„Ég lít á þetta sem mikinn heiður og tækifæri til að koma mér á framfæri og mynda tengsl við aðila innan tískubransans," segir tískuhönnuðurinn Ýr Þrastardóttir, sem er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir hönnunarkeppnina Designers Nest sem fer fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Listaháskólar á Norðurlöndunum senda árlega fulltrúa á Designers Nest, sem er keppni þar sem hönnuðir sýna eftir sig fatalínu ári eftir útskrift.
Ýr tekur þátt fyrir hönd Listaháskóla Íslands og er eini keppandi Íslands, en aðrir skólar eiga nokkra fulltrúa hver í keppninni.

„Tvo jakka og buxur við annan, samfellu og samfesting," segir Ýr, sem kveðst nota mikið af mynstrum, leðri og rúskinni.
Línan öll verður til sýnis í bás á tískuvikunni. „Sem er hentugt þar sem von er á blaðamönnum frá öllum stóru tískutímaritunum. Þessi keppni og vika er stökkpallur fyrir upprennandi hönnuði."
roald@frettabladid.is