Lífeyrissjóðir afar spenntir en Steingrímur vill ekki selja Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2011 18:31 Rúmlega eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir þriðjungshlut í Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir eru spenntir fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Landsvirkjun hefur verið verðlögð á þrjú hundruð milljarða króna. Það þýðir að um eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir um þriðjungshlut í fyrirtækinu. Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikil búbót það yrði fyrir ríkissjóð og lífeyrissjóðirnir eru spenntir að kaupa. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að minnsta kosti tveir stórir lífeyrissjóðir séu spenntir fyrir Landsvirkjun og myndu alvarlega íhuga slíkan kost væri hann yfirleitt í boði. Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða möguleikann á þessu. „Ef að þriðjungshlutur í fyrirtækinu yrði seldur á þann veg að hlutafé þess yrði aukið þá yrði eiginfjárstaða fyrirtækisins svo góð að lánshæfismat fyrirtækisins yrði sterkara en lánshæfismat ríkisins og fyrirtækið þyrfti ekki á ríkisábyrgð að halda. Ég held að við eigum að hugsa þetta og ég held að það sé umhugsunarefni hvort við ættum að selja þriðjungshlut í fyrirtækinu til lífeyrissjóðanna, til dæmis," sagði efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta þættinum af Klinkinu. Fjármálaráðuneytið heldur á hlutabréfi ríkisins í Landsvirkjun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir þetta ekki á dagskrá. „Nei, það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum, þannig að það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," segir Steingrímur. „Þannig að það kemur ekki til greina af þinni hálfu að selja? „Nei, það hefur engin einkavæðing eða sala á eignarhlutum í stóru orkufyrirtækjunum verið svo mikið sem rædd og þvert á móti hið gagnstæða." thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Rúmlega eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir þriðjungshlut í Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir eru spenntir fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Landsvirkjun hefur verið verðlögð á þrjú hundruð milljarða króna. Það þýðir að um eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir um þriðjungshlut í fyrirtækinu. Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikil búbót það yrði fyrir ríkissjóð og lífeyrissjóðirnir eru spenntir að kaupa. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að minnsta kosti tveir stórir lífeyrissjóðir séu spenntir fyrir Landsvirkjun og myndu alvarlega íhuga slíkan kost væri hann yfirleitt í boði. Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða möguleikann á þessu. „Ef að þriðjungshlutur í fyrirtækinu yrði seldur á þann veg að hlutafé þess yrði aukið þá yrði eiginfjárstaða fyrirtækisins svo góð að lánshæfismat fyrirtækisins yrði sterkara en lánshæfismat ríkisins og fyrirtækið þyrfti ekki á ríkisábyrgð að halda. Ég held að við eigum að hugsa þetta og ég held að það sé umhugsunarefni hvort við ættum að selja þriðjungshlut í fyrirtækinu til lífeyrissjóðanna, til dæmis," sagði efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta þættinum af Klinkinu. Fjármálaráðuneytið heldur á hlutabréfi ríkisins í Landsvirkjun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir þetta ekki á dagskrá. „Nei, það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum, þannig að það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," segir Steingrímur. „Þannig að það kemur ekki til greina af þinni hálfu að selja? „Nei, það hefur engin einkavæðing eða sala á eignarhlutum í stóru orkufyrirtækjunum verið svo mikið sem rædd og þvert á móti hið gagnstæða." thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira