Glamúrvæðing ofbeldisins Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. febrúar 2011 10:24 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði, benti í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins á það sem hann telur varhugaverða þróun í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldismál. Helgi segist telja að ofbeldi sem slíkt hafi ekki aukizt í samfélaginu en umburðarlyndi almennings gagnvart því hafi hins vegar minnkað mjög. Prófessorinn segir þetta réttilega til marks um siðvæðingu og jákvæða þróun í samfélaginu. Hann segir aftur á móti vísbendingar um ákveðna tvískiptingu; annars vegar fordæmi mikill meirihluti fólks ofbeldi en hins vegar gæti í ákveðnum hópum réttlætingar á ofbeldi við tilteknar aðstæður, sem líkja megi við ofbeldismenningu. "Þetta finnum við helst meðal sumra ungra karla. Lífsstíllinn tengist oft áfengis- og vímuefnaneyslu og þar finnum við einstaklinga sem oft hafa farið halloka í samfélaginu," segir Helgi. Hann bendir - sömuleiðis réttilega - á að undanfarið hafi borið á því að einstaklingar úr þessum heldur aumkunarverðu jaðarhópum hafi orðið umfjöllunarefni fjölmiðla á léttu nótunum og án þess að framferði þeirra sé kynnt í gagnrýnu ljósi. "Ég set ákveðið spurningarmerki við þessa glamúrvæðingu," segir Helgi. "Þetta getur verið varasamt því að stundum eru dregnar upp ýktar myndir af viðkomandi sem eiga jafnvel ekki við rök að styðjast. Ákveðinn lífsstíll á mörkum þess ólöglega eða jafnvel ólöglegur er settur fram á jákvæðan og spennandi hátt. Það er hætta á því að slík framsetning verði til þess að viðurkenna og réttlæta slíkan lífsmáta og verði öðrum fyrirmynd." Það er full ástæða til þess fyrir fjölmiðla að taka mark á þessum varnaðarorðum prófessorsins. Sú breyting hefur orðið á undanförnum árum að jafnvel dæmdir brotamenn skammast sín ekkert fyrir að tilheyra undirheimunum, reyna stundum sjálfir að koma sér á framfæri við fjölmiðla og halda að þeir séu hálfgerðar stjörnur. Þá getur fjölmiðlafólk fallið í þá freistni að efna til einhvers konar furðufyrirbærasýningar á þeim. Í löndunum í kringum okkur hafa af og til farið fram umræður um hvort fjölmiðlar eigi að hampa glæpamönnum eins og stjörnum. Umfangsmikil umfjöllun um rapptónlistarmenn sem hafa upphafið ofbeldið í textum sínum hefur þannig verið harðlega gagnrýnd, en fjölmiðlarnir hafa þá stundum svarað því til að listamenn verði að fá að tjá sig, jafnvel þótt skoðanir þeirra séu umdeildar. Í tilfelli íslenzkra undirheimamanna sem hafa ratað í sjónvarpsviðtöl og á síður blaða virðist hið listræna framlag þó af ákaflega skornum skammti og það sama má segja um mælskuna og persónutöfrana. Réttast er því að taka afstöðu með þeim stóra meirihluta sem hafnar ofbeldinu og sýnir því ekkert umburðarlyndi. Það er engin ástæða til að baða menningarkima ofbeldisdýrkendanna jákvæðu ljósi fjölmiðla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði, benti í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins á það sem hann telur varhugaverða þróun í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldismál. Helgi segist telja að ofbeldi sem slíkt hafi ekki aukizt í samfélaginu en umburðarlyndi almennings gagnvart því hafi hins vegar minnkað mjög. Prófessorinn segir þetta réttilega til marks um siðvæðingu og jákvæða þróun í samfélaginu. Hann segir aftur á móti vísbendingar um ákveðna tvískiptingu; annars vegar fordæmi mikill meirihluti fólks ofbeldi en hins vegar gæti í ákveðnum hópum réttlætingar á ofbeldi við tilteknar aðstæður, sem líkja megi við ofbeldismenningu. "Þetta finnum við helst meðal sumra ungra karla. Lífsstíllinn tengist oft áfengis- og vímuefnaneyslu og þar finnum við einstaklinga sem oft hafa farið halloka í samfélaginu," segir Helgi. Hann bendir - sömuleiðis réttilega - á að undanfarið hafi borið á því að einstaklingar úr þessum heldur aumkunarverðu jaðarhópum hafi orðið umfjöllunarefni fjölmiðla á léttu nótunum og án þess að framferði þeirra sé kynnt í gagnrýnu ljósi. "Ég set ákveðið spurningarmerki við þessa glamúrvæðingu," segir Helgi. "Þetta getur verið varasamt því að stundum eru dregnar upp ýktar myndir af viðkomandi sem eiga jafnvel ekki við rök að styðjast. Ákveðinn lífsstíll á mörkum þess ólöglega eða jafnvel ólöglegur er settur fram á jákvæðan og spennandi hátt. Það er hætta á því að slík framsetning verði til þess að viðurkenna og réttlæta slíkan lífsmáta og verði öðrum fyrirmynd." Það er full ástæða til þess fyrir fjölmiðla að taka mark á þessum varnaðarorðum prófessorsins. Sú breyting hefur orðið á undanförnum árum að jafnvel dæmdir brotamenn skammast sín ekkert fyrir að tilheyra undirheimunum, reyna stundum sjálfir að koma sér á framfæri við fjölmiðla og halda að þeir séu hálfgerðar stjörnur. Þá getur fjölmiðlafólk fallið í þá freistni að efna til einhvers konar furðufyrirbærasýningar á þeim. Í löndunum í kringum okkur hafa af og til farið fram umræður um hvort fjölmiðlar eigi að hampa glæpamönnum eins og stjörnum. Umfangsmikil umfjöllun um rapptónlistarmenn sem hafa upphafið ofbeldið í textum sínum hefur þannig verið harðlega gagnrýnd, en fjölmiðlarnir hafa þá stundum svarað því til að listamenn verði að fá að tjá sig, jafnvel þótt skoðanir þeirra séu umdeildar. Í tilfelli íslenzkra undirheimamanna sem hafa ratað í sjónvarpsviðtöl og á síður blaða virðist hið listræna framlag þó af ákaflega skornum skammti og það sama má segja um mælskuna og persónutöfrana. Réttast er því að taka afstöðu með þeim stóra meirihluta sem hafnar ofbeldinu og sýnir því ekkert umburðarlyndi. Það er engin ástæða til að baða menningarkima ofbeldisdýrkendanna jákvæðu ljósi fjölmiðla