Ungir Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi skora á þingmenn flokksins að greiða ekki atkvæði með Icesave frumvarpinu.
Jafnfarmt skora þeir á miðstjórn flokksins að boða til landsfundar þar sem umboð formanns og varaformanns flokksins verði kannað.
Vörður, félag ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri tekur í sama streng og segj að þingmönnum beri að standa gegn ólögmætum kröfum á íslensku þjóðina, annað verði að kalla aðför að íslensku þjóðinni.
Loks beinir sameiginlegur fundur sjálfstæðisfélagsins Óðins á Seofossi og fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árborg því til þingmanna flokksins að lög um Icesave samningana verði borin undir þjóðaratkvæði.