Kubica margbrotinn á hönd, handlegg og fæti eftir óhapp 6. febrúar 2011 14:24 Robert Kubica og Vitaly Petrov á frumsýningu Lotus Renault. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica brotnaði á hönd og fæti í óhappi í rallkeppni á Ítalíu í morgun og tilkynningu frá Lotus Renault, sem hann keppir með í Formúlu 1, segir að hann sé margbrotin á hægri hönd, handlegg og fæti. Þar með er ljóst að Kubica keppir ekki í fyrsta Formúlu 1 móti ársins sem er í Barein 13. mars. Líklegt þykir að Bruno Senna taki sæti hans hjá Lotus Renault, en hann er annar varökumanna liðsins og frá Brasilíu. Fréttamannafundur verður um mál Kubica síðar í dag fyrir utan spítalann þar sem hann er í aðgerð vegna meiðsla sinna. Kubica ók sérútbúnum Skoda Fabia rallbíl í Ronde di Andora á Ítalíu með leyfi frá Formúlu 1 liði sínu. Hann hefur sprett úr spori í rallakstri áður, en þess má geta á að fyrstu árum á ferli sínum bjó hann á Ítalíu og keppti í kappakstri. "Rally keppnir fara oftast fram á almennum vegum, þar sem almenn umferð er allra jafna, en lokað fyrir hana þegar keppni fer fram. Þegar alvarleg slys verða í rally, er það oftar en ekki hlutir í umhverfinu sem hafa þar mikið að segja, eins og í öðrum umferðarslysum", sagði Ólafur Guðmundsson m.a. í umfjöllun á kappakstur.is um málið. "Það virðist vera tilfellið í slysi Robert Kubica í morgun, nokkuð sem menn óttast mjög hvað varðar endafrágang vegriða í almennri umferð, þar á meðal hér á landi. Eftir að hafa skoðað myndir af flaki bílisins á slys stað má ráða að hann hafi lennt á vegriði, sem annað hvort er með röngum enda, eða þá að vegriðið hefur gefið sig og endi eins hluta þess stungist inn í bílinn." Sjá myndband af vettvangi Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica brotnaði á hönd og fæti í óhappi í rallkeppni á Ítalíu í morgun og tilkynningu frá Lotus Renault, sem hann keppir með í Formúlu 1, segir að hann sé margbrotin á hægri hönd, handlegg og fæti. Þar með er ljóst að Kubica keppir ekki í fyrsta Formúlu 1 móti ársins sem er í Barein 13. mars. Líklegt þykir að Bruno Senna taki sæti hans hjá Lotus Renault, en hann er annar varökumanna liðsins og frá Brasilíu. Fréttamannafundur verður um mál Kubica síðar í dag fyrir utan spítalann þar sem hann er í aðgerð vegna meiðsla sinna. Kubica ók sérútbúnum Skoda Fabia rallbíl í Ronde di Andora á Ítalíu með leyfi frá Formúlu 1 liði sínu. Hann hefur sprett úr spori í rallakstri áður, en þess má geta á að fyrstu árum á ferli sínum bjó hann á Ítalíu og keppti í kappakstri. "Rally keppnir fara oftast fram á almennum vegum, þar sem almenn umferð er allra jafna, en lokað fyrir hana þegar keppni fer fram. Þegar alvarleg slys verða í rally, er það oftar en ekki hlutir í umhverfinu sem hafa þar mikið að segja, eins og í öðrum umferðarslysum", sagði Ólafur Guðmundsson m.a. í umfjöllun á kappakstur.is um málið. "Það virðist vera tilfellið í slysi Robert Kubica í morgun, nokkuð sem menn óttast mjög hvað varðar endafrágang vegriða í almennri umferð, þar á meðal hér á landi. Eftir að hafa skoðað myndir af flaki bílisins á slys stað má ráða að hann hafi lennt á vegriði, sem annað hvort er með röngum enda, eða þá að vegriðið hefur gefið sig og endi eins hluta þess stungist inn í bílinn." Sjá myndband af vettvangi
Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira