Tina Maze vann í dag til gullverðlauna í stórsvigi kvenna á HM í alpagreinum sem fer fram í Þýskalandi.
Tveir íslenskir keppendur tóku þátt í keppninni. Íris Guðmundsdóttir var ein 60 keppenda sem komust áfram í seinni ferðina en hún féll úr leik á lokakafla brautarinnar.
Katrín Kristjánsdóttir féll hins vegar úr leik í fyrri ferðinni.
Federica Brignone, tvítugur Ítali, varð önnur í dag og Tessa Worley frá Frakklandi sýndi frábæra takta í seinni ferðinni er hún vann sig upp í þriðja sætið eftir að hafa verið í því nítjánda eftir fyrri ferðina.
Austurríkismenn voru fyrri daginn búnir að vinna gull í öllum hinum greinum keppninnar í kvennaflokki, nema svigi sem keppt verður í um helgina.
