluvísitölu og rafrænni þátttökuvísitölu sem mæld er af Sameinuðu þjóðunum. Að hátækniiðnaður skapi 10% af landsframleiðslu og 15% af útflutningsverðmætum árið 2020. Að notkun vistvæns eldsneytis í sjávarútvegi verði a.m.k 20% árið 2020 og að 20% alls eldsneytis í samgöngum verði vistvænt. Að Ísland taki á sig sambærilegar skuldbindingar og ríki Evrópu gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna árið 2020. Að vistvæn nýsköpun og afurðir hennar verði helsta vaxtargreinin næsta áratug, með 20% árlegan vöxt í veltu sem tvöfaldist fyrir 2015, miðað við 2011. Að árið 2020 gangi 75% nýrra bifreiða, undir fimm tonnum að þyngd, fyrir vistvænu eldsneyti. Að hlutfall innlendrar matvöru í neyslu landsmanna aukist um 10% fyrir árið 2020. Árið 2020 verði færni íslenskra grunnskólanemenda sambærileg við 10 efstu þjóðir samkvæmt OECD PISA rannsókninni á lesskilningi og læsi á stærðfræði og raungreinar.Skýr markmið og samhæfð eftirfylgni Stefnumörkunin Ísland 2020 var samþykkt í ríkisstjórn þriðjudaginn 21. desember 2010. Ísland 2020 endurspeglar viðleitni stjórnvalda til þess að horfa fram á veginn og setja mælanleg langtímamarkmið sem unnið verður að með breyttu og endurskoðuðu skipulagi við stefnumótun og áætlanagerð. Alltof lengi hefur stefnumótun og áætlanagerð setið hjá garði innan stjórnsýslunnar. Við höfum ekki stuðst nægilega við þær stefnur og áætlanir sem við höfum þó gert. Vægi stefnumótunar og áætlanagerðar þarf að aukast. Við þurfum að sameinast um gerð þeirra, einfalda vinnulag og skipulag í kringum ferlið, fækka aðgerðum og fylgja þeim betur eftir. Mikilvægt er að fækka og samþætta vinnu við lögbundnar áætlanir stjórnsýslunnar, t.d. samgönguáætlun, samskiptaáætlun, byggðaáætlun, ferðamálaáætlun, heilbrigðisáætlun ofl.. Við munum tengja þær fjárlögum í auknum mæli og framkvæma það sem við setjum okkur út frá aðgerðaáætlunum, með notkun mælikvarða og ábyrgðar- og framkvæmdaaðila einstakra verkefna og aðgerða. Ísland 2020 er stefnumörkun sem stjórnsýslan mun sameinast um að vinna með. Grunnlína markmiðanna tuttugu hefur nú verið dregin í upphafi ársins 2011. Markmiðin hafa verið sett og það er von mín og trú að á grunni stefnumörkunarinnar geti stjórnsýslan unnið sem ein heild út þennan áratug.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar