Green Bay Packers vann Super Bowl í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2011 09:15 Aaron Rodgers. Mynd/AP Green Bay Packers vann 31-25 sigur á Pittsburgh Steelers í úrslitasleik ameríska fótboltans í nótt en Super Bowl leikurinn fór þá fram fyrir framan meira en hundrað þúsund manns á hinum stórglæsilega Cowboys Stadium. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var valinn maður leiksins og má segja að hann sé nú kominn út úr skugga Brett Favre sem stýrði Packers-liðinu til fjölda ára á undan Rodgers og leiddi liðið til sigurs í Super Bowl árið 1996. Þetta var fjórði sigur Green Bay Packers í Super Bowl en liðið kemur aðeins frá 102 þúsund manna bæ. Liðið vann tvo fyrstu leikina um "Ofurskálina" og bikarinn sem keppt er um er skýrður eftir Vince Lombardi, sem stýrði liðinu til sigurs 1967 og 1968. „Minnsta borgin í deildinni hefur unnið stærsta leikinn. Þetta var frábær leikur milli tveggja klassíska liða," sagði Roger Goodell, yfirmaður NFL, áður en hann afhenti bikarinn. Aaron Rodgers átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum, 24 af 39 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls 304 metra. Greg Jennings skoraði tvö snertimörk og Jordy Nelson skoraði eitt snertimark og greip níu sendingar. Green Bay byrjaði leikinn frábærlega og komst í 21-3 en Pittsburgh náði að minnka muninn i 28-25 um miðjan lokaleikhlutann. Liðið sýndi harðfylgni með að klára leikinn eftir að hafa misst tvo mikilvæga leikmenn í meiðsli. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var búinn að vinna tvo tila með Pittsburgh en fann sig ekki í gær. „Mér líður eins og ég hafi brugðist íbúm Pittsburgh, stuðningsmönunum, þjálfurunum og liðsfélögunum. Það er ekki góð tilfinning," sagði Roethlisberger en þrír tapaðir boltar voru liðinu dýrkeyptir enda skoraði Green Bay 21 stig í framhaldinu af þeim. Erlendar Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sjá meira
Green Bay Packers vann 31-25 sigur á Pittsburgh Steelers í úrslitasleik ameríska fótboltans í nótt en Super Bowl leikurinn fór þá fram fyrir framan meira en hundrað þúsund manns á hinum stórglæsilega Cowboys Stadium. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var valinn maður leiksins og má segja að hann sé nú kominn út úr skugga Brett Favre sem stýrði Packers-liðinu til fjölda ára á undan Rodgers og leiddi liðið til sigurs í Super Bowl árið 1996. Þetta var fjórði sigur Green Bay Packers í Super Bowl en liðið kemur aðeins frá 102 þúsund manna bæ. Liðið vann tvo fyrstu leikina um "Ofurskálina" og bikarinn sem keppt er um er skýrður eftir Vince Lombardi, sem stýrði liðinu til sigurs 1967 og 1968. „Minnsta borgin í deildinni hefur unnið stærsta leikinn. Þetta var frábær leikur milli tveggja klassíska liða," sagði Roger Goodell, yfirmaður NFL, áður en hann afhenti bikarinn. Aaron Rodgers átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum, 24 af 39 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls 304 metra. Greg Jennings skoraði tvö snertimörk og Jordy Nelson skoraði eitt snertimark og greip níu sendingar. Green Bay byrjaði leikinn frábærlega og komst í 21-3 en Pittsburgh náði að minnka muninn i 28-25 um miðjan lokaleikhlutann. Liðið sýndi harðfylgni með að klára leikinn eftir að hafa misst tvo mikilvæga leikmenn í meiðsli. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var búinn að vinna tvo tila með Pittsburgh en fann sig ekki í gær. „Mér líður eins og ég hafi brugðist íbúm Pittsburgh, stuðningsmönunum, þjálfurunum og liðsfélögunum. Það er ekki góð tilfinning," sagði Roethlisberger en þrír tapaðir boltar voru liðinu dýrkeyptir enda skoraði Green Bay 21 stig í framhaldinu af þeim.
Erlendar Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sjá meira