Fótbolti

Arjen Robben kýldi liðsfélaga sinn

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben var allt annað en ánægður með liðsfélaga sinn Thomas Müller þrátt fyrir 3-1 sigur Bayern München
Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben var allt annað en ánægður með liðsfélaga sinn Thomas Müller þrátt fyrir 3-1 sigur Bayern München Nordic Photos/Getty Images

Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben var allt annað en ánægður með liðsfélaga sinn Thomas Müller þrátt fyrir 3-1 sigur Bayern München gegn Werder Bremen um helgina í efstu deild þýsku knattspyrnunnar.

Robben sló til þýska landsliðsmannsins eftir að Robben hafði tekið aukaspyrnu sem var alls ekki vel heppnuð. Müller vildi ekki tjá sig um málið en Robben sagði að honum væri illa við þegar liðsfélagar sýna það með látbragði að þeim mislíki eitthvað - í stað þess að tala um það.

„Müller hefði átt að ræða þetta við mig í stað þess að sýna það með látbragði og svipbrigðum. Ég hata þegar menn láta svona," sagði Robben. Hollenski þjálfarinn Louis van Gaal sem stýrir þýska stórliðinu sagði fátt um atvikið og taldi að mismunandi áherslur væru í Hollandi og Þýskalandi þegar kæmi að tjáskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×