Tískubloggari hannar fyrir H&M 20. janúar 2011 06:00 Sænski tískubloggarinn Elin Kling, til vinstri, hefur hannað fatalínu í samstarfi við tískurisann H&M. Nordicphotos/Getty Sænski tískurisinn H&M hefur hannað sérstaka fatalínu í samstarfi við sænska tískubloggarann Elinu Kling og verður línan aðeins fáanleg í verslunum H&M í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn sem verslunin fær tískubloggara í lið með sér, en Kling er einn vinsælasti bloggari Svía. Línan inniheldur níu flíkur og er nútímaleg, einföld og látlaus og undir áhrifum frá hinum gamla bóhemastíl. Orðtækið „minna er meira“ á vel við línuna, sem tók rúmt ár að hanna. „Það er mikill heiður að vera fyrsti tískubloggarinn sem tekur að sér slíkt verkefni. Ég er mjög ánægð með útkomuna og línan endurspeglar vel minn persónulega stíl,“ skrifaði Kling á bloggsíðu sinni. Línan kemur í verslanir í Svíþjóð hinn 3. febrúar næstkomandi og er fullvíst að hennar verði beðið með mikilli eftirvæntingu.- sm Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Sænski tískurisinn H&M hefur hannað sérstaka fatalínu í samstarfi við sænska tískubloggarann Elinu Kling og verður línan aðeins fáanleg í verslunum H&M í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn sem verslunin fær tískubloggara í lið með sér, en Kling er einn vinsælasti bloggari Svía. Línan inniheldur níu flíkur og er nútímaleg, einföld og látlaus og undir áhrifum frá hinum gamla bóhemastíl. Orðtækið „minna er meira“ á vel við línuna, sem tók rúmt ár að hanna. „Það er mikill heiður að vera fyrsti tískubloggarinn sem tekur að sér slíkt verkefni. Ég er mjög ánægð með útkomuna og línan endurspeglar vel minn persónulega stíl,“ skrifaði Kling á bloggsíðu sinni. Línan kemur í verslanir í Svíþjóð hinn 3. febrúar næstkomandi og er fullvíst að hennar verði beðið með mikilli eftirvæntingu.- sm
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira