Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna um Icesave að ríkisstjórnin hefði gert hrapaleg misstök í Icesave deilunni. Engu að síður segði hann já.
„Það er mitt mat eftir nákvæma skoðun á málinu [...] að það sé skynsamleg ákvörðun út frá hagsmunum íslensku þjóðarinnar að ljúka þeim ágreiningi með þeim samningi sem nú liggur fyrir."
Bjarni Beneditksson sagði það ekki létt verk eða gleðiefni að leiða erfiðan ágreining til lykta eftir allan þennan tíma. En það væri nauðsynlegt og því styddi hann samninginn.
Bjarni Benediktsson - erfiður samningur en segir já

Mest lesið

Hjalti Snær sá sem fannst látinn
Innlent



Haraldur Jóhannsson er látinn
Innlent




Agnes Johansen er látin
Innlent

