The Economist: Þýska undrið 17. febrúar 2011 20:00 Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi" og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Þýskaland lenti í djúpa endanum á kreppunni þar sem pantanir á framleiðsluvörum gufuðu upp. En hagkerfi landsins hefur komið sterkt til baka með hagvöxt upp á 3,6% á síðasta ári. Og þetta er ekki eitthvað eins árs undur segir The Economist. Mælt á nokkra mælikvarða, þar á meðal að atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið minna síðan árið 1992, er Þýskland stjarnan í G7 hópnum hvað efnahagslega frammistöðu varðar á síðustu tíu árum. Og hvað er leyndarmál Þýskalands? spyr The Economist. Það hjálpar að Þjóðverjar upplifðu ekki eigna- eða lánabólu og að stjórn landsins hefur haldið opinberum útgjöldum í skefjum á aðdáunarverðan hátt, segir í leiðaranum. Umfram allt er árangur Þýskalands knúinn áfram af útflutningi. Landið hefur haldið hlut sínum í útflutningsgeira heimsins þrátt fyrir uppgang Kína. Heppni spilar hér inn í dæmið. Þýskaland hefur aðgang að ódýru vinnuafli við túnfót sinn í miðri Evrópu. Einnig fer saman að Þýskaland framleiðir þær vörur sem Kína þarf einna helst á að halda. Þýsk véltækni keyrir verksmiðjur í Kína. Hæfnina vantar heldur ekki. Þjóðverjar hafa verið naskir á að finna tækifærin í atvinnugeirum sem lítill glæsileiki fylgir. Þetta á einkum við um Mittlestand fyrirtæki landsins, það er þau smáu og meðalstóru sem eru hryggjarstykkið í efnahagskerfinu. Fyrirtæki á borð við Koeing & Bauer sem framleiðir prentvélar og Leitz sem smíðar viðarframleiðslulínur. Þau eru ekki þekkt en þau eru heimsmeistarar á sínu sviði. Þá má einnig geta þess að fjöldi af Mittlestand fyrirtækjunum tók boði stjórnvalda um fjárhagsaðstoð til að halda menntuðu starfsfólki sínu í vinnu meðan að dýpsta kreppan gekk yfir. Fyrirtækin veðjuðu á að ástandið myndi batna fljótlega sem það og gerði. Þá var hið menntaða starfsfólk enn til staðar til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta allt gerði það sennilega að verkum að Angela Merkel var brosmild á Davos ráðstefnunni sem haldinn var í upphafi mánaðarins. Hún bauð öðrum Evrópuleiðtogum að fylgja í fótspor Þýskalands. Skilaboðin voru að ef þeir gerðu það myndi allt fara vel að lokum. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi" og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Þýskaland lenti í djúpa endanum á kreppunni þar sem pantanir á framleiðsluvörum gufuðu upp. En hagkerfi landsins hefur komið sterkt til baka með hagvöxt upp á 3,6% á síðasta ári. Og þetta er ekki eitthvað eins árs undur segir The Economist. Mælt á nokkra mælikvarða, þar á meðal að atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið minna síðan árið 1992, er Þýskland stjarnan í G7 hópnum hvað efnahagslega frammistöðu varðar á síðustu tíu árum. Og hvað er leyndarmál Þýskalands? spyr The Economist. Það hjálpar að Þjóðverjar upplifðu ekki eigna- eða lánabólu og að stjórn landsins hefur haldið opinberum útgjöldum í skefjum á aðdáunarverðan hátt, segir í leiðaranum. Umfram allt er árangur Þýskalands knúinn áfram af útflutningi. Landið hefur haldið hlut sínum í útflutningsgeira heimsins þrátt fyrir uppgang Kína. Heppni spilar hér inn í dæmið. Þýskaland hefur aðgang að ódýru vinnuafli við túnfót sinn í miðri Evrópu. Einnig fer saman að Þýskaland framleiðir þær vörur sem Kína þarf einna helst á að halda. Þýsk véltækni keyrir verksmiðjur í Kína. Hæfnina vantar heldur ekki. Þjóðverjar hafa verið naskir á að finna tækifærin í atvinnugeirum sem lítill glæsileiki fylgir. Þetta á einkum við um Mittlestand fyrirtæki landsins, það er þau smáu og meðalstóru sem eru hryggjarstykkið í efnahagskerfinu. Fyrirtæki á borð við Koeing & Bauer sem framleiðir prentvélar og Leitz sem smíðar viðarframleiðslulínur. Þau eru ekki þekkt en þau eru heimsmeistarar á sínu sviði. Þá má einnig geta þess að fjöldi af Mittlestand fyrirtækjunum tók boði stjórnvalda um fjárhagsaðstoð til að halda menntuðu starfsfólki sínu í vinnu meðan að dýpsta kreppan gekk yfir. Fyrirtækin veðjuðu á að ástandið myndi batna fljótlega sem það og gerði. Þá var hið menntaða starfsfólk enn til staðar til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta allt gerði það sennilega að verkum að Angela Merkel var brosmild á Davos ráðstefnunni sem haldinn var í upphafi mánaðarins. Hún bauð öðrum Evrópuleiðtogum að fylgja í fótspor Þýskalands. Skilaboðin voru að ef þeir gerðu það myndi allt fara vel að lokum.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent