Spáir mikið í falleg föt 3. febrúar 2011 08:00 Sigurður lumar á flottum flíkum í fataskápnum. Mynd/GVA Þetta er fallegur trefill og fallegt munstur, ég nota hann alltaf þegar kalt er í veðri," segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, sem vakti athygli fyrir stuttu í sjónvarpsviðtali með gæðalegan trefil um hálsinn. Trefillinn er eftir íslenska fatahönnuðinn Munda Vonda og bað Sigurður um hann sérstaklega í sextugsafmælisgjöf. „Mér fannst trefillinn flottur þegar ég sá hann í búðinni og bað konuna mína um að gefa mér hann. Ég er frekar klassískur í klæðavali en spái þó mikið í föt. Kannski má kalla það merkjasnobb, en það er ekki þannig, ég hef bara áhuga á fallegum fötum og góðum efnum," segir Sigurður sem lumar á flíkum eftir japanska tískuhönnuðinn Yamamoto í fataskápnum og frá íslenska merkinu Andersen & Lauth. „Ugglaust má kalla mig smekkmann," bætir hann kankvís við og útilokar ekki að kíkja aftur til Munda og bæta í fataskápinn. Treflarnir hafa rokið út hjá Munda eins og heitar lummur og eru nánast uppseldir. Hæstaréttarlögmenn eru allajafna ekki stærsti viðskiptavinahópur Munda en hann telur þá eiga fullt erindi í búðina til sín. „Það eru náttúrlega bara menn eins og Sigurður sem hafa efni á þessum treflum," segir Mundi hlæjandi, en trefillinn kostar 18.500 krónur og er nú á útsölu á 14.900 krónur. „Ég á alveg von á að það komi einhverjir tappar og versli hjá mér eftir að hafa séð hann með trefilinn. Menn í hans klassa eiga endilega að koma við hjá mér og finna eitthvað sniðugt á sig." heida@frettabladid.is Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Þetta er fallegur trefill og fallegt munstur, ég nota hann alltaf þegar kalt er í veðri," segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, sem vakti athygli fyrir stuttu í sjónvarpsviðtali með gæðalegan trefil um hálsinn. Trefillinn er eftir íslenska fatahönnuðinn Munda Vonda og bað Sigurður um hann sérstaklega í sextugsafmælisgjöf. „Mér fannst trefillinn flottur þegar ég sá hann í búðinni og bað konuna mína um að gefa mér hann. Ég er frekar klassískur í klæðavali en spái þó mikið í föt. Kannski má kalla það merkjasnobb, en það er ekki þannig, ég hef bara áhuga á fallegum fötum og góðum efnum," segir Sigurður sem lumar á flíkum eftir japanska tískuhönnuðinn Yamamoto í fataskápnum og frá íslenska merkinu Andersen & Lauth. „Ugglaust má kalla mig smekkmann," bætir hann kankvís við og útilokar ekki að kíkja aftur til Munda og bæta í fataskápinn. Treflarnir hafa rokið út hjá Munda eins og heitar lummur og eru nánast uppseldir. Hæstaréttarlögmenn eru allajafna ekki stærsti viðskiptavinahópur Munda en hann telur þá eiga fullt erindi í búðina til sín. „Það eru náttúrlega bara menn eins og Sigurður sem hafa efni á þessum treflum," segir Mundi hlæjandi, en trefillinn kostar 18.500 krónur og er nú á útsölu á 14.900 krónur. „Ég á alveg von á að það komi einhverjir tappar og versli hjá mér eftir að hafa séð hann með trefilinn. Menn í hans klassa eiga endilega að koma við hjá mér og finna eitthvað sniðugt á sig." heida@frettabladid.is
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira