Fanney Guðmundsdóttir varð í 33. sæti í svigi á heimsmeistaramóti unglinga í Crans Montana í Sviss í dag. Freydís Halla Einarsdóttir í 39. sæti og Erla Ásgeirsdóttir í 42. sæti.
49 stúlkur komust klakklaust niður brautina í báðum ferðum en 59 féllu úr leik, þar á meðal Katrín Kristjánsdóttir.
Freydís varð sjöunda í sínum aldursflokki í sviginu í dag og Erla áttunda.
Í gær varð Freydís 2. í sínum aldursflokki í stórsvigi. Sigurgeir Halldórsson varð í 88. sæti í bruni af 103 keppendum, en 10 voru dæmdir úr leik.
Fanney stóð sig best í sviginu á HM unglinga
Arnar Björnsson skrifar

Mest lesið





Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti



Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn


Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
