SUS gagnrýnir sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. febrúar 2011 17:07 Ólafur Örn Níelsen er formaður SUS. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave frumvarp. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér síðdegis. Þar segir að í nefndaráliti sem þremenningarnir lögðu fram 2. febrúar sé fullum stuðningi lýst við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Engin tilraun sé gerð af hálfu þremenninganna til þess að útskýra hvers vegna íslenskir skattgreiðendur beri nú skyndilega ábyrgð á innlánum Breta og Hollendinga. „Þingmennirnir virðast í blindni treysta því mati stjórnvalda að samningurinn muni „aðeins" kosta skattgreiðendur um 50 milljarða króna. Barnalegt er að treysta á vonina eina. Bæði er mikil óvissa um það hvað fæst fyrir eignir Landsbankans og hvernig gengi krónunnar mun þróast. Áhættan af þróun þessara þátta liggur að öllu leyti hjá íslenskum skattgreiðendum sem með samningunum þurfa að taka á sig skuldbindingar í erlendri mynt. Þannig má nefna að ef krónan veikist um 2% á ársfjórðungi, fyrsta greiðslan úr þrotabúi Landsbankans berst ekki fyrr en 1. apríl 2012 og endurheimtur verða 10% minni en áætlað er þá fer kostnaðurinn úr 50 milljörðum í 233 milljarða," segir í ályktun SUS. Þá segir í ályktuninni að grundvallarspurningin sé ekki hvernig og á hvaða kjörum eigi að greiða kröfur Breta og Hollendinga. Ungir sjálfstæðismenn hafi frá upphafi hafnað að þeirra kynslóð, og kynslóð barna þeirra, verði bundin á skuldaklafa Icesave án þess að réttmætur grundvöllur sé til þess og að þær séu undirseldar mikilli áhættu um endanlega fjárhæð þeirra skulda. Stjórn SUS telur tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu. Icesave Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave frumvarp. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér síðdegis. Þar segir að í nefndaráliti sem þremenningarnir lögðu fram 2. febrúar sé fullum stuðningi lýst við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Engin tilraun sé gerð af hálfu þremenninganna til þess að útskýra hvers vegna íslenskir skattgreiðendur beri nú skyndilega ábyrgð á innlánum Breta og Hollendinga. „Þingmennirnir virðast í blindni treysta því mati stjórnvalda að samningurinn muni „aðeins" kosta skattgreiðendur um 50 milljarða króna. Barnalegt er að treysta á vonina eina. Bæði er mikil óvissa um það hvað fæst fyrir eignir Landsbankans og hvernig gengi krónunnar mun þróast. Áhættan af þróun þessara þátta liggur að öllu leyti hjá íslenskum skattgreiðendum sem með samningunum þurfa að taka á sig skuldbindingar í erlendri mynt. Þannig má nefna að ef krónan veikist um 2% á ársfjórðungi, fyrsta greiðslan úr þrotabúi Landsbankans berst ekki fyrr en 1. apríl 2012 og endurheimtur verða 10% minni en áætlað er þá fer kostnaðurinn úr 50 milljörðum í 233 milljarða," segir í ályktun SUS. Þá segir í ályktuninni að grundvallarspurningin sé ekki hvernig og á hvaða kjörum eigi að greiða kröfur Breta og Hollendinga. Ungir sjálfstæðismenn hafi frá upphafi hafnað að þeirra kynslóð, og kynslóð barna þeirra, verði bundin á skuldaklafa Icesave án þess að réttmætur grundvöllur sé til þess og að þær séu undirseldar mikilli áhættu um endanlega fjárhæð þeirra skulda. Stjórn SUS telur tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu.
Icesave Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira