Djokovic framlengdi 75 ára bið Breta eftir stórmótstitli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2011 11:25 Murray fagnar í dag. Nordic Photos / Getty Images Andy Murray mistókst að vinna fyrsta stórmótstitil Breta í einliðaleik karla í tennis í 75 ár þegar hann tapaði fyrir Novak Djokovic frá Serbíu í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun. Fred Perry var síðasti Bretinn til að vinna stórmótstitil í tennis og gerði hann árið 1936. Djokovic sýndi í dag að hann stendur Murray einfaldlega framar og vann í þremur settum, 6-4, 6-2 og 6-3. Serbinn sýndi fádæma yfirburði á mótinu og tapaði aðeins einu setti allt mótið. Síðustu þrjár viðureignirnar sínar (gegn Tomas Berdych, Roger Federer og Murray) vann hann samtals 9-0. Þótt ótrúlega megi virðast var þetta fyrsta viðureign þeirra Djokovic og Murray á stórmóti. Þeir voru lengi í 3. og 4. sæti heimslistans og miðað við hefðbundna niðurröðun á stórmótum eiga þeir í raun aðeins möguleika á að mætast í sjálfri úrslitaviðureigninni. Þar sem að Rafael Nadal og Federer hafa einokað flesta úrslitaleiki stórmóta síðustu ár hafa þeir ekki fengið tækifæri til þess áður. Þetta var þó áttunda viðureign þeirra í öllum mótum síðan báðir gerðust atvinnumenn. Djokovic vann fyrstu fjórar en Murray síðustu þrjár. Þeir eru þó góðir vinir og æfa oft saman. Þeir eru jafnaldrar og þekkjast vel frá því að þeir kepptu saman á unglingamótaröðum.Andy Murray átti erfitt með að hemja skapið í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesÞað var gríðarlega hart barist í fyrsta settinu enda vildu báðir byrja vel. Djokovic var nálægt því að komast 2-0 yfir en Murray náði að halda uppgjöfinni og halda jöfnu þar til að staðan var orðin 4-4. Þá sýndi Djokovic styrkleika sinn og kláraði næstu tvær lotur af mikilli yfirvegun. Murray var hins vegar orðinn mjög pirraður og lét mótlætið fara í taugarnar á sér. Í öðru setti tókst Djokovic að komast í 2-0 og það setti Murray algerlega út af laginu. Sá serbneski komst í 5-0 og þó svo að Murray hafi forðað sér frá niðurlægingu með því að vinna tvær lotur náði Djokovic að klára sitt og vinna settið, 6-2. Murray barðist sannarlega fyrir sínu í þriðja settinu. Hann vann fyrstu lotuna þó svo að Djokovic átti uppgjöf en Serbinn svaraði með því að vinna þrjár næstu lotur á móti. Murray gafst þó ekki upp og náði að jafna í 3-3. En þá setti Djokovic einfaldlega í næsta gír og kláraði leikinn með frábærri spilamennsku. Djokovic kláraði settið, 6-3, og vann þar með sinn annan stórmótstitil á ferlinum. Skotinn Murray náði sér sjaldan á strik í leiknum og var afar pirraður lengst af. Hann blótaði mikið, skammaði sjálfan sig og agnúaðist út í dómarann. Allt þetta skilaði honum litlum árangri í dag. Bretarnir þurfa því að bíða enn um sinn. Erlendar Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira
Andy Murray mistókst að vinna fyrsta stórmótstitil Breta í einliðaleik karla í tennis í 75 ár þegar hann tapaði fyrir Novak Djokovic frá Serbíu í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun. Fred Perry var síðasti Bretinn til að vinna stórmótstitil í tennis og gerði hann árið 1936. Djokovic sýndi í dag að hann stendur Murray einfaldlega framar og vann í þremur settum, 6-4, 6-2 og 6-3. Serbinn sýndi fádæma yfirburði á mótinu og tapaði aðeins einu setti allt mótið. Síðustu þrjár viðureignirnar sínar (gegn Tomas Berdych, Roger Federer og Murray) vann hann samtals 9-0. Þótt ótrúlega megi virðast var þetta fyrsta viðureign þeirra Djokovic og Murray á stórmóti. Þeir voru lengi í 3. og 4. sæti heimslistans og miðað við hefðbundna niðurröðun á stórmótum eiga þeir í raun aðeins möguleika á að mætast í sjálfri úrslitaviðureigninni. Þar sem að Rafael Nadal og Federer hafa einokað flesta úrslitaleiki stórmóta síðustu ár hafa þeir ekki fengið tækifæri til þess áður. Þetta var þó áttunda viðureign þeirra í öllum mótum síðan báðir gerðust atvinnumenn. Djokovic vann fyrstu fjórar en Murray síðustu þrjár. Þeir eru þó góðir vinir og æfa oft saman. Þeir eru jafnaldrar og þekkjast vel frá því að þeir kepptu saman á unglingamótaröðum.Andy Murray átti erfitt með að hemja skapið í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesÞað var gríðarlega hart barist í fyrsta settinu enda vildu báðir byrja vel. Djokovic var nálægt því að komast 2-0 yfir en Murray náði að halda uppgjöfinni og halda jöfnu þar til að staðan var orðin 4-4. Þá sýndi Djokovic styrkleika sinn og kláraði næstu tvær lotur af mikilli yfirvegun. Murray var hins vegar orðinn mjög pirraður og lét mótlætið fara í taugarnar á sér. Í öðru setti tókst Djokovic að komast í 2-0 og það setti Murray algerlega út af laginu. Sá serbneski komst í 5-0 og þó svo að Murray hafi forðað sér frá niðurlægingu með því að vinna tvær lotur náði Djokovic að klára sitt og vinna settið, 6-2. Murray barðist sannarlega fyrir sínu í þriðja settinu. Hann vann fyrstu lotuna þó svo að Djokovic átti uppgjöf en Serbinn svaraði með því að vinna þrjár næstu lotur á móti. Murray gafst þó ekki upp og náði að jafna í 3-3. En þá setti Djokovic einfaldlega í næsta gír og kláraði leikinn með frábærri spilamennsku. Djokovic kláraði settið, 6-3, og vann þar með sinn annan stórmótstitil á ferlinum. Skotinn Murray náði sér sjaldan á strik í leiknum og var afar pirraður lengst af. Hann blótaði mikið, skammaði sjálfan sig og agnúaðist út í dómarann. Allt þetta skilaði honum litlum árangri í dag. Bretarnir þurfa því að bíða enn um sinn.
Erlendar Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira