Seðlabankinn bíður eftir stjórnvöldum Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 21:15 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. Í nýjasta þætti Klinksins segir hann að meginmarkið peningastefnunnar hafi hins vegar náðst með þeirri stefnu sem fylgt hefur verið eftir hrun, og því virðist það ekki vera verkefni númer eitt að breyta um peningastefnu núna. „Hins vegar er ljóst að við þurfum sem þjóð að gera upp við okkur hvert við ætlum að fara með þetta," segir Þórarinn. „Seðlabankinn birti í fyrra skýrslu um það fyrirkomulag sem við sáum fyrir okkur að gæti gengið á næstu árum, allavega þangað til að við göngum inn í myntbandalag fyrst við erum á formlegri leið þangað." Þar vísar Þórarinn til Verðbólgumarkmiðs-Plús sem bankinn kynnti fyrir sléttu ári síðan, en það er stefna sem grundvallast á verðbólgumarkmiði með ýmsum veigamiklum lagfæringum til að berja í bresti stefnunnar og standa vörð um stöðugleika. Hann segir hins vegar að það hefði mátt ganga hraðar að vinna úr þessum tillögum og pólitísk umræða hafi ekki verið fyrirferðamikil. „Þetta er auðvitað í skoðun, og við bíðum ennþá viðbragða frá stjórnvöldum; er þetta leiðin sem við viljum fara? Við erum líka að vinna að mjög ítarlegri úttekt á öllum kostum sem við gætum mögulega haft að velja úr - þar á meðal upptöku annarar myntar, myntráði eða öðru slíku. Við vonumst til að þetta komi út á næsta ári, þetta endar í 600 síðum eða svo." „En eins og þú réttilega segir, þessi umræða þarf að fara sem fyrst af stað, og hún hefði mátt gera það fyrr," segir Þórarinn að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. Í nýjasta þætti Klinksins segir hann að meginmarkið peningastefnunnar hafi hins vegar náðst með þeirri stefnu sem fylgt hefur verið eftir hrun, og því virðist það ekki vera verkefni númer eitt að breyta um peningastefnu núna. „Hins vegar er ljóst að við þurfum sem þjóð að gera upp við okkur hvert við ætlum að fara með þetta," segir Þórarinn. „Seðlabankinn birti í fyrra skýrslu um það fyrirkomulag sem við sáum fyrir okkur að gæti gengið á næstu árum, allavega þangað til að við göngum inn í myntbandalag fyrst við erum á formlegri leið þangað." Þar vísar Þórarinn til Verðbólgumarkmiðs-Plús sem bankinn kynnti fyrir sléttu ári síðan, en það er stefna sem grundvallast á verðbólgumarkmiði með ýmsum veigamiklum lagfæringum til að berja í bresti stefnunnar og standa vörð um stöðugleika. Hann segir hins vegar að það hefði mátt ganga hraðar að vinna úr þessum tillögum og pólitísk umræða hafi ekki verið fyrirferðamikil. „Þetta er auðvitað í skoðun, og við bíðum ennþá viðbragða frá stjórnvöldum; er þetta leiðin sem við viljum fara? Við erum líka að vinna að mjög ítarlegri úttekt á öllum kostum sem við gætum mögulega haft að velja úr - þar á meðal upptöku annarar myntar, myntráði eða öðru slíku. Við vonumst til að þetta komi út á næsta ári, þetta endar í 600 síðum eða svo." „En eins og þú réttilega segir, þessi umræða þarf að fara sem fyrst af stað, og hún hefði mátt gera það fyrr," segir Þórarinn að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira