Juventus tapaði í dag sínum þriðja leik í mánuðinum er liðið tapaði fyrir Udinese á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni, 2-1.
Claudio Marchisio kom Juve yfir á 60. mínútu leiksins en þeir Christian Valencia Zapata og Alexes Sanchez tryggðu Udinese svo sigurinn.
Leonardo Bonucci fékk að líta beint rautt spjald á 87. mínútu og mínútu síðar fékk Sanchez sína aðra áminningu í leiknum.
Juventus er í sjöunda sæti deildarinnar með 35 stig, tólf stigum á eftir toppliði Milan.
Udinese komst hins vegar upp í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum og er með 36 stig.