Úr vörn í sókn! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2011 13:00 Þegar frá líður verður ársins 2011 líklega minnst sem árs mikilla umskipta í efnahagslífi Íslands. Ársins þegar þjóðin spyrnti sér kröftuglega frá botninum og hóf sjálfbæra lífskjarasókn. Þó enn glími allt of margir við erfiðleika var þetta árið sem umheimurinn og vaxandi fjöldi landsmanna fengu aftur trú á Íslandi og þeim óþrjótandi tækifærum og krafti sem býr í landi og þjóð. Í dagsins önn sjáum við þetta e.t.v. ekki svo glöggt, en flest þekkjum við þó úr eigin umhverfi dæmin um það hvernig hagur þjóðarinnar batnar nú jafnt og þétt. Það er meira í launaumslaginu enda hafa laun hækkað að meðaltali um tæp 9% frá því í fyrra og kaupmáttur hefur vaxið um 3,4%. Það eru fleiri sem hafa vinnu og fleiri sem stunda nám. Atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt, um 5.000 ný störf hafa orðið til og framhaldsskólar landsins og háskólar hafa sjaldan tekið við fleiri nemendum. Fleiri og fleiri ráða nú við skuldir sínar á ný og eignastaðan batnar. Skuldir heimila hafa nú lækkað um nærfellt 200 milljarða króna, eða um 10% að raungildi og fasteignaverð hefur á liðnu ári hækkað um tæp 10%. Hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða heims og ólíkt því sem áður gerðist, skiptist stækkandi þjóðarkaka jafnar en á liðnum árum. Það er þó sárt til þess að vita að vegna hrunsins búa allt of margir við skuldabasl og atvinnuleysi og allt of margir hafa flutt búferlum úr landi - vonandi þó tímabundið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að bregðast við þessari stöðu og svo mun áfram verða. Þrátt fyrir þetta hafa kjör hinna verst settu verið varin með skipulegum hætti. Kaupmáttur lægstu launa hefur vaxið tvöfalt á við almenn laun, vaxtabótum og barnabótum hefur í ríkari mæli verið beint til hinna tekjulægri og skattkerfinu hefur verið breytt með þeim hætti að skattbyrðin hefur verið færð af lægri tekjum yfir á hærri tekjur og miklar eignir. Vegna þessa hafa 60-70% skattgreiðenda, eða um 80.000 einstaklingar, greitt lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fyrir hrun. Engu að síður hefur böndum verið komið á ríkisfjármálin og velferðarkerfið varið. Í stað 215 milljarða halla með tilheyrandi skuldasöfnun í byrjun kjörtímabilsins hillir nú undir lækkun skulda og sjálfbæran rekstur ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöld til velferðarmála aukist og eru nú hærri en á hátindi góðærisins. Atvinnuleysið mun halda áfram að lækka, kaupmáttur launa og lífeyris mun áfram aukast og umbætur á velferðarkerfinu verða innleiddar ein af annarri. Unnið er að nýrri löggjöf um almannatryggingar, sóknaráætlun í málefnum ungs fólks, endurreisn fæðingarorlofssjóðs og lengingu orlofsins í áföngum í 12 mánuði. Húsnæðiskerfinu er verið að breyta með þeim hætti að valfrelsi aukist og uppbygging trausts leigumarkaðar og kaup leiguíbúða verði raunverulegur valkostur við séreignastefnuna. Skipan auðlindamála þjóðarinnar er einnig verið að breyta með þeim hætti að forræði og arður þjóðarinnar af auðlindunum verði tryggður til framtíðar. Unnið er að stofnun Auðlindasjóðs sem ætlað er að annast umsýslu og ávöxtun auðlinda í eigu þjóðarinnar. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins mun byggja á þeirri grundvallarforsendu að eignarréttur auðlindarinnar sé hjá þjóðinni, en útgerðarmenn geti leigt tímabundinn aðgang að auðlindinni gegn eðlilegu gjaldi. Þá hefur Stjórnlagaráð afhent Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland, þeirri fyrstu sem samin er frá grunni af þjóðinni sjálfri. Nú hvílir sú skylda á Alþingi að afgreiða frumvarpið með þeim hætti að ný stjórnarskrá geti tekið gildi á næsta kjörtímabili en áður en að því kemur er mikilvægt að þjóðin sjálf segi hug sinn til málsins í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðildarviðræður Íslands við ESB verða einnig leiddar til lykta og á sama tíma má vænta þess að ríki sambandsins muni koma sér saman um aukið efnahagssamstarf og traustari grundvöll evrunnar. Í lok kjörtímabils má því vænta þess að Íslendingar standi frammi fyrir afar skýrum valkostum sem ráðið geta miklu um framþróun hér á landi, bæði efnahagslega og félagslega. Á næstu misserum mun þó mestu skipta að einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkisvaldið fylgi eftir þeim jákvæðu umskiptum sem orðin eru í íslensku efnahagslífi og sæki fram. Vegna árangurs undanfarinna ára eru nú góðar forsendur fyrir kröftugri atvinnu- og lífskjarasókn og í þeim efnum mun ríkisvaldið ekki láta sitt eftir liggja. Allt bendir því til að framundan séu bjartir tímar á Íslandi. Ég óska landsmönnum öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar frá líður verður ársins 2011 líklega minnst sem árs mikilla umskipta í efnahagslífi Íslands. Ársins þegar þjóðin spyrnti sér kröftuglega frá botninum og hóf sjálfbæra lífskjarasókn. Þó enn glími allt of margir við erfiðleika var þetta árið sem umheimurinn og vaxandi fjöldi landsmanna fengu aftur trú á Íslandi og þeim óþrjótandi tækifærum og krafti sem býr í landi og þjóð. Í dagsins önn sjáum við þetta e.t.v. ekki svo glöggt, en flest þekkjum við þó úr eigin umhverfi dæmin um það hvernig hagur þjóðarinnar batnar nú jafnt og þétt. Það er meira í launaumslaginu enda hafa laun hækkað að meðaltali um tæp 9% frá því í fyrra og kaupmáttur hefur vaxið um 3,4%. Það eru fleiri sem hafa vinnu og fleiri sem stunda nám. Atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt, um 5.000 ný störf hafa orðið til og framhaldsskólar landsins og háskólar hafa sjaldan tekið við fleiri nemendum. Fleiri og fleiri ráða nú við skuldir sínar á ný og eignastaðan batnar. Skuldir heimila hafa nú lækkað um nærfellt 200 milljarða króna, eða um 10% að raungildi og fasteignaverð hefur á liðnu ári hækkað um tæp 10%. Hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða heims og ólíkt því sem áður gerðist, skiptist stækkandi þjóðarkaka jafnar en á liðnum árum. Það er þó sárt til þess að vita að vegna hrunsins búa allt of margir við skuldabasl og atvinnuleysi og allt of margir hafa flutt búferlum úr landi - vonandi þó tímabundið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að bregðast við þessari stöðu og svo mun áfram verða. Þrátt fyrir þetta hafa kjör hinna verst settu verið varin með skipulegum hætti. Kaupmáttur lægstu launa hefur vaxið tvöfalt á við almenn laun, vaxtabótum og barnabótum hefur í ríkari mæli verið beint til hinna tekjulægri og skattkerfinu hefur verið breytt með þeim hætti að skattbyrðin hefur verið færð af lægri tekjum yfir á hærri tekjur og miklar eignir. Vegna þessa hafa 60-70% skattgreiðenda, eða um 80.000 einstaklingar, greitt lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fyrir hrun. Engu að síður hefur böndum verið komið á ríkisfjármálin og velferðarkerfið varið. Í stað 215 milljarða halla með tilheyrandi skuldasöfnun í byrjun kjörtímabilsins hillir nú undir lækkun skulda og sjálfbæran rekstur ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöld til velferðarmála aukist og eru nú hærri en á hátindi góðærisins. Atvinnuleysið mun halda áfram að lækka, kaupmáttur launa og lífeyris mun áfram aukast og umbætur á velferðarkerfinu verða innleiddar ein af annarri. Unnið er að nýrri löggjöf um almannatryggingar, sóknaráætlun í málefnum ungs fólks, endurreisn fæðingarorlofssjóðs og lengingu orlofsins í áföngum í 12 mánuði. Húsnæðiskerfinu er verið að breyta með þeim hætti að valfrelsi aukist og uppbygging trausts leigumarkaðar og kaup leiguíbúða verði raunverulegur valkostur við séreignastefnuna. Skipan auðlindamála þjóðarinnar er einnig verið að breyta með þeim hætti að forræði og arður þjóðarinnar af auðlindunum verði tryggður til framtíðar. Unnið er að stofnun Auðlindasjóðs sem ætlað er að annast umsýslu og ávöxtun auðlinda í eigu þjóðarinnar. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins mun byggja á þeirri grundvallarforsendu að eignarréttur auðlindarinnar sé hjá þjóðinni, en útgerðarmenn geti leigt tímabundinn aðgang að auðlindinni gegn eðlilegu gjaldi. Þá hefur Stjórnlagaráð afhent Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland, þeirri fyrstu sem samin er frá grunni af þjóðinni sjálfri. Nú hvílir sú skylda á Alþingi að afgreiða frumvarpið með þeim hætti að ný stjórnarskrá geti tekið gildi á næsta kjörtímabili en áður en að því kemur er mikilvægt að þjóðin sjálf segi hug sinn til málsins í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðildarviðræður Íslands við ESB verða einnig leiddar til lykta og á sama tíma má vænta þess að ríki sambandsins muni koma sér saman um aukið efnahagssamstarf og traustari grundvöll evrunnar. Í lok kjörtímabils má því vænta þess að Íslendingar standi frammi fyrir afar skýrum valkostum sem ráðið geta miklu um framþróun hér á landi, bæði efnahagslega og félagslega. Á næstu misserum mun þó mestu skipta að einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkisvaldið fylgi eftir þeim jákvæðu umskiptum sem orðin eru í íslensku efnahagslífi og sæki fram. Vegna árangurs undanfarinna ára eru nú góðar forsendur fyrir kröftugri atvinnu- og lífskjarasókn og í þeim efnum mun ríkisvaldið ekki láta sitt eftir liggja. Allt bendir því til að framundan séu bjartir tímar á Íslandi. Ég óska landsmönnum öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar